blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaöiö menning@bladid.net Gleymd framtíð Sýning á vatnslitamyndum eftir Erró hefst í Listasafni Reykjavíkur mánu- daginn 2. apríl og stendur til 15. apríl. Sýningin nefnist Gleymd framtíð og uppistaða hennar kemur frá sýningu í Galerie Lous Carré & Pie í París sem opnuð var í mars undir yfirskriftinni The Forgotten Future. Bókmenntir i Wales Bókmenntahátíðin Hay Festival, sem er styrkt af dablaðinu Guardian, verður haldin í tuttugasta sinn í bænum Hay-on-Wye í Wales dagana 24. maí til 3. júní í ár en þar er rík bókmenntahefð. Borghildur Óskarsdóttir opnar sýnfngu í dag: Ættar- og usaga Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Borghildur Óskarsdóttir opnar í dag klukkan 14:00 sýningu í Lista- safni ASl. Sýningin ber heitið ,Opnur“ og uppistaðan í henni er ættar- og fjölskyldusaga sem teng- ist hinum ýmsu stöðum á sunnan- verðu landinu, náttúrunni þar og húsunum. „Þessi sýning tengist sögu og ættfræði föðurfjölskyldu minnar frá Árnes- og Rangárvallasýslu og víðar. Faðir minn var áhugamað- ur um ættfræði og rannsakaði sínar ættir langt aftur í aldir og að hluta til byggir sýningin á hans vinnu, en hún tengist líka sögum af barnæsku hans og systkina hans frá byrjun 20. aldar," segir Borghildur. „Ég tók ljósmyndir af stöðunum sem tengjast þessu fólki eins og þeir eru í dag. f sumum til- fellum eru húsin horfin og ný kom- in í þeirra stað og í öðrum eru að- eins tóftir eftir á staðnum. En það eru engar myndir af fólki heldur bara náttúrunni og húsunum auk texta um söguna og fólkið.“ Borghildur segist lengi hafa gengið með þessa sýningu í koll- inum. „Sögu fátæks fólks og alþýð- unnar hefur ekki verið gerð eins mikil skil í sagnfræðinni eins og sögu þeirra sem meira mega sín. Sumar af þessum myndum á sýningunni tók ég árið 2002 þegar ég var búin að ákveða að ég vildi mynda þessa staði þótt ég hefði ekki alveg verið búin að gera upp við mig hvað ég ætlaði nákvæmlega að gera við þær. Ég hafði áhuga á að fjalla um sögu þessa fólks en treysti mér ekki beint til þess að skrifa ættfræðirit. Þess í stað skoraði ég á sjálfa mig að vinna þetta sem myndlist og flétta þá inn í verkið öðrum þátt- um, eins og handunnum skálum og stjörnumerki. Sýningin stendur til 29. apríl. SKI'.VTI 5. Veisluborð 6. Sálmabækur PÓSTURINN allur pakkinn Sendu skeyti Skeytaþjónusta Póstsins er á www.postur.is eða (slma 1446 Skeyti standa alltaf fyrir sínu og bæði er Ijúft að senda þau og taka við þeim. Hvert sem tilefnið er: skírn, ferming, brúðkaup, útskrift, ástarjátning, frábær árangur, þakklæti eða jólakveðja. Samúðarskeyti sýna I verki hlýhug sem oft er erfitt að koma orðum að. Á www.postur.is velurðu hvaða mynd á að vera á skeytinu og skrifar textann. Þú getur pantað skeyti fram (tímann svo það gleymist ekki á stóra deginum! Pósturinn býður einnig upp á: • Hugskeyti • Almenn skeyti • Gjafaskeyti • Hraðskeyti 1. Blöðrur 3. Hjónasæng 4. Hringar 7. Skírnarkjóll Styttist í Aldrei fór ég suður Nú eru 37 atriði komin á „lista hinna staðföstu" eins og hann er kallaður, sem er listi yfir þá sem koma fram á Aldrei fór ég suður -Rokkhátíð alþýðunnar sem haldin verður á ísafirði næstkomandi páska. Á nýjum og uppfærðum lista yfir þá sem koma fram á hátíðinni kemur fram að rokksveitin I adapt hefur dottið út að þessu sinni, en í staðinn hafa bæst við franska hljómsveitin Nos- fell, Ólöf Arnalds og Dónadú- ettinn og heimaatriðin Hrólfur Vagnsson, Kristina Logos, Xenophobia og Lúðrasveit Tón- listarskólans á ísafirði. Hátíðin hefst þann 7. apríl. Leiðsögn Valgerðar Valgerður Bergsdóttir, myndlistar- maður og kennari, fjallar um verk Jó- hanns Briem á yfirlitssýningunni í Lista- safni fslands á morgun, sunnudaginn 1. apríl klukkan 14.00. Valgerður hyggst ganga með gestum um sýninguna og varpa Ijósi á verk listamannsins út frá persónulegri reynslu. Með þátttöku Val- gerðar í fræðsludagskrá safnsins gefst listunnendum tækifæri til að nálgast verk listamannsins í víðu samhengi. Sýning á verkum Jóhanns Briem og Jóns Engilberts stendur yfir í lista- safninu til 29. apríl og er boðið upp á leiðsögn hjá sérfræðingum alla þriðju- og föstudaga í hádeginu og á sunnu- dögum klukkan 14.00. 23. Liljur 24. Calla/Fenjadísir Pöntunarsíminn er 1446 eða á www.postur.is Lausir miðar Enn eru lausir miðar á fyrstu stórtónleika Bjarkar á íslandi í sex ár sem haldnir verða í Laugardagshöll þann 9. apríl. Þetta verða fyrstu tónleikarnír í heimstónleika- ferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskifu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Á tónleikunum hyggst Björk frum- flytja ný lög af plötunni ásarrit eldri lögum af fyrri plötum. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.