blaðið - 31.03.2007, Síða 51

blaðið - 31.03.2007, Síða 51
blaðið LAUGARDAGUR 31.MARS2007 51 " Tónleikar gegn átröskun 00 ur og hljómborð, saxófón og bongó- trommur,“ segir hann. Spurning hver toppar „Það sem mér finnst alltaf spenn- andi við úrslitakvöldið er hvaða band nær að toppa. Ég er búinn að fylgjast með þessu og koma að skipulagning- unni fimm ár í röð og það er alltaf eitt band sem nær að toppa og nær frábær- um tónleikum. Ég hef stundum átt mín uppáhaldsbönd á undankvöldun- um sem hafa síðan hreinlega ekki náð sér á strik á úrslitakvöldinu og hafa þar af leiðandi lent í öðru eða þriðja sæti. Það munar líka því að þau eiga að spila þrjú lög í staðinn fyrir tvö eins og á undankvöldunum og þá er oft spurning hvernig þriðja lagið kem- ur út. Ég veit að einhver bönd þurftu að eyða vikunni í að semja þriðja lag- ið vegna þess að þau áttu ekkert von á því að komast áfram,“ segir Árni að lokum. UM HELGINA Bach í Laugarborg Tónlist eftir Johannes Sebastian Bach verður flutt í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Flytjendur eru Guðrún Óskars- dóttir semballeikari og Kolbeinn Bjarnason þverflautuleikari. Tónfundur Ljótra hálfvita Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tónfund á skemmti- staðnum Classic Rock í Ármúla í kvöld og hefjast þeir kl. 22:33. Aðgangseyrir er 500 krónur. Grunnskólanemendur sýna Sýning grunnskólanema á Akur- eyri á íkonamálverkum verður haldin i Deiglunni í Listagilinu í dag og á morgun kl. 14-17. Björk Guðmundsdóttir er á með- al íslenskra tónlistarmanna sem fram koma á styrktartónleikum gegn átröskun á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll annað kvöld. Von er á nýrri plötu frá söngkon- unni og síðar í mánuðinum heldur hún tónleika í Laugardalshöll. Aðr- ir tónlistarmenn sem leggja sitt af mörkum í þágu góðs málstaðar eru Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Magga Stína, Wulfgang og Esja. Þá mun enn fremur Matthías Halldórsson landlæknir auk nokk- urra stjórnmálamanna koma fram á tónleikunum. Forma, samtök átröskunarsjúk- linga á íslandi, standa að tónleik- unum en með þeim vilja þau vekja athygli ráðamanna á því hvernig staðið er að málum átröskunar- sjúklinga hér á landi. Húsið verður opnað klukkan 19 og hefjast tónleikarnir klukku- stund síðar. Færeyskir tónlistarmenn munu láta ljós sitt skína á Nasa í kvöld þar sem færeyskur dagur verður haldinn. Þeir sem fram koma eru Eivör Pálsdóttir, Teitur, Högni Lis- berg, Brandur Enni og Gestir en öll eru þau í fremstu röð færeyskra tón- listarmanna um þessar mundir. Tónlistarhátíðin Atlantic Music Event var sett upp í fyrsta sinn hér á landi á síðasta ári en hún hefur ver- ið haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku á undanförnum árum. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22 og er aðgangseyrir 2200 krónur. Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.