blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaöiö Ekkert öðruvísi en aðrir Ég myndi ekki segja að ég hafi fundið fyrir miklum hita í mönnum en líkt og aðrir hef ég auðvitað orðið var við smá öðruvísi en aðrir. Og ég óttast engin eftirmál af þessum kosningum, hvernig sem þær fara. Steinn Ármann Magnússon leikari Undanfarna daga og vikur hefur Hafttarfjörður verið tnikið í sviðs- Ijósinu vegna tbúakosninga um nýtt deiliskipulag sem fara fram í dag, 31. mars. Andstæðar fylk- ingar ltafa tekist hart á um hvort álver Alcan við Straumsvík eigi aðfá að stækka eður ei og stefnir í hnífjafnar og æsispennandi kosningar. En hverttig er stemn- ingin t bænum? Geta Hafnfirð- ingar orðið vinir aftur? Fer það ef til vill eftir útkomu kosningantta? Fimm valinkunnir Hafnfirðingar voru spurðir álits á þvt. Hver er ekki vinur Hafnarfjarðar? Það hefur verið mikill hiti og sviti í Hafnar- firðinum undanfarið, enda er fólkið sem býr í bænum afskaplega meðvitað og klárt. Eg hef nánast getað sleppt því að hita upp í þol- fimitímunum mínum undanfarið, bara sagt ,álver“ í byrjun tímanna og það nægir til að öllum hitni mjög í hamsi. Ef fólk kýs annars i íbúakosningunum í dag með hreina samvisku þá geta allir unað sáttir við sitt og hafa ekkert við aðra að sakast sama hvernig kosningarnar fara. Hafnarfjörður er alveg einstakur bær og býður upp á svo margt annað en álver. Sem dæmi má nefna leikhús, veitingastaði, kaffi- hús, listasöfn, heilsuræktarstaði, útivistar- svæði, sundlaugar og umfram allt frábæra íbúa. Við erum öll miklir vinir. Hver er ekki vinur Hafnarfjarðar? Sigurður Sigurjónsson, leikari Erum ein stór fjölskylda Umræðan um stækkun álversins og íbúa- kosningarnar hefur verið mjög heit hér í bæ og sitt sýnist hverjum, það fer auðvitað ekki á milli mála. Enþó svo að margir Hafnfirðingar hafi verið mjög eindregnir i afstöðu sinni með eða á móti hef ég líka orðið var við að menn hafa verið að sveiflast í skoðunum fram og til baka og ég met sem svo að þannig hafi það verið alveg fram á síðustu stundu. Það er svo sem ágætt fyrir okkur að takast á um þessi mál og ég held við höfum bara gott af því. Reyndar held ég að það styrki sambandið og böndin á milli okkar en eins og margoft hefur komið fram erum við Hafnfirðingar ein stór fjölskylda þannig að ég óttast ekki eftir- málin af þessu máli. Ég held að það sé líka alveg sama hvernig þessar kosningar fara, þar sem við getum vel aðskilið þær frá vináttu okkar. Það er ekki nokkur vafi á því að við eigum eftir að halda áfram að vera vinir, sama hvað þessum íbúa- kosningum líður. Kostir og gallar við íbúakosningar Það hefur verið talsverður hiti á milli stríð- andi fylkinga og hefur það komið berlega í ljós á þeim borgarafundum sem haldnir hafa verið að undanförnu í Hafnarfirði um málið. Umræðan hefur á tíðum orðið mjög tilfinn- ingaþrungin og að mörgu leyti ólík annarri þjóðfélagsumræðu. Ákveðnir hópar hafa verið mjög eindregnir í afstöðu sinni til fyrir- hugaðrar stækkunar en stór hópur bæjarbúa hefur kynnt sér málin síðustu daga og reynt að mynda sér skoðun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir um kosti og galla stækkunarinnar. Ég á nú ekki von á öðru en að bæjarbúar sætti sig við og virði niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar, annars væri til lítils að vera að fara út í íbúakosningu af þessu tagi. Reyndar hefur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðarboðað að atkvæðagreiðslur sem þessar verði tíðar á komandi árum. Þá verður kannski kosið um framtíð annarra fyrirtækja í bænum, deiliskipulag í miðbænum, stórar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins eða önnur „mikilvæg“ mál eins og það er kallað. Hvort Hafnfirðingar skiptast í fylkingar í hverju málinu á fætur öðru verður tíminn að leiða í ljós. En ljóst er að kostir og gallar íbúa- kosningar eins og hér um ræðir eiga án efa eftir að verða mikið ræddir í kjölfar þessarar kosningar um stækkun álversins og reynslan af henni metin. Margrét Gaua Magnúsdóttir bæjarfulltrúi Ástríðufullt fólk með eindæmum Við Hafnfirðingar höfum alltaf náð að sameinast eftir allar kosningar og eftir alla FH-Hauka-leiki. Við erum vissulega heitt og ástríðufullt fólk með eindæmum og skerum okkur að mörgu leyti úr á landsvísu. Það sést ekki síst á þeirri staðreynd að 8 af n bæjarfull- trúum hneigjast til vinstri. En þótt við eigum til að rífast hatrammlega elskumst við að sama skapi vel á eftir. Vissulega hafa menn deilt mikið og ég get ekki ímyndað mér annað en að fermingar- veislur i bænum hafi verið svakalegar þótt ég hafi reyndar ekki farið í neina sjálf. Það er mikill hiti í fólki og þetta er mikið tilfinninga- mál á báða bóga og það ber að virða það. Þarna er auðvitað bara tvennt í boði, já og nei. Ég held að það sé alveg sama hvernig kosn- ingarnar fara, fólk mun sættast eftir þær og verða vinir aftur. Það að ibúarnir fá að kjósa þýðir vonandi að það verður meiri sátt í sam- félaginu heldur en hefði verið ef ákvörðunin hefði verið tekin af n manns. Þá hefðu sárin verið lengur að gróa. Ég er mjög stolt af þessari kosningu í alla staði, enda erum við með henni að brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.