blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR31. MARS2007 blaðið UTAN UR HEIMI Stúdenta mótmæla Lögregla í Chile handtók 800 ungmenni í kjölfar óeirða á götum Santiago í fyrrakvöld. Óeirðirnar brutust út í árlegum mótmælum þar sem minnst er morða lögreglu á tveimur ungmennum í mótmælagöngu árið 1985. m m Deilur vegna súkkulaðlkrists Kaþólskir trúarhópar í New York-borg í Bandaríkjunum hafa lýst yfir óánægju með þá ákvörðun stjórnenda listagallerís í borginni að vera með styttu af nöktum Jesú Kristi úr mjólkursúkkulaði til sýnis. Verkið er 1,80 metra hátt og gengur undir nafninu „My Sweet Lord“. Leiðtogar standa með Mugabe Leiðtogar Afríkuríkja álfunni lýstu yfir stuðningi Mugabe, for- seta Simbabve, á fundi í Tansaníu í gær. Skelfilegt efnahags- ástand og árásir lögreglu á stjórnarandstöðuna voru til umræðu. Hvöttu leiðtogarnir vestræn ríki til að láta af refsiaðgerðum og að bresk stjórnvöld greiði fyrir uppskiptingu landareigna. Hæstiréttur: Mátti hafna reynslulausn Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af skaðabótakröfu Péturs Þórs Gunnarssonar sem hélt því fram að honum hefði verið synjað um reynslulausn á ólögmætum grundvelli. Staðfestir Hæstiréttur því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá júní síðastliðnum. Pétur Þór var í nóvember árið 1999 dæmdur í sex mánaða óskil- orðsbundið fangelsi og hóf af- plánun í apríl 2000. Hann sótti um reynslulausntilFangelsismálastofn- unar frá og með júlí 2000 er hann hafði afplánað helming refsingar- innar. Beiðninni var synjað á þeim forsendum að hann ætti ólokið málum í refsivörslukerfinu, en á þessum tíma stóð yfir rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum föls unum Péturs á málverkum. Héraðsdómur féllst ekki á að ákvæðið sjálft eða beiting þess við afgreiðslu á umsókn Péturs byggð ist á ólögmætum sjónarmiðum og að jafnræðis hafi ekki verið gætt við afgreiðsl- una. Tók Hæstiréttur undir þá afstöðu Héraðsdóms. Sýknudómur staðfestur Islenska ríkið var sýknað af kröfum Péturs Þórs Tæmið póstkassa reglulega Við hjá Póstinum biðjum landsmenn um að tæma póstkassa sína reglulega. Bréfberar eiga stundum í vandræðum með að setja póst í yfirfulla póstkassa og þá verða þeir að endursenda póstinn, sendanda og viðtakanda til verutegra óþæginda. Aðstoðykkar og tiUitssemi auðvelda okkur að koma póstinum tit skita, hratt og örugglega. ,Þjónustuver| sími 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is Tony Blair um sjóliðamálið í íran:: Andúð gegn íran eykst ■ Öryggisráðið og ESB krefjast lausnar sjóliðanna ■ Fórnað fyrir stefnu Breta og Bandaríkjanna Eftir Atla (sleifsson atlli@bladid.net Myndband af öðrum breskum sjó- liða birtist í írönsku sjónvarpi í gær, þar sem hann biðst afsökunar á að þeir hafi siglt inn á íranskt hafsvæði á föstudaginn fyrir rúmri viku. Sjóliðinn kynnir sig sem Nathan Thomas Summers, en við hlið hans sjást tveir félagar hans, þar á meðal Faye Turney, sem baðst afsökunar á framferði sjóliðanna á myndbands- upptöku fyrr í vikunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að með því að flagga sjóliðunum í sjónvarpinu með þessum hætti