blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 47

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 47
blaðið LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 41 að fara algjörlega í þetta af fullum krafti og sinna þessu. Þangað til hafði ég verið með þetta í bakhönd- inni og verið að hjálpa til. Það sem menn þurfa að horfast í augu við þegar þeir fara út í rekstur er að þetta er vitanlega áhætta en ef menn vakna snemma á morgnana, vinna allan daginn og reyna að vera bestir í því sem þeir eru að gera þá rætist þetta einhvern veginn.“ Þegar Einar er inntur eftir því hver sé lykillinn að hans velgengni segir hann: „Það er fyrst og fremst það að vera duglegur, rífa sig fram úr á morgnana, vinna af krafti og reyna að fylgjast með. Það er líka mikilvægt að bera gæfu til að velja með sér gott fólk. Auk þess reyni ég að koma þannig fram við fólk að það vilji halda áfram að vinna með mér og eiga við mig frekari samskipti.“ Keppni í lýðhyili Einar hefur verið dómari í sjón- varpsþættinum X-Faktor í vetur sem hann segir vera mjög skemmti- legt starf. Aðspurður hver muni vinna X-Faktor næstkomandi föstu- dag segir hann að bara einn komi til greina. „Ég hef enga trú á öðru en að Jógvan vinni þetta, hann er algjörlega það sem við erum að leita að í þessari keppni. X-Faktor og Idol eru hraðbraut til frægðar og frama og kostnaður söngvaranna er að hlusta á gagnrýni okkar sem sitjum við þetta borð. Þeir sem kom- ast alla leið fá sennilega mestar sví- virðingar og hól en samt sem áður Sennilega geri ég oflítið afþví að slappa af Þegar maður hefur svona gaman afþví sem maður er að gera og er það gæfusamur að vera að vinna við það sem mannifinnst gaman þá hleður það mann um leið. eru dómararnir heima á íslandi bara kettlingar miðað við það sem fólk þarf að ganga í gegnum annars staðar í heiminum,“ segir Einar og viðurkennir að keppnin snúist ekki eingöngu um söng. „Það er verið að keppa í almennri lýðhylli en ekki söng. Þetta er vinsældarkeppni, þátt- takendur koma fram og heilla fólk með söng, framkomu, yfirbragði og útgeislun. Bestu söngvarar í heimi eru ekki endilega þeir vinsælustu því það fer ekki alltaf saman. Ef einhver er góður söngvari, hundleið- inlegur og hrokafullur þá nær hann ekki árangri því hann getur ekki náð langt einn, það þarf meira til.“ Heimili í tveimur löndum Það er óneitanlega mikið verkefni að reka farsælt fyrirtæki ásamt því að sinna fjölskyldunni og þessa dag- ana segir Einar að honum líði eins og hann sé að vinna allan sólarhring- inn. „Ég hef lagt mikið undir í verk- efnið í Bretlandi og það þýðir ekkert annað en að vinna mikið, bæði fyrir mig sjálfan og þá sem fjárfesta með mér. Ég verð að geta horft framan í fólk og sagt að ég gerði allt sem hægt var að gera til að ná árangri. Eg held að það sé eina leiðin til að ná árangri. Sennilega geri ég of lítið af því að slappa af. Þegar maður hefur svona gaman af því sem maður er að gera og er það gæfusamur að vera að vinna við það sem manni finnst gaman þá hleður það mann um leið. Eg og fjölskyldan reynum að taka 2 vikur öðru hvoru þar sem ég loka öllu, fer aðeins frá og hvíli mig. Ég er farinn að meta það miklu meira, að fara frá og fara þá svo langt i burtu að maður geti hvílst. 1 augnablikinu erum við með heimili í Bretlandi og á íslandi og það hefur gengið ágæt- lega þar sem konan mín er ennþá í fæðingarorlofi. Við þurfum reyndar að endurskoða þetta í maí þegar hún hverfur aftur til sinna starfa. En eins og staðan er í dag erum við með mjög notaleg heimili á báðum stöðum þar sem við getum haft eðli- legt heimilislíf." Fallegasta kona sem ég hafði séð Einar er giftur Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og saman eiga þau tæp- lega eins árs gamla dóttur. „Við erum búin að vera saman í næstum tíu ár en við kynntumst í Arizona State University. Þetta hefur verið mjög farsælt og gott samband. Ef þetta var ekki ást við