blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 59

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 59
blaðið Einu sinni Skati ávallt Skáti Hljómsveitin Skátar gefur nú út sína fyrstu breiðskífu í fullri lengd en það er útgáfufélagið Grandmothers Rec- ords sem gefur plötuna út. Skífan heitir Ghost ofthe Bollocks to Come og kemur út mánudaginn 2. apríl. „Þetta er fyrsta platan okkar í fullri lengd en við höfum áður gefið út svo- kallaða EP-plötu sem er svona mitt á milli breiðskífu og smáskífu," seg- ir Björn Kolbeinsson, Skáti. Aðspurður um nafnið á plötunni segir Björn það vísa á vissan hátt til þess sem hefur verið að gerast innan hljómsveitarinnar. „Það var nefnilega þannig að tveir meðlimir Skáta fluttu til útlanda en komu og voru með okkur í upptökum á þess- ari plötu, þannig að hún er svona einhvers konar draugur af því sem koma skal. Söngvarinn okkar flutti til dæmis til Færeyja en það er von á honum aftur innan tíðar. Svo má líka segja að titillinn vísi að ein- hverju leyti til heimsmálanna þar sem það eru svona frekar gamlir draugar sem stjórna heiminum." Skátar vöktu mikla athygli í kjölfar plötunnar Heimsfriður í Chile: Hverju skal breyta, bœta við og laga, og bárust sveitinni í kjölfarið fyrirspurnir og tilboð frá erlendum útgáfum. „Við höfnuðum þessum tilboðum aðallega út af því að þetta er eiginlega bara hobbý hjá okkur, þannig að við erum ekki að leitast við að meika það eins og sagt er. Okk- ur langar bara til þess að spila mús- ík og koma henni eitthvað aðeins á framfæri en í þessum tilboðum fólst eins og gengur og gerist fram- sal á svo miklu, eins og réttindum á lögunum þannig að þá væri hægt að nota þau í auglýsingar og hringi- tóna á símum og svoleiðis. Svo þyrft- um við líka að vera tilbúnir til þess stökkva til London hvenær sem er til þess að taka upp myndband eða sinna öðrum verkefnum. Okkur fannst við missa svolítið sjálfsfor- ræði ef við hefðum tekið þessu. Við erum líka allir að gera eitthvað ann- að, erum allir með fjölskyldu og ég er í námi og svoleiðis þannig að það væri svolítið erfitt." Skátar eru að minnsta kosti sáttir við plötuna sína en að sögn Björns gekk upptakan vonum framar. „Við erum mjög sáttir við útkomuna og fólk á von á góðu. Það er einstaklega góður hljómur á plötunni og gott flæði í henni og okkur finnst þetta allt vera mjög góð lög. Svo er um- slagið virkilega skemmtilegt og vel heppnað, þannig að við erum sáttir." hilda@bladid.net 5531120 Opið frá kl. 15.00 alla da Dalbraut 1-3 sími EÐALBILAR Lán til allt að 84 mánaða Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes-Benz með allt að 90% láni á afar hagstæðum kjörum. í boði eru jafnlöng lán og á nýjum bílum, sem lækkar greiðslubyrðina til muna. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. 1 :>i . ick Volkswagen Mercedes-Benz Opið kl. 10-18 á Laugavegi 174 m www.bilathing.is bilathing@hekla.is HEKLA Sími 590 5000 BILAÞING HEKLU Númer eitt í notudiun bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.