blaðið - 31.03.2007, Page 50

blaðið - 31.03.2007, Page 50
blaðið Borgaraþing Reykvíkinga Borgaraþing Ibúasamtaka í Reykjavík verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 13. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að hlusta á fjóra fyri;- lestra um íbúalýðræði og borgarskipulag. Borgarfulltrúar, borgarstjóri og ráðamenn taka þátt í þallborðsumræðum. LAUGARDAGUR 31. helgin@bladid.net Tónleikar við kertaljós Trúbadorinn Hörður Torfa verður með Kertaljósatónleika í stóra sal Borgarleikhússins mánudagskvöldið 2. apríl klukkan 20. Á tónleikunum mun Hörður flytja nýtt efni ( við gamalt. UM HELGINA Lúðraþytur i Salnum Blásarasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Salnum í dag klukkan 17. Á tónleikunum verða flutt verk eftir tónskáldin Richard Strauss, Kurt Weill og Bene- dikt Hermann Hermannsson. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kórverk frá 19. öld Söngsveitin Fílharmónía flytur • þrjú kórverk frá 19. öld á tón- leikum í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortez, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth. Tríó í Salnum ÚrslitakvöKd Músíktilrauna í Hafnarhúsinu Metalcore fyrir Hyperion-tríóið frá Þýskalandi leikur á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20. Á efnisskránni eru þrjú verk, Píanótríó í E-dúr eftir Mozart, Erkihertogatríóið eftir Beethoven auk nýs tríós eftir Atla Heimi Sveinsson. Norrænn djass íslensk-færeyska tríóið TRISFO heldur tónleika í tilefni af útgáfu disksins The North Atlantic Empire í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 20. Músíktilraunir hafa í 25 ár verið útung- unarstöð fyrir unga og efnilega tónlistar- menn og nægir að benda á að hljómsveitir á borð við Maus, Mínus og Jakobínarínu vöktu fyrst athygli með sigri í tilraununum. Nýtt nafn bætist á lista sigursveitanna i kvöld en þá verður úrslitakvöld Mús- íktilrauna 2007 haldið í Listasafni ■ Reykjavíkur (Hafnarhúsi). Upphaf- lega stóð til að halda keppnina í Ver- inu en þar sem ekki fékkst leyfi fyrir því þurfti að finna nýtt húsnæði á síðustu stundu. Árna Jónssyni, verk- efnastjóra Músíktilrauna, líst engu að síður vel á staðinn enda tekur húsið tæplega 600 áhorfendur og enn frem- ur eru aðstæður til tónleikahalds þar með besta móti. „Maður sér á böndunum að þeim finnst alveg geggjað að spila við þess- ar aðstæður hvernig sem fer hjá þeim. Þarna er alvöru hljóð- og ljósakerfi, fullur salur og stemning. Ég held að það sé mikið kikk fyrir svona unga listamenn,“ segir hann. Keppnin hefst klukkan 17 en hús- ið verður opnað klukkutíma fyrr og miðasalan um leið. Miðað við reynslu fyrri ára er betra að hafa hraðar hend- ur ef menn vilja tryggja sér miða. ,Það hefur nánast alltaf orðið uppselt á fyrsta hálftímanum eftir að miðasal- an er opnuð þannig að ég hvet fólk til að mæta tímanlega," segir hann. Níu manna dómnefnd hefur það erfiða verkefni með höndum að velja sigursveitina en atkvæði áhorfenda hafa þó 30% vægi. „Það getur skipt úr- slitamáli ef það eru mjög skiptar skoð- anir í dómnefndinni,“ segir Árni. „Ég veit að það voru líka einhverjar ömmur sem mættu á undankvöldunum. Þá var náttúriega veríð að smala atkvæðum. Það get- ur veríð erfítt fyrír þær að sitja undir metalcorínu en efá þarfað halda björgum við fólki með eymatappa á meðan birgðir endast." Útvega eyrnatappa Þar sem áhorfendur geta haft svo mikil áhrif á úrslit keppninnar eru hljómsveitirnar duglegar við að smala áhangendum sinum, vinum og vandamönnum á staðinn. Árni segir að það færist í vöxt að foreldr- ar komi og styðji krakkana sína sem honum finnst mjög ánægjulegt. „Það Ballerínu skór Litir: Hvítt, svart, silfur, gyllt og Leopard. Verö 3995 ATH! opiö til kl 21:00 fimmtudag Skóverslun Kringlunni 8-12 Fjölbreytt dagskrá Fjalakattarins ömm er meiri stuðningur við krakka sem eru í þessu. Þetta hefur alveg sama gildi og íþróttir. Nú eru margir unglingar sem eru ekki endilega að stunda íþróttir en eru í þessu. Ég veit að það voru líka einhverjar ömmur sem mættu á undankvöldunum. Þá var náttúrlega verið að smala atkvæð- um. Það getur verið erfitt fyrir þær að sitja undir metalcorinu en ef á þarf að halda björgum við fólki með eyrnatappa á meðan birgðir endast,“ segir Árni. Metalcore verður langt í frá eina tónlistarstefnan sem kemur til með að hljóma í Hafnarhúsinu í kvöld enda segir Árni að mikil fjölbreytni einkenni hljómsveitirnar ellefu sem taka þátt í úrslitum. „Þetta er svolítið mikið rokk og svo er líka eitt stórt band sem heitir <3 Svanhvít. Það er tíu manna band og það er að spila á potta og ýmis áhöld fyrir utan hefðbundin hljóðfæri eins Jjölbreytt líival afmndfatnadi M) wf I séhdiiig Stœrðir 3S-50 Fjalakötturinn stendur fyrir kvikmyndasýningum í Tjarnarbíói á morgun og á mánudag og þriðju- dag. Tvær kvikmyndir sem gerast á áhrifasvæði Þriggja gljúfra stíflunn- ar í Kína verða sýndar á morgun, annars vegar Kyrrmynd kl. 20 og Dong kl. 22:15. Kyrrmynd vann til aðalverðlauna á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum á síðasta ári. Þriggja gljúfra stíflan hefur gríðarleg áhrif á samfélag og umhverfi og fjalla mynd- irnar um þau með ólíkum hætti. Heimildarmyndfranskarithöfund- arins og kvikmyndagerðarmanns- ins Jacques Debs verður frumsýnd á mánudagskvöld kl. 21. Debs verður sjálfur viðstaddur frumsýninguna og svarar spurningum áhorfenda. Myndin fjallar annars vegar um múslíma í Evrópu og hins vegar um kristna í Mið-Áusturlöndum. Þess má geta að íslenski söngvarinn Sverr- ir Guðjónsson söng frumsamda tón- list kvikmyndarinnar á armensku. Fyrr um daginn verða sýndar jap- önsku myndirnar Veröld Geisjunnar (kl. 17) og Ástarinnar krókaleið (kl. 19)- Kviksaga stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Our Nation: A Korean Punk Rock Community á þriðjudag kl. 20. Þar að auki mun Kristinn Schram þjóðfræðingur sýna brot úr eigin verki, Negotiating the City, sem fjallar um rannsókn hans á frásögnum leigubílstjóra í Ed- inborg. Þá verður myndin Rauðhærða kon- an sýnd kl. 22. Nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni filmfest.is.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.