blaðið - 16.03.2007, Page 28
28
FOSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaðið
iþróttir
Stelpurnar í íslenska landsliðinu í knattspyrnu stóðu sig vel á móti í Portúgal í vikunni
og enduðu í níunda sæti eftir merkilegan 4-1 sigur á Kínverjum. Merkilegan fyrir þær
sakir að fyrsta markið í leiknum kom þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.
Skeytir. ^nr
A!
l\ a
ð Olivier Sorl-
in hafi leyft sér
i.að bregða sér frá
í miðjum knattspyrnu-
leik vegna niðurgangs
segir meira en mörg orð
um gengi Rennes í Frakklandi. Lið-
ið er slefandi um miðja töflu þvert
á spár fyrir leiktíðina um að það
yrði enn á ný meðal þeirra stóru í
landinu en Rennes hefur á tiltölu-
lega stuttum tíma skapað sér sess
sem stórlið á franskan mælikvarða.
En fallvalt er gengið og á ekki
eingöngu við um íslensku krónuna.
Brasilískar stórstjörnur glíma
við það atvinnuvandamál að
fjölskyldumeðlimir hverfa
æ* með reglulegu milhbili.
Nú varpar Ricardo
iMNyWpks. Oliveira hjá
WSfaT ACMilan
öndinni léttar
eftir að mannræningjar
létu systur hans lausa eftir fimm
mánaða þolraun. Lofaði hann að
endurgjalda Milan stuðninginn
og spila extra vel í framtíðinni.
Sú ákvörðun Arsene Wenger
að sprauta Ihierry Henry nið-
ur og nota þrátt fyrir meiðsl í
Meistaradeildinni gegn PSV er ekki
ástæða þess að Henry spilar ekki
meira þessa leiktíðina. Alls ekki
að mati Wenger sjálfs. Ástæðan er
Raymond Domenech,
þjálfari Frakklands, sem
kannekki
aðfara
með þá
leikmenn
sem fyrir
hann spila. £
Beinar útsendingar
18.25 Sýn
Handbolti
Gummersbacti - Kiel I
02.50 RÚV
Kappakstur
Keppni hefst í nótt aö nýju í Formúlu 1 kappakstrinum:
Vonir bundnar
við Alonso
Michael Schumacher horfinn Gorgeir í Alonso Heitt í Ástralíu.
* 1 -/ NordicPhotos/Cetty
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Formúlu 1 tímabilið hefst á ný í
nótt þegar tímatökur hefjast í Al-
bert Park í Melbourne í Ástralíu en
sjálf keppnin fer svo fram aðfara-
nótt sunnudags en sýnt er beint frá
keppninni í Ríkissjónvarpinu.
Spekingar flestir eru á því að
keppni ársins geti orðið ein sú
merkilegasta um langa hríð. Kemur
þrennt til. Brotthvarf margfalds
heimsmeistara Michael Schumac-
her, sami dekkjaframleiðandi fyrir
öll liðin og reglur sem gera það að
verkum að liðin þurfa að langmestu
leyti að notast við sömu vélar og
notaðar voru í síðustu tveimur
keppnum ársins 2006.
Heimsmeistarinn, Fernando Al-
onso frá Spáni, verður eðlilega í
sviðsljósinu enda kappinn hjá nýju
liði og margir sem bíða spenntir
eftir hvort honum tekst að endur-
heimta titilinn. Blikur eru þegar á
lofti hvað það varðar. Bíll McLaren
þykir ekki standa bíl Ferrari á
sporði en litlu skiptir hversu góður
ökumaður er undir stýri sé bíllinn
ekki fyrsta flokks. Það hefur þó
ekki haft áhrif á Alonso sjálfan
sem telur sig eiga fína möguleika
og hefur aðeins það markmið að
vinna sinn þriðja titil.
Fyrirfram er búist við að McLaren
og Ferrari berjist um toppsætin eins
og undanfarin ár en bíll McLaren
var óáreiðanlegur í fyrra og fyrir
það þarf að komast áður en þeir gera
alvarlega atlögu að Ferrari. Þar á bæ
eru nýliðar undir stýri. Þeir Kimi
Raikkonen, sem er að fylla skarð Mi-
chael Schumacher, og Felipe Massa,
sem hefur aðeins eins árs reynslu
undir stýri á Ferrari-bíl.
Ekki er heldur hægt að útiloka
Renault og þá Fisichella og Kovala-
inen þar á bæ. Fernando Alonso
varð tvisvar í röð heimsmeistari
með Renault og bílaframleiðand-
inn ætlar sér stóra hluti nú einnig.
Bíll þeirra er lítið endurbættur
frá fyrra ári og því veltur áfram-
haldandi gott gengi að öllu leyti á
ökumönnunum.
Á góðum degi geta aðrir bílafram-
leiðendur og ökumenn breytt gangi
mála en tímatökur á æfingum fram
að þessari keppni gefa fáar vísbend-
ingar um óvænta hluti. Einna helst
hafa þeir Heidfeld og Kubicka sýnt
góða spretti á BMW-bílum sínum
en liðið hefur áður sýnt slíkt á æf-
ingum en lítið orðið úr þegar í alvör-
una er komið.
Ríkisútvarpið sýnir beint frá
tímatökum og keppninni sjálfri en
hafa ber í huga að þær fara fram um
miðja nótt. Útsending frá tímatök-
unum hefst klukkan hálfþrjú eftir
miðnætti í nótt.
Fjöldi heimsmeistartitla
KEPPNISLIÐIN I VETUR
Super Aguri
Sato
Davidson
Toyota
Schumacher
Trulli
F0RLEIK?
Renault
Fisichella
Kovalainen
EKTA BBAGÐ
OsEMSINNSYKUR
v
Unnrlo T3
nuiiud Button Barrichello