blaðið - 16.03.2007, Side 11

blaðið - 16.03.2007, Side 11
blaðið FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 11 Karlmaður dæmdur: Misþyrmdi sambýliskonu Þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi sambúðarkonu sinni. Hann á að greiða henni tæplega 330 þúsund krónur í skaðabætur og sakarkostnað. Maðurinn hrinti henni þannig að hún féll aftur á bak á stiga- tröppur. Um mánuði seinni á heimili hennar sló hann henni utan í vegg, hrinti henni og misþyrmdi á annan hátt. Bandaríkin: Drap tvo lögreglumenn Lögregla drap karlmann á Manhattan í New York-borg á miðvikudagskvöld eftir að hann hafði skotið tvo óvopnaða og óeinkennisklædda lögreglumenn í sjálfboðavinnu og starfsmann pitsaveitingastaðar til bana. Michael Bloomberg, borgar- stjóri New York-borgar, segir að maðurinn hafi komið inn á veitingastaðinn í Greenwich Village, beðið um matmeðil og svo skotið starfsmann staðar- ins fimmtán sinnum í bakið. Keflavíkurflugvöllur: Alþjóðlegur háskóli „Við höfum unnið að þessu verk- efni í samstarfi við Reykjanesbæ síðan f desember og síðar með Háskóla íslands. Við ætlumst til þess að hefja starfsemi tiltölulega hratt og byggja upp alþjóðlegan háskóla á næstu þremur til fimm árum,“ segir Runólfur Ágústsson. Skrifað var undir viljayfir- lýsingu um stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflug- velli í gær og hefur Runólfur leitt þá þróunarvinnu. Hann segir að háskólinn hefji störf strax í haust með rekstri frumgreinadeildar. Markmið félagsins er að efla alþjóðlegt háskólanám hérlendis, byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli og laða þangað erlenda nemendur og kennara. Athugasemd Mynd af Leppin-drykkjum birtist við grein um of mikið magn koffíns í þremur teg- undum orkudrykkja í Blaðinu í gær. Leppin-drykkir eru hins vegar ekki f þeim hópi. Framkvæmdaleyfi í Heiðmörk: Tvær kærur lagðar fram Landvernd og Náttúruverndarsam- tök íslands hafa kært leyfisveitingu vegna framkvæmda Kópavogsbæjar í Heiðmörk og krefjast þess að fram- kvæmdir verði stöðvaðar þar til niðurstaða fæst. Hjalti Steinþórsson, formaður úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála, telur hugs- anlegt að kærum samtakanna verði vísað frá. Hann segir að kannað verði hvort samtökin eigi kærurétt þar sem samtökin eigi ekki lögvarinna hags- muna að gæta. Bergur Sigurðsson, formaður Land- verndar, segir það mikil vonbrigði ef kærunar verða ekki teknar til efnis- legrar meðferðar. „Það væri sorglegt ef svo færi. Það blasir við öllum sem málið skoða að framkvæmdin brýtur í bága við náttúruverndarlög, skóg- ræktarlög og skipulags- og bygginga- lög. Eigi samtök á borð við Landvernd ekki aðild að málum sem þessu þá þarf löggjafinn að bæta úr því,“ segir Bergur. „Sem betur fer virðast stjórn- völd vilja bæta stöðu félagasamtaka í þessum efnum ef marka má tillögur umhverfisráðherra um breytingar á lögum um náttúruvernd. Slíkt hið sama þyrfti að gera þegar kemur að skipulags- og byggingalögum til þess að taka af allan vafa.“ Kærum vísað frá? Nátt- úruverndarsamtök íslands og Landvernd hafa kært framkvæmdaleyfin sem veitt voru vegna framkvæmda í Heiðmörk. FINAL2007 taktu Notaðu MasterCard® kortið þitt og þú gætir verið á leið á úrslitaleik UEFA Champions League í Aþenu 23. maí! Skráðu þig í Fótboltaklúbb MasterCard og notaðu MasterCard kortið þitt frá 15. mars - 30. apríl og þú gætir unnið það sem alla fótboltaáhugamenn dreymir um: Ferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League í Aþenu 23. maí 2007. í hvert skipti sem félagi í Fótboltaklúbbi MasterCard notar MasterCard kortið sitt á tímabilinu fer nafn hans í pottinn sem vinningarnir verða dregnir út. Því oftar sem þú notar MasterCard kortið þitt, því meiri líkur á að þú farir á úrslitaleikinn! Meira á www.kreditkort.is. Master* CH AMPIONS LLAGUt Official Card Ferð, gistirtt) óg miðar í boðt MástefCard.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.