blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 50

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 50
blaðið Borgaraþing Reykvíkinga Borgaraþing Ibúasamtaka í Reykjavík verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 13. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að hlusta á fjóra fyri;- lestra um íbúalýðræði og borgarskipulag. Borgarfulltrúar, borgarstjóri og ráðamenn taka þátt í þallborðsumræðum. LAUGARDAGUR 31. helgin@bladid.net Tónleikar við kertaljós Trúbadorinn Hörður Torfa verður með Kertaljósatónleika í stóra sal Borgarleikhússins mánudagskvöldið 2. apríl klukkan 20. Á tónleikunum mun Hörður flytja nýtt efni ( við gamalt. UM HELGINA Lúðraþytur i Salnum Blásarasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Salnum í dag klukkan 17. Á tónleikunum verða flutt verk eftir tónskáldin Richard Strauss, Kurt Weill og Bene- dikt Hermann Hermannsson. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kórverk frá 19. öld Söngsveitin Fílharmónía flytur • þrjú kórverk frá 19. öld á tón- leikum í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortez, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth. Tríó í Salnum ÚrslitakvöKd Músíktilrauna í Hafnarhúsinu Metalcore fyrir Hyperion-tríóið frá Þýskalandi leikur á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20. Á efnisskránni eru þrjú verk, Píanótríó í E-dúr eftir Mozart, Erkihertogatríóið eftir Beethoven auk nýs tríós eftir Atla Heimi Sveinsson. Norrænn djass íslensk-færeyska tríóið TRISFO heldur tónleika í tilefni af útgáfu disksins The North Atlantic Empire í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 20. Músíktilraunir hafa í 25 ár verið útung- unarstöð fyrir unga og efnilega tónlistar- menn og nægir að benda á að hljómsveitir á borð við Maus, Mínus og Jakobínarínu vöktu fyrst athygli með sigri í tilraununum. Nýtt nafn bætist á lista sigursveitanna i kvöld en þá verður úrslitakvöld Mús- íktilrauna 2007 haldið í Listasafni ■ Reykjavíkur (Hafnarhúsi). Upphaf- lega stóð til að halda keppnina í Ver- inu en þar sem ekki fékkst leyfi fyrir því þurfti að finna nýtt húsnæði á síðustu stundu. Árna Jónssyni, verk- efnastjóra Músíktilrauna, líst engu að síður vel á staðinn enda tekur húsið tæplega 600 áhorfendur og enn frem- ur eru aðstæður til tónleikahalds þar með besta móti. „Maður sér á böndunum að þeim finnst alveg geggjað að spila við þess- ar aðstæður hvernig sem fer hjá þeim. Þarna er alvöru hljóð- og ljósakerfi, fullur salur og stemning. Ég held að það sé mikið kikk fyrir svona unga listamenn,“ segir hann. Keppnin hefst klukkan 17 en hús- ið verður opnað klukkutíma fyrr og miðasalan um leið. Miðað við reynslu fyrri ára er betra að hafa hraðar hend- ur ef menn vilja tryggja sér miða. ,Það hefur nánast alltaf orðið uppselt á fyrsta hálftímanum eftir að miðasal- an er opnuð þannig að ég hvet fólk til að mæta tímanlega," segir hann. Níu manna dómnefnd hefur það erfiða verkefni með höndum að velja sigursveitina en atkvæði áhorfenda hafa þó 30% vægi. „Það getur skipt úr- slitamáli ef það eru mjög skiptar skoð- anir í dómnefndinni,“ segir Árni. „Ég veit að það voru líka einhverjar ömmur sem mættu á undankvöldunum. Þá var náttúriega veríð að smala atkvæðum. Það get- ur veríð erfítt fyrír þær að sitja undir metalcorínu en efá þarfað halda björgum við fólki með eymatappa á meðan birgðir endast." Útvega eyrnatappa Þar sem áhorfendur geta haft svo mikil áhrif á úrslit keppninnar eru hljómsveitirnar duglegar við að smala áhangendum sinum, vinum og vandamönnum á staðinn. Árni segir að það færist í vöxt að foreldr- ar komi og styðji krakkana sína sem honum finnst mjög ánægjulegt. „Það Ballerínu skór Litir: Hvítt, svart, silfur, gyllt og Leopard. Verö 3995 ATH! opiö til kl 21:00 fimmtudag Skóverslun Kringlunni 8-12 Fjölbreytt dagskrá Fjalakattarins ömm er meiri stuðningur við krakka sem eru í þessu. Þetta hefur alveg sama gildi og íþróttir. Nú eru margir unglingar sem eru ekki endilega að stunda íþróttir en eru í þessu. Ég veit að það voru líka einhverjar ömmur sem mættu á undankvöldunum. Þá var náttúrlega verið að smala atkvæð- um. Það getur verið erfitt fyrir þær að sitja undir metalcorinu en ef á þarf að halda björgum við fólki með eyrnatappa á meðan birgðir endast,“ segir Árni. Metalcore verður langt í frá eina tónlistarstefnan sem kemur til með að hljóma í Hafnarhúsinu í kvöld enda segir Árni að mikil fjölbreytni einkenni hljómsveitirnar ellefu sem taka þátt í úrslitum. „Þetta er svolítið mikið rokk og svo er líka eitt stórt band sem heitir <3 Svanhvít. Það er tíu manna band og það er að spila á potta og ýmis áhöld fyrir utan hefðbundin hljóðfæri eins Jjölbreytt líival afmndfatnadi M) wf I séhdiiig Stœrðir 3S-50 Fjalakötturinn stendur fyrir kvikmyndasýningum í Tjarnarbíói á morgun og á mánudag og þriðju- dag. Tvær kvikmyndir sem gerast á áhrifasvæði Þriggja gljúfra stíflunn- ar í Kína verða sýndar á morgun, annars vegar Kyrrmynd kl. 20 og Dong kl. 22:15. Kyrrmynd vann til aðalverðlauna á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum á síðasta ári. Þriggja gljúfra stíflan hefur gríðarleg áhrif á samfélag og umhverfi og fjalla mynd- irnar um þau með ólíkum hætti. Heimildarmyndfranskarithöfund- arins og kvikmyndagerðarmanns- ins Jacques Debs verður frumsýnd á mánudagskvöld kl. 21. Debs verður sjálfur viðstaddur frumsýninguna og svarar spurningum áhorfenda. Myndin fjallar annars vegar um múslíma í Evrópu og hins vegar um kristna í Mið-Áusturlöndum. Þess má geta að íslenski söngvarinn Sverr- ir Guðjónsson söng frumsamda tón- list kvikmyndarinnar á armensku. Fyrr um daginn verða sýndar jap- önsku myndirnar Veröld Geisjunnar (kl. 17) og Ástarinnar krókaleið (kl. 19)- Kviksaga stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Our Nation: A Korean Punk Rock Community á þriðjudag kl. 20. Þar að auki mun Kristinn Schram þjóðfræðingur sýna brot úr eigin verki, Negotiating the City, sem fjallar um rannsókn hans á frásögnum leigubílstjóra í Ed- inborg. Þá verður myndin Rauðhærða kon- an sýnd kl. 22. Nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni filmfest.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.