blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 51

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 51
blaðið LAUGARDAGUR 31.MARS2007 51 " Tónleikar gegn átröskun 00 ur og hljómborð, saxófón og bongó- trommur,“ segir hann. Spurning hver toppar „Það sem mér finnst alltaf spenn- andi við úrslitakvöldið er hvaða band nær að toppa. Ég er búinn að fylgjast með þessu og koma að skipulagning- unni fimm ár í röð og það er alltaf eitt band sem nær að toppa og nær frábær- um tónleikum. Ég hef stundum átt mín uppáhaldsbönd á undankvöldun- um sem hafa síðan hreinlega ekki náð sér á strik á úrslitakvöldinu og hafa þar af leiðandi lent í öðru eða þriðja sæti. Það munar líka því að þau eiga að spila þrjú lög í staðinn fyrir tvö eins og á undankvöldunum og þá er oft spurning hvernig þriðja lagið kem- ur út. Ég veit að einhver bönd þurftu að eyða vikunni í að semja þriðja lag- ið vegna þess að þau áttu ekkert von á því að komast áfram,“ segir Árni að lokum. UM HELGINA Bach í Laugarborg Tónlist eftir Johannes Sebastian Bach verður flutt í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Flytjendur eru Guðrún Óskars- dóttir semballeikari og Kolbeinn Bjarnason þverflautuleikari. Tónfundur Ljótra hálfvita Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tónfund á skemmti- staðnum Classic Rock í Ármúla í kvöld og hefjast þeir kl. 22:33. Aðgangseyrir er 500 krónur. Grunnskólanemendur sýna Sýning grunnskólanema á Akur- eyri á íkonamálverkum verður haldin i Deiglunni í Listagilinu í dag og á morgun kl. 14-17. Björk Guðmundsdóttir er á með- al íslenskra tónlistarmanna sem fram koma á styrktartónleikum gegn átröskun á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll annað kvöld. Von er á nýrri plötu frá söngkon- unni og síðar í mánuðinum heldur hún tónleika í Laugardalshöll. Aðr- ir tónlistarmenn sem leggja sitt af mörkum í þágu góðs málstaðar eru Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Magga Stína, Wulfgang og Esja. Þá mun enn fremur Matthías Halldórsson landlæknir auk nokk- urra stjórnmálamanna koma fram á tónleikunum. Forma, samtök átröskunarsjúk- linga á íslandi, standa að tónleik- unum en með þeim vilja þau vekja athygli ráðamanna á því hvernig staðið er að málum átröskunar- sjúklinga hér á landi. Húsið verður opnað klukkan 19 og hefjast tónleikarnir klukku- stund síðar. Færeyskir tónlistarmenn munu láta ljós sitt skína á Nasa í kvöld þar sem færeyskur dagur verður haldinn. Þeir sem fram koma eru Eivör Pálsdóttir, Teitur, Högni Lis- berg, Brandur Enni og Gestir en öll eru þau í fremstu röð færeyskra tón- listarmanna um þessar mundir. Tónlistarhátíðin Atlantic Music Event var sett upp í fyrsta sinn hér á landi á síðasta ári en hún hefur ver- ið haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku á undanförnum árum. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22 og er aðgangseyrir 2200 krónur. Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.