blaðið - 16.03.2007, Page 23

blaðið - 16.03.2007, Page 23
blaðið FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 23 - Ragnar Ómarsson tekur þátt í matreiðslukeppni í Suður-Afríku ekki til á íslandi Hráefnið Ragnar Ómarsson kokkur er á leið í matreiðslukeppni í Suður-Afríku og Blaðið náði tali af honum þegar hann var í óðaönn að undirbúa ferðina. „Matreiðslukeppnin heitir World One og er samstarfsverkefni Alheimssam- takanna. Island hélt keppnina í fyrra en það var í fyrsta sinn sem hún var haldin og núna er hún haldin í Suður- Afríku. Það eru sjö keppendur í keppn- inni þvi það er bara einn keppandi frá hverri heimsálfu. Reyndar erum við tveir sem komum frá Evrópu því Evrópu er skipt í tvennt,“ segir Ragn- ar sem hefur náð að æfa sig aðeins. „Ég þarf að elda þriggja rétta máltíð fyrir sex manns og það er skylda að nota hráefni frá því landi sem keppn- in er í. I forrétt á að vera pepperdew sem er eins og marinerað chili og mjög sérstakt hráefni. Eina skilyrðið er að pepperdew sé 40 prósent af rétt- inum sem er frekar flókið að gera án þess að það verði of sterkt. Ég held ég hafi fundið lausnina en ég verð með risahörpuskel með pepperdew- og tómatsalsa og með þessu verð ég með pepperdew-skelfiskfroðu." Strútur í aðalrétt „1 aðalrétt er strútur sem er voða- lega svipaður nautakjöti. Þar nota ég einföldustu lausnina og nota það sem ég kann. Ég verð með strút vafð- an inn í parmaskinku með kremuð- um villisveppum, kartöflumauki og sósu,“ segir Ragnar og bætir við að þetta hafi virkað vel á æfingum. .Eftirrétturinn er líka sérstakur en í honum þarf að nota kökukrem sem er ekki til á íslandi. Ég veit ekkert hvernig kremið er en hef heyrt að það sé með smá karamellubragði. Ég ætla að reyna að gera súkkulaðimús úr því, hafa botninn með sprengjuk- úlum ásamt blæjuberjum. Eg fæ von- andi að smakka þetta krem daginn fyrir keppnina.“ Bandarískur víniðnaður Vínþjónasamtökin standa fyrir amerískum degi í dag í tilefni þemadaga í Vínbúðunum í mars. Einblínt verður á bandarísk vín með sérstakri áherslu á vín frá Kali- forníu og viðskiptahlið vínbransans. Dagskráin hefst á Hótel Nordica klukkan 17.00 með fyrirlestri Nico- las Jones frá Gallo og mun hann fjalla um bandaríska víniðnaðinn og þróun hans, stöðu bandarískra vína í heiminum og uppbyggingu vörumerkja. Yfirvíngerðarmaður Gallo, Cal Dennison, mun síðan segja frá fyrirtækinu og helstu vínum þess auk þess sem nokkur vín verða smökkuð. Cal Dennison er einn þekktasti víngerðarmaður Bandaríkjanna en Gallo er stærsta léttvínsfyrirtæki heims. Sauða- og geita- brieostar Nýverið komu á markaðinn íslenskir sauða- og geitabrie- ostar sem eru svo sannarlega kærkomin viðbót við íslenskan markað. Framleiðslan á ostunum er afrakstur samstarfsverkefnis Búnaðarsamtaka Vesturlands, Bún- aðarsambands Eyjafjarðar, Mjólk- ursamlagsins í Búðardal, Landbún- aðarháskóla (slands og Matís sem staðið hefur síðan 2004. Nokkrir sauðfjárbændur og einn geitabóndi hafa tekið þátt í verkefninu og hefur mjólkurmagnið verið að aukast ár frá ári. Árið 2004 söfnuðust rúmir 100 lítrar af sauðamjólk og 75 lítrar af geitamjólk en árið 2006 söfnuð- ust 1127 lítrar af sauðamjólk og 1530 lítrar af geitamjólk. í ár verða framleiddir hreinir sauðaostar, blandaðir sauðaostar og hreinir geitaostar. Sauða- og geitamjólk er afurð sem hefur allt aðra efna- samsetningu en kúamjólk og er því í sumum tilfellum hentugri fyrir neytendur. Því getur þessi nýjung á markaði opnað nýja möguleika fyrir þá neytendur sem ekki þola af- urðir úr kúamjólk. Víða í Evrópu eru sauðaostar í ríkari mæli framleiddir sem gæðaframleiðsluvara. Þeir hafa verið framleiddir í nær öllum löndum Evrópu og fer framleiðslan vaxandi. Kaffið frá Te & Kaffi Te & Kaffi býður nú þrjár gæðablöndur í hagkvæmum 400 g umbúðum. Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. stundin - bragðið - steniningin

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.