fyrstu sýn þá var þetta allavega gríðarlegur áhugi við fyrstu sýn. Frá fyrsta degi fannst mér Áslaug vera fallegasta kona sem ég hafði séð og hún er afskaplega falleg að innan og utan. Fyrir utan að vera konan mín þá er hún trún- aðarvinur, ráðgjafi og hefur komið að þessari uppbyggingu. Það hefur reynt jafn mikið á hana og á mig í þessu öllu saman," segir Einar en líf hans breyttist til frambúðar þegar hann eignaðist litla dóttur. „Föður- hlutverkið er yndislegt og eitthvað sem maður getur eiginlega ekki alveg lýst. Það hefur gefið mér al- veg gríðarlega mikið og breytt sýn minni á lífið. Dóttir mín hefur gefið mér mjög mikið og ég vona að ég geti gefið henni jafnmikið. Forgangs- röðunin hefur breyst í kjölfar komu hennar. Maður sneiðir gríðarlega mikið utan af alls kyns óþarfa, ég reyni að fókusera bara á stóru hlut- ina í vinnunni og reyni svo að gefa henni það sem eftir er af tímanum. Ég get ekki annað en verið gríðar- lega hamingjusamur enda á ég fal- legt og heilbrigt barn með fallegri, heilbrigðri og yndislegri konu og nýt lífsins til fulls.“ svanhvit@bladid.net Einar Bárðarson „Ég get ekki annað en verið gridarlega hamingju- samur enda á ég fallegt og heilbrigt barn með fallegri, heilbrigðri og yndislegri konu og nýt lífsins til fulls. “ Austurland tækifæranna Tækifæri til að nýta og njóta Á Mið-Austurlandi er að myndast öflugur byggðaklasi í skjóli einstakrar náttúru, friðsæll og fjölskylduvænn staður. Hátt í þúsund ný framtíðar- störf bjóðast fólki með margs konar menntun og reynslu. Með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa skapast fjölbreytt viðskiptatækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla. Sveitarfélög á Mið-Austurlandi hafa kostað kapps um að styrkja innviði samfélagsins og hundruð nýrra íbúðarhúsa eru að rísa. Á svæðinu er yfirbyggður knattspyrnuvöllur, glæsilegar útisundlaugar og frábært skíðasvæði. Þjónusta á Mið-Austurlandi færist stöðugt nær því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og neytendur hafa úr mörgu að velja. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, á landi, í lofti og á sjó. Tækifæri til hvers konar útivistar eru fjölmörg. Fallegar gönguleiðir eru við hvert fótmál, stærsti skógur landsins og góðir hálendisvegir. Hægt er að stunda hvers kyns veiðar, hestaíþróttir njóta vaxandi vinsælda og golfurum fjölgar stöðugt. Einnig bjóðast frábær tækifæri til afþreyingar, listirnar dafna og íþróttastarfsemi er öflug. ^ L 5 AUSTURLAND / :%v TÆKIFÆRANNA '' ■ • •; - Gríptu þitt tækifæri Hjá Fjarðaáli er nú búið að ráða hátt í 300 starfsmenn og við leitum enn að fólki sem vill starfa með okkur, að konum jafnt sem körlum. Konur er nú um þriðjungur starfsmanna hjá Fjarðaáli og hlutfall kvenna af starfsmannafjölda í álveri er hvergi í heiminum jafnhátt. Síðustu 100 störfin í boði Framleiðslustarfsmenn Okkur vantar fleiri eldhressa starfsmenn i álframleiðslu og málmvinnslu. Til framleiðslustarfsmanna eru ekki gerðar ákveðnar krófur um menntun eða kunnáttu. Allir fá viðamikla þjálfun og fræðslu i fyrirtækinu. Verkefni hvers starfsmanns verða fjölbreytt og mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun. Rafiðnaðarmenn og véliðnaðarmenn Við leitum að faglærðum rafiðnaðarmonnum og véliðnaðar mönnum til að sinna viðhaldi tækja og búnaðar i hátæknivæddu álveri Fjarðaáls. Hjá fyrirtækinu verða um 120 tæknimenntaðir starfsmenn. Faglegur metnaður og stóðug þróun verða leiðarljós okkar inn í framtíðina. Öll störf henta bæði konum og körlum. Umsóknarfrestur er til og með 2. april. Viðkomandi munu hefja störf á næstu sex mánuðum. capacent RÁDNINQAR Hægt er aö sækja um störf hjá Alcoa FjarÖaáli á capacent.is (áöur IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og Helgu Snædal (helga.snaedal@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. 1 | www.alcoa.is Alcoa Fjarðaál s ALCOA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.