blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 20
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Vinur Hafnarfjarðar Hafnfirðingar ganga að kjörborði og kjósa um stækkun álversins í Straumsvík í dag. Það verður spennandi að fylgjast með þeim kosningum, enda um fátt meira talað í Firðinum undanfarnar vikur. Hvort sem menn eru með eða á móti stækkun álversins er það einna merkilegast í þessum kosningum að Hafnfirðingar skuli fá að kjósa um málefnið. Virkt íbúalýð- ræði er nútímalegt og gefur kjósendum kost á að vera með í stórum ákvörð- unum sem áhrif geta haft á alla bæjarbúa. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað eftir síðustu kosningar að setja inn samþykkt þess efnis að þau mál sem hún álítur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið beri að leggja í dóm kjósenda. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið í landinu sem hefur sett slíkt ákvæði inn í samþykktir sínar. Með þessu var komið á virku íbúalýðræði sem nú reynir á í fyrsta skipti. I þessu máli virðist þó sem flestallir landsmenn hafi skoðun á málinu og margir hefðu viljað kjósa um stækkun þótt ekki búi þeir i Hafnarfirði. Stóriðja skiptir alla landsmenn máli. Það hvílir því mikil ábyrgð á Hafnfirð- ingum í dag. A undanförnum dögum hafa komið fram margvíslegar upplýsingar um áhrif þess á samfélagið og umhverfið ef af stækkun verður. Meðal annars telur Seðlabankinn líklegt að stýrivextir muni hækka enn frekar og að þenslan muni aukast. Það þýðir að greiðslubyrði heimilanna í landinu þyng- ist til muna. Stækkun álversins getur ýtt stýrivöxtum upp í 15 prósent en þeir eru núna 14,25 prósent og þykir mörgum það ógnvekjandi há tala. Ef Hafnfirðingar hafna stækkun álversins gæti það hins vegar leitt til lækk- unar vaxta, að því er greiningardeild Glitnis spáir, og þar með verðbólgu- hjöðnunar. Þetta er eitt af því sem Hafnfirðingar þurfa að huga að þegar þeir kjósa í dag. Annað sem er umhugsunarefni er virkjun Þjórsár. Ibúar við Þjórsá hafa sent Hafnfirðingum bréf þar sem minnt er á að það séu þeir sem þurfi að leggja til rafmagn til stækkunar álvers með því að fórna landslagi í og við ána. Langur vegur sé frá því að almennur stuðningur sé meðal íbúa við Þjórsá. I bréfinu biðja 23 bændur á svæðinu Hafnfirðinga um að hjálpa þeim að vernda Þjórsá, „skraut hennar, fossa, flúðir, hólma, eyjar og bújarðir þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar, eins og hinar fyrri“. Álverið í Straumsvík hefur stækkað margsinnis frá því það var upphaf- lega byggt á þessum stað. Á þeim tíma hefur Hafnarfjörður einnig stækkað og breyst. Afstaða fólks til stóriðju hefur líka gjörbreyst á þessum árum. Það er ekkert atvinnuleysi í landinu. Vinnuafl er í stórum stíl sótt til útlanda. Höfuðborgarsvæðið er því ekki í þörf fyrir stækkandi stóriðju. Það getur heldur vart talist eðlilegt að erlent stórfyrirtæki dæli út milljónum í kosn- ingabaráttu þar sem lýðræðisleg íbúakosning fer fram. Leikararnir og Hafnfirðingarnir, Laddi og Siggi Sigurjóns, sungu vinsælt lag fyrir nokkrum árum sem hét Vinur Hafnarfjarðar. Hvernig svo sem kosningin um álverið fer í dag er mikilvægast af öllu að engin eftirmál verði, að allir haldi áfram að vera vinir. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍ KIN U UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 20 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaöiö ^ trLH/ LtNGuRdTMttí. H-P 20 /jjfUM OF StífJin Mep OTPUA/lR/tóywA OG fjý ERllp tf-Þ ÁR-um of SeíNír. j/tfo Til hamingju Hafnarfjörður I Garðabæ dettur engum í hug að leyfa byggingu álvers í bænum. Álver í Garðabæ hljómar jafnvel skemmtilega fjarstæðukennt. Þar hvarflar auðvitað ekki að nokkrum manni slík áhersla í atvinnuupp- byggingu og óhugsandi er að íbú- arnir þar myndu samþykkja að færa þær fórnir í umhverfi, ímynd og loftgæðum sem slíkri starfsemi fylgir. Svona stóriðja er jafnan byggð upp á láglaunasvæðum þró- unarlandanna og í iðnríkjunum á svæðum sem lengi hafa átt í erfið- leikum og glímt við atvinnuleysi eða fólksflótta. Á slíkum stöðum er fólk nefnilega tilbúið að færa fórnir fyrir verksmiðjustörf. Hafnarfjörður er athyglisverð undantekning frá meginreglunni en þar er verksmiðja frá gamalli tíð sem vill gott betur en tvöfalda sig. Auðvitað orkar það tvímælis í nútímasamfélagi og hefur bæjar- stjórnin undir forystu Samfylking- arinnar brugðið á það ráð að láta bæjarbúa sjálfa ákveða í atkvæða- greiðslu í dag hvort leyfa skuli stækkun. Það er óvenjulegt að almenningi sé með þessum hætti leyft að ráða úrslitum stórra mála og full ástæða til að óska Hafnfirð- ingum til hamingju með þetta tæki- færi til að ráða sjálfir þróun bæj- arins. Þetta er spennandi tilraun í þróun lýðræðis og gaman að sjá hinn mikla áhuga sem á kosning- unni er. Austur og öfgar Eins og í öðrum kosningum eru engar skorður settar við aug- lýsingum. Óhóflegur og einhliða fjáraustur í áróður sýnir að í fram- tíðinni þarf að setja aðilum mörk því menn kunna sér ekki hóf. En fjáraustur getur auðvitað slegið í báðar áttir og óhóf í auglýsingum getur skerpt andstöðu. Helgi Hjörvar Sama máli gegnir um öfgarnar á báða bóga, þær eru sjaldnast mál- staðnum til framdráttar. Þannig var eðlilegt fyrir andstæðingana að afsaka ómálefnalega auglýsingu um hræðilega mengun því þó mengun frá álverum sé mikil er hún langt undir heilsuverndarmörkum. Með svipuðum hætti hefur verið leiðin- legt að fylgjast með hræðsluáróