blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Árogdagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Siglt eftir olíu
Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa undanfarin ár siglt til Færeyja og
keypt þar olíu á skipin. Það merkilega við þetta er að með þessu er Land-
helgisgæslan að spara fjármuni að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar. Sparnaðurinn nemur um 20 milljónum króna á
ári. Árið 2004 námu heildareldsneytiskaup Landhelgisgæslunnar um 100
milljónum króna. Þó sú tala hafi líklega hækkað eitthvað síðan þá er 20
milljóna króna sparnaður hlutfallslega mikill sparnaður.
Á meðan varðskipin eru á siglingu til Færeyja eftir olíu eru þau aug-
ljóslega ekki til taks innan íslensku lögsögunnar. Varðskipin sinna mik-
ilvægu öryggishlutverki á hafinu. Þau sinna löggæslu, fiskveiðieftirliti,
sem og leitar- og björgunarhlutverki. Þegar samgöngur á landi bregðast
vegna náttúruhamfara, líkt og í Vestmannaeyjagosinu 1973 og þegar snjó-
flóðið féll á Súðavík 1995, skiptir gríðarlega miklu máli að varðskipin séu
til taks.
Það er óskiljanlegt að yfirvöld hafi ekki brugðist við þessu með ein-
hverjum hætti. Sérstaklega þegar litið er til þess að grunnverð hjá íslensku
olíufyrirtækjunum er í sumum tilfellum lægra en verðið sem Landhelgis-
gæslan borgar í Færeyjum. Sparnaðurinn skýrist af því að stofnunin þarf
að greiða opinber gjöld af olíu sem hún kaupir hér en ekki af olíu sem
keypt er í Færeyjum. Þar sem þessi viðskipti flokkast undir útflutnings-
viðskipti hefur sem sagt skapast sú hefð að erlendar útgerðir borga ekki
opinber gjöld þegar þau kaupa olíu. Þetta á líka við um erlendar útgerðir
sem kaupa olíu hérlendis.
Þar sem Landhelgisgæslan er opinber stofnun og þar með rekin með op-
inberu fé þá virðist sáraeinfalt að bregðast við þessu og tryggja þar með að
varðskipin sinni lögbundnu hlutverki sínu enn betur en þau gera miðað
við núverandi aðstæður. Það kom líka berlega í ljós í viðtali við Baldur
Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í Blaðinu í gær að
hægt er að leysa þennan vanda. Baldur lýsti því yfir að ef það ætti að und-
anþiggja Landhelgisgæsluna því að greiða skatt þá væri rökrétt að lækka
fjárveitingar til stofnunarinnar sem því næmi. Viðbrögð forstjóra Land-
helgisgæslunnar voru eftirfarandi: „Það væri þó skömminni skárra að
draga af fjárveitingum til okkar, við værum þá meira til taks hér við land
og ekki bundin með skip fyrir utan lögsöguna marga daga á ári.”
Eftir þetta hlýtur að vakna spurningin: „Eftir hverju eru menn að
bíða?”
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vrv.96620140-3737
Innimálning
KÓPAL Glitra irmi:
4 Itr, gljástig 10.
14 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaöi6
t>i£ OAMí-í Si&QÆvisSBGGUfi.
PAP ER KoSAi-f> M> OtC«UR AÐ
NolíkCl/K
0%
i H) skALT EKKi
A-PRA m EN MlGr
.2. bí/ SKAJLT EKKÍ SlÁ
PlA ö.SKIM
vY r/VfS' ' .
'■rf//s/' • 1'
r/
’/r'
sSsr
J
:<*% % ,
’
W
'//'
Un U'
C*mS\) I / y
.. .
\/)J ( / U/tll
f >ú PtyLT EKKi SÍRIV/íST
Hátt hlutfall lagareglna
á uppruna í Brussel
Ný skýrsla Evrópunefndar for-
sætisráðherra er um margt áhuga-
vert rit. 1 raun er hún afbragðs
samantekt á evrópsku samstarfi
og aðkomu íslands að Evrópusam-
runanum í gegnum EES-samning-
inn og Schengen-landamærasam-
starfið. Þótt skýrslan sé lögð fram
af fulltrúum stjórnmálaflokkanna í
nefndinni dylst fáum sem til þekkja
að meginefni hennar er höfundar-
verk Hreins Hrafnkelssonar, starfs-
manns nefndarinnar. Hreinn er
stórfróður um Evrópumál og vinna
hans gerir að verkum að skýrslan er
ekki aðeins ágætis innlegg inn i hið
pólitíska þras heldur einnig góður
grunnur fyrir fræðilega umræðu
um raunverulega stöðu íslands í
Evrópusamvinnunni.
Áhugaverðar sérlausnir
í skýrslunni er til að mynda að
finna geipilega áhugaverðar upp-
lýsingar um afmarkaðar sérlausnir
sem fjölmörg ríki hafa fengið utan
um sína meginhagsmuni í aðild-
arviðræðum við ESB. Einnig eru
dregin fram dæmi um afmarkaðar
sérlausnir sem ríki hafa fengið eftir
að þau voru komin inn í ESB. Að
því leytinu til er hér nánast kom-
inn fram leiðarvísir um mögulega
sérlausn fyrir íslenskan sjávarútveg
í hugsanlegum aðildarviðræðum
við ESB. Þannig að yfirráðin yfir
auðlindinni yrðu eftir sem áður
í höndum íslenskra stjórnvalda.
Dæmi frá Möltu, Finnlandi, Sví-
þjóð, Danmörku og fleiri ríkjum
sýna að vel gerlegt er að finna ásætt-
anlega lausn fyrir íslenskan sjávar-
útveg. Einnig má rökstyðja slíka
lausn með vísan í sérákvæði um
fjarlægar eyjar og héruð sem finna
má í sáttmálum Evrópusambands-
ins og greint er frá í skýrslunni.
Hlutfall Evópulaga
Fleira áhugavert er að finna í
skýrslunni. Lengi hefur verið rifist
um hve stóran hluta af reglugerða-
verki ESB ísland þarf nú þegar að
innleiða. Ljóst er að meginhluti
lagabálka ESB er áframsendur til
íslands í gegnum EES og Schengen.
Menn hafa stundum velt fyrir sér
hve mikinn hluta af íslenskum
lögum megi rekja til ákvarðana
Evrópusambandsins. í skýrslunni
er í fyrsta sinn varpað Ijósi á þá
spurningu. Fram kemur að um það
bil fimmtungur af öllum lögum og
reglum sem sett eru á íslandi á upp-
runa 1 Brussel. Þetta eru stórmerki-
legar upplýsingar því rannsóknir í
einstaka ríkjum Evrópusambands-
ins hafa sýnt að í flestum þeirra er
hlutfall Evrópulaga lægra heldur
en hér á landi.
{ útreikningum sænska prófess-
orsins Fredrik Sterzel frá árinu
2001 kom fram að einungis 8 pró-
sent af sænskum lögum og reglu-
gerðum megi rekja til ákvarðana í
Brussel. (Sterzel: 2001, bls. 13). Hlut-
fallið er nokkuð misjafnt milli að-
ildarríkjanna enda misjafnt hvað
ríki eru dugleg við að framleiða
lög og reglur. Til að mynda kom-
ust hollensku fræðimennirnir Ed-
win de Jong og Michiel Herweijer
að þeirri niðurstöðu að í Hollandi
megi rekja á milli 6 til 16 prósent
af hollenskum lagareglum til Evr-
ópulöggjafarinnar, allt eftir því
hvernig það er reiknað (Jong og
Herweijer: 2005). í skýrslu Evrópu-
nefndar forsætisráðherra kemur
fram að á Islandi megi rekja á milli
17,2 prósent til 21,6 af íslenskri laga-
setningu til löggjafarstarfsins í
Brussel. Skýringin gæti verið sú að
íslendingar setja sjálfum sér færri
lög en aðrar Evrópuþjóðir. Eigi að
síður má samkvæmt þessum tölum
rekja hlutfallslega fleiri lagareglur
á Islandi til lagasetningarstarfs Evr-
ópusambandsins í Brussel heldur
en að jafnaði tíðkast í ríkjum ESB.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
Klippt & skorið
Fyrirtækið Camp North hefur fest kaup
á 40 lóðum undir sumarhús í Húsafelli
sem og einni lóð undir veitingastað og
þjónustumiðstöð, segir í frétt í Skessuhorni.
„Ingólfur Þór Tómasson, stjórnarformaður
fyrirtækisins, segir að reist
verði lúxushús á lóðunum,
hvert hús verði um 170
fermetrar að stærð með
tveimur til fjórum svefn-
herbergjum. Fyrirtækið er
í eigu eignarhaldsfélagsins
Inside Holding Group ehf. sem er að mestu í eigu
Norðmanna, en Ingólfur er stærsti íslenski hlut-
hafinn. Reiknað er með framkvæmdum upp á
tvo og hálfan til þrjá milljarða króna á svæðinu
þegar allt er til talið." hað má með sanni segja
að framsæknir menn finnist víða og gaman
verður að fylgjast með þessu verkefni þróast.
Samkvæmt greiningardeild Lands-
bankans eru landsmenn farnir að
hægja á neyslufylliríinu en á vef
bankans segir: „Nokkur samdráttur var í
greiðslukortaveltu milli mánaða og munar
þar mestu um kreditkortaveltu. Kreditkorta-
velta dróst saman um tæp 11% milli mánaða
og fór úr tæpum 25 mö.kr
í 22 ma.kr. Þrátt fyrir mik-
innsamdrátterveltanum
15% yfir meðalveltu síð-
ustu 12 mánuði. Á sama
tímabili í fyrra var veltan
um 19 ma.kr. Heildarvelta
debetkorta breytist lítið milli mánaða og
nam 31,5 mö.kr." Landsbankinn segir að
þetta sé skýr vísbending um samdrátt einka-
neyslunnar. Loksins, loksins, segja væntan-
lega einhverjir.
Flestir landsmenn vita nú að allmargir veit-
ingamenn hafa tekið lækkun á virðisauka-
skatti matvæla í sinn eigin vasa nú um
mánaðamótin. Neytenda-
samtökin bregðast hart við
þessu og segja á heimasíðu
sinni: „Veitingahúsamenn
hafa oft kvartað yfir háu
matvælaverði, meðal ann-
ars vegna virðisaukaskatts.
Nú bregður hins vegar svo við, þegar lækkaður
er virðisaukaskattur hjá veitingahúsum, að allt
of mörg þeirra taka þessa lækkun til sín en skila
henni ekki til neytenda eins og þeim ber." Er ekki
rétt að landsmenn neiti sér um að fara út að borða
um helgina til að mótmæla þessu svindli veitinga-
manna og eldi flottan mat heima í staðinn?
elin@bladid.net