blaðið - 16.03.2007, Page 20

blaðið - 16.03.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 laftið Listaskáldið góða Hamrahlíðarkórinn syngur lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar í Listasafni Islands á sunnudag. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar og Páll Valsson rithöfundur kynnir Ijóðin og spjallar um Jónas á milli laga. Tónleikarnir tíefjast klukkan 20. Þeldökk Disney-prinsessa Sjötíu árum eftir að Walt Disney kom hinni hugljúfu Mjallhvíti fram á sjónarsviðið hefur fyrirtækið í fyrsta sinn hafið framleiðslu á teiknimynd þar sem þeldökk prinsessa er í aðalhlutverki. Teiknimyndin mun bera titilinn Froskaprinsessan og kemur í kvikmyndahús árið 2009. Að sögn framleiðanda er þetta bandarískt ævintýri af bestu gerð. Söguhetjan heitir Maddý og er búsett í New Orleans. í anda borgarinnar mun Ijúfsár djasstónlist verða í aðalhlutverki en forráðamenn Disney liggja á sjálfum söguþræðinum líkt og ormur á gulli. Þó hefur verið gert kunnugt að ætlunin sé að færa sig nær upphafinu og verða nútímatölvuteikningar ekki í eins miklu aðalhlutverki og í síðustu teiknimyndum. Maddý er þó ekki fyrsta Disney-stúlkan sem ekki er af vestrænu bergi brotin. Jasmin, sem kom fram í Aladdin, var frá Mið-Austurlöndum, ind- íánastúlkan Pocahontas fylgdi svo í kjölfarið og kínverska prinsessan Mulan kom alla leið frá Kína. Sporlaust í Þjóð- minjasafninu Sýningín Sporlaust verður opnuð f Þjóðminjasafni íslands á morgun. Þar sýnir Katrín El- varsdóttir Ijósmyndir sínar en í myndunum setur hún á svið litla sögu þar sem við fylgjumst með nokkrum börnum sem virðast vera ein á ferð úti í skógi. Katrín er ekki að mynda raunveruleikann í þeirri merkingu að hún sé að taka myndir af einhverju ákveðnu fyrirbæri. Hún er ekki að taka myndir af börnum úti í skógi, jafn- vel þótt börnin séu vissulega af holdi og blóði og sagan sviðsett úti í náttúrunni innan um raunveru- leg tré og skógarstíga. Hún er heldur ekki að myndskreyta sögu eða setja á svið „lifandi myndir" heldur er hún að setja sig á skjön við raunveruleikann og býr til einkaheim eða handanveröld, fremur eins og kvikmyndaleik- stjóri en Ijósmyndari. Katrín lærði Ijósmyndun í Boston í Bandaríkj- unum og hefur sýnt verk sín bæði austanhafs og vestan. Myndirnar á sýningunni eru teknar sumarið 2006 általíu á frumstæða Holgu- plastmyndavél og prentaðar með Giclee-tækni. Sýningin verður opnuð klukkan 13. Undurfagurt að verður mikið um dýrðir í Salnum 1 Kópa- vogi á morgun en þá frumsýnir söngdeild Tónlistarskóla Kópa- vogs óperuna Asis og Galatea eftir Georg Friedrich Hándel. Þar stíga á stokk ungir og efnilegir söngvarar og flytja þessa fallegu óperu sem Hándel samdi árið 1718 stuttu eftir að hann fluttist búferlum til Eng- lands. Efniviðinn í óperuna sótti Hándel í goðsöguna Metamorphos- is eftir rómverska skáldið Óvíð en þar segir frá ástum og örlögum hjarðsveinsins Asis og sjávardís- innar Galateu. Þar koma einnig við sögu þríeygði risinn Pólýfemus, hinn jarðbundni Damón auk fleiri furðuskepna. Anna Júlíana Sveinsdóttir sér um leikstjórn og segir hún óperuna hafa orðið fyrir valinu fyrst og fremst vegna þess hversu falleg tónlistin sé. „Þetta er alveg yndisleg tónlist og verkið hefur líka töluverða þýð- ingu í tónlistarsögulegu samhengi. Þetta er eina óperan sem Hándel samdi fyrir enska tungu og frægt tónskáld að nafni Tómas Arne, sem var eitt aðaltónskáld Englendinga á 18. öld, söng ásamt systur sinni í þessari óperu þegar hún var fyrst sett upp á Englandi." (höll hertoga Hándel samdi óperuna um Asis og Galateu meðan hann dvaldist í höll hertogans af Carnarvon í Edg- ware skammt frá Lundúnum. Höf- undar textans eru taldir vera þrjú skáld sem öll voru vinir Hándels og Burlingtons lávarðar sem var ötull verndari lista og menningar þess tíma. „Óperan var rétt að ná fótfestu á Englandi þegar Hándel flutti þangað. Það má segja að hann hafi slegið i gegn þar árið 1711 með óperunni Rinaldo en með henni hóf hin ítalska opera seria innreið sína í landið,“ segir Anna Júlíana og bætir við að þar sé um að ræða hálfgerða hirðóperu sem byggist á mjög löngum aríum. Hún segir að verkið hafi reynst mun erfiðara í uppfærslu en hún hafi gert ráð fyr- barokk ir í fyrstu. „Á tímabili óx mér þetta töluvert í augum en okkur tókst að yfirstíga alla erfiðleika og útkoman er ákaflega falleg. Tónlistin er mjög danskennd og ég er svo lánsöm að meðal nemendanna eru tveir dans- arar, þau Elín Arna Asperlund sem fer með hlutverk Damóns og Bjart- mar Þórðarson sem túlkar Pólýfem- us. Þau setja mjög skemmtilegan svip á sýninguna.“ Ellefu ára söngvarar Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma en um leið og skólinn byrjaði í haust hófst undibúningur af krafti. „Mér finnst mik- ilvægt að hafa nægan tíma svo krakkarnir geti móttekið hlut- verkin og látið þau vaxa með rödd- inni. Þetta er mjög mikilvægt tækifæri fyrir nemendurna til að æfa sig í leik- rænni tjáningu. Það er dýrmætt veganesti þegar haldið er utan til framhaldsnáms.“ Aðalsöngvararnir í sýningunni eru flestir ríflega tvítugir en þeir yngstu aðeins ellefu ára gamlir. „Fýrir tveimur árum settum við upp Töfraflautuna. Sýningin naut mik- illa vinsælda og við þurfum að hafa nokkrar aukasýningar. Það voru meðal annarra nokkur börn sem mættu á hverja einustu sýningu, settust andaktug á fremsta bekk og hlýddu á. Tvö þessara barna, tvær ellefu ára gaml- ar stúlkur, eru nú komin til okkar í söngnám og standa þær sig með mikilli prýði.“ Aðeins verða tvær sýning- ar á Asis og Galateu, á morgun klukkan 20 og á sunnudag klukkan 16. Georg Friedrich Hándel Samdi Asis og Galateu árið 1718 Listrænt Miðbærinn bætir blómi í barm sinn á morgun en þá verður START- ART, nýr og glæsilegur listasalur og verslun, opnaður að Laugavegi X2b. STARTART er í eigu sjö starfandi listamanna sem vinna verk sín í mis- munandi efni og miðla en þeir eru Anna Eyjólfsdóttir, Ása Ólafsdóttir, GaGa Skorrdal, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefáns- dóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Undan- farnar vikur hefur hópurinn lagt nótt við dag að gera upp húsnæðið á Laugaveginum og nú er komið að því að svipta hulunni af herlegheit- unum. „Hugmyndin kviknaði hjá þeim systrum Önnu og Gerði, en Gerður hafði verið í öðru þessara rýma með verslun. Rýmið við hlið- ina losnaði svo og í kjölfarið hafði Anna samband við okkur og bar undir okkur þessa hugmynd. I kjöl- frelsi í miðborginni farið brettum við upp ermar og hóf- umst handa. I upphafi var nú bara ætlunin að brjóta niður einn vegg og mála allt hvítt en þetta hefur ver- ið nokkurra vikna puð og við fyllt- um 12 feta gám af innvolsi úr rým- inu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir. Nafnið á salnum og starfseminni, STARTART, taldi hópurinn lýsandi fyrir þær hugmyndir sem leiddu til samstarfsins og það listræna frelsi sem er svo mikilvægt. „Um ieið og kominn er milliliður sem þarf bæði að sinna óskum viðskiptavinanna og listamannsins flækjast málin. Stund- um samræmist þetta tvennt alls ekki. Við teljum svo mikilvægt fyrir okkur að halda í þetta listræna frelsi okkar oghöfum allar starfað á þeim nótum. Við erum trúar okkur sjálfum og því sem við erum að gera.“ Á morgun ætla listamennirnir að taka á móti gestum milli 13 og 16 “SS, I nógu að snúast Listamenn- h irnir unnu mikið starf við að S endurinnrétta húsnæðið og kynna verk sín á sameiginlegri sýningu. öll verkin eru til sölu. STARTART verður opið alla virka daga frá klukkan 11-18 og klukkan 13-17 um helgar. Nánari upplýsingar má finna á www.startart.is.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.