séu íranar einungis að auka andstyggð fólks í garð íranskra yfirvalda. Þriðjabréfið fráTurney tilbreskra yfirvalda birtist í gær. f bréfinu segir Turney að henni hafi verið fórnað af stefnubreskra ogbandarískra stjórn- valda. Þar kemur einnig fram að hún fari jafnframt fram á að kúgun- arstefnu Breta og Bandaríkjamanna í garð annars fólks, þar á meðal fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í frak, verði hætt. íranar tóku bresku sjófiðana höndum þann 23. mars síðastliðinn, eftir að hafa sakað þá um að sigla inn á íranskt hafsvæði í Persaflóa. Bresk stjórnvöld segjast hins vegar hafa sönnur fyrir því að sjóliðarnir hafi í raun verið að sigla á írösku hafsvæði. Blair sagði einu mögufegu lausn deilunnar vera þá að sjóiiðunum fimmtán verði sleppt. Þá sagði hann að bresk stjórnvöld hafi tekist á við vandamálið með ákveðni og festu, en jafnframt þolinmæði. „fr- anar eru ekki að blekkja neinn. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef þeir halda áfram á þessari braut sjá þeir fram á enn frekari einangrun.“ Mahmoud Ahmadinejad fransfor- Sjóliðarnir teknir höndum Mynd sem birtist í irönsku sjónvarpi í gær var tekin skömmu eftir handtöku bresku sjóiiðanna. seti á hins vegar að hafa sagt við Recep Tayyip Erdogan, forsætisráð- herra Tyrklands, að Bretar hafi ít- rekað brotið alþjóðalög með því að sigla óiöglega inn á íranskt hafsvæði og að bresk stjórnvöld verði að biðj- ast afsökunar til að hægt verði að finna lausn á deilunni. í myndbandinu sem birtist í gær segir Summers að alit frá handtöku hafi íranar farið vel með sjóliðana og verið vingjarnlegir. „Maturinn sem þeir bjóða okkur upp á er mjög góður og ég er mjög þakklátur að ekkert hafi komið fyrir okkur. Ég vil biðjast afsökurnar á að hafa farið inn á hafsvæðið án leyfis. Það gerð- ist líka árið 2004 og stjórnvöld lof- uðu að það myndi ekki endurtaka sig“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu sjóliðanna á fimmtudagskvöld og hvatti írana til að sieppa sjóiiðunum úr haldi. Margaret Beckett, utanrík- isráðherra Bretlands, fékk bréf frá írönum í gær vegna málsins og sagð- ist ekki finna fyrir neinum sátta- vilja. Þá hittust utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins í Bremen í Þýskalandi í gær og ræddu málið og sögðust fara fram á tafar- lausa lausn sjóliðanna. I (■■ I 4015-SE UEB FULLKOMNA FORYSTU PtONEER DCS-353 5.1 RÁSA HElMASfÓKERFI KraftmikiK 360W RMS magnari ■ HOMí útgangur stófar atafrætmi myntí og hljóði affafetð-Uí® trmoangur tíi að sptía tónlist og sýna ffósmyndtr bemt af mmmstcuObum og MP3 íptiurum Spilar ðð DVD MP3, JPEG og DívX Kr. 49.900 ajaáfaábyrgof Kr. 89.900 ■ 15” XGA skjár • Intet Penfium M7501.86GHZ örgjórví • 512MB DDR2 fiáhraða vtnnslwnínnl • 80GB fiatður diskur • kwbyggður ÐVD/C0 skrífarí, þráðlaust netkort, modem. (tortaíesari o.tt. •4*US82.0tengiog1i • ABt að 5 klst. rafhlaöðuerKfirtg Wii LEIKJATÖLVA CNinfendcQ NY UPPLIFUN! Nær 6 miiljón Nintendo Wíi leikjatöfvur sddar á 4 mánuðum um ailan heím. Kr. 39.900 Fermingargjöf frá Ormsson I 43«-» hljómar v«l. Iw**1 ORMSSON ELLEFU VERSLANIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.