blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 54

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 54
Amelia Elizabeth Dyer var 57 ára gömul kona sem rak barnaheimili. Dyer var ekki öll þar sem hún var séð þar sem hún myrti fósturbörn sín, hirti greiðslur frá ríkinu vegna barnanna og tók að sér fleiri til þess að græða sem mest. Upp um hana komst þegar lík ungbarns fannst í ánni Thames, vafið inn í brúnan pappír sem stóð heimilisfang morðkvendisins. blaöið David Maust Lik unglingspilta fundust í kjallaranum hjá honum í lÍ'? - f-<7T ajp itj David Maust hafði verið dæmdur fyrir tvö morð áður en hann náði þrí- tugu og áttaði sig meira að segja sjálfur á þeirri ógn sem af honum stafaði og greindi yfirvöldum frá því hvað myndi lík- lega gerast ef honum yrði sleppt úr fangelsi. Hefðu orð hans verið tekin alvarlega væru þrír unglingspiltar enn á Iífi. Þess í stað sat Maust einung- is inni í nokkur ár í stað þeirra 35 ára sem hann hafði verið dæmdur tií. Laug til um ástæður morðs Maust var sérstaklega ofbeldis- hneigður frá unga aldri og kom það greinilega fram í 87 síðna dagbók sem hann sýndi lögreglunni áður en hon- um var sleppt úr fangelsi fyrir morð- in tvö. Var hann af flestum talinn gangandi tímasprengja og var aldrei spurning hvort hann myndi myrða á ný heldur hvenær það myndi gerast og hver fórnarlömbin yrðu. David Maust hafði verið vandræða- gripur allt sitt líf en hans fyrsta fórn- arlamb var ungur drengur sem hann myrti á meðan hann gegndi herþjón- ustu í Þýskalandi árið 1974. Maust játaði á sig morðið en sagðist hafa ver- ið drukkinn og misst stjórn á skapi sínu umrætt kvöld þegar hann myrti drenginn sem hann sagði að hefði verið að ræna sig. Yfirvöld vissu því ekki að Maust hefði myrt drenginn í kynferðislegum tilgangi og herréttur féllst á sögu hans og dæmdi hann að- eins til fjögurra ára fangelsisvistar. Reyndi að myrða bróður sinn Maust sýndi snemma ofbeldis- kennda hegðun en barnungur reyndi hann tvisvar sinnum að myrða yngri bróður sinn. í fyrra skiptið reyndi hann að drekkja honum í vatni nálægt heimili þeirra en nágranni drengjanna kom að þeim þar sem Ma- ust stóð á höfði bróður síns í vatninu. Ári síðar kveikti hann í rúmi bróður síns þar sem hann lá sofandi en aftur var honum bjargað. Níu ára gamall var David Maust lagður inn á geðdeild sem kallaðist The Snake Pit og meðan á dvöl hans stóð kom móðir hans sjaldan í heim- sókn og þótti starfsmönnum erfitt að horfa upp á drenginn reyna að réttlæta fjarveru móður sinnar sem hann tók greinilega mjög nærri sér. Eftir nokkur ár var honum sleppt vegna þess að starfsmenn hælisins töldu ekki þörf á að halda honum lengur. Flutti hann þá aftur til móður sinnar en fór þá ástandið versnandi og dvaldi oft í umsjá ríkisins þar sem hann var kynferðislega misnotaður oftar en einu sinni. Talinn mjög hættulegur Árið 1981 flutti Maust til Chicago þar sem hann hitti þriðja fórnarlamb sitt en það var 15 ára gamall drengur sem hann plataði upp í bíl sinn með því að bjóða honum áfengi og sígar- ettur. Drengurinn átti sér ekki við- reisnar von þegar Maust réðst á hann og stakk hann til dauða. Var hann dæmdur í 35 ára fangelsi sem hann afplánaði aðallega á sjúkrahúsi fyrir geðsjúka glæpamenn en aftur hafði Maust komist upp með að játa á sig morð án þess að kynferðislegt ofbeldi kæmi í ljós. David Maust var talinn afar hættu- legur og fór saksóknaraembættið fram á að honum yrði ekki sleppt degi fyrr en hann hefði afplánað all- an dóminn. Starfsmaðurembættisins hafði tekið við hann viðtöl og greindi frá því í skýrslu sinni að af honum stafaði mikil ógn og að honum svip- aði helst til raðmorðingjans John Wayne Gacy. Var því einnig bætt við að líklega væri hér á ferð raðmorðingi þó það hefði ekki verið sannað enn- þá og hann væri afar líklegur til að brjóta aftur af sér. Þrátt fyrir þetta sáu yfirvöld í Illino- is ástæðu til að sleppa Maust árið 1999 vegna góðrar hegðunar en hann átti þá eftir 18 ár af dómnum og hefði átt að sitja inni til ársins 2017. Fór David Maust þá sjálfur fram á að fá að sitja inni til æviloka þar sem hann var full- viss um að hann myndi fremja annan glæp væri honum sleppt. Sendi hann bréfið ásamt dagbók sinni þar sem hann segir frá afbrigðilegum hvötum sem lægju að baki glæpanna til fang- elsisyfirvalda sem hunsuðu bón hans. Fórnarlömb í kjallaranum David Maust var engu að síður lát- inn laus árið 1999. Flæktist hann á milli athvarfa fyrir heimilislausa þar til hann flutti til bæjarins Hammond árið 2003 þar sem hann fékk vinnu í gæludýrabúð og gat leigt sér litla ibúð. Fljótlega hóf hann að leita sér að nýj- um fórnarlömbum og varð hinn 19 ára gamli Nick James á vegi hans en þeir unnu saman. Maust bauð James heim til sín og bauð honum upp á áfengi en setti nauðgunarlyfið Rohypnol út í áð- ur en hann bar drykkinn fyrir James. Þegar hann hafði misst meðvitund nauðgaði hann honum, myrti hann og gróf svo í kjallaranum hjá sér. Ma- ust var kominn á skrið og hóf að velja sér næstu fórnarlömb sem urðu hinn 13 ára gamli Michael Dennis og hinn 16 ára gamli James Raganyi sem Ma- ust plataði heim til sín með því að bjóða þeim upp á áfengi og eiturlyf. Drengina myrti hann á svipaðan hátt og James, vafði þeim inn í plast og kom þeim fyrir í kjallaranum. Þar sem þrír unglingspiltar úr sama bæjarfélagi höfðu horfið á svo skömm- um tíma fóru að vakna spurningar og var FBI kölluð til. Kom þá fljótlega í ljós að dæmdur morðingi bjó á svæð- inu og við húsleit fundust lík drengj- anna þriggja grafin í kjallaranum. Helgartilboð Sirloin steik á pönnuna eða í ofninn áaðeins 2195.- kr.kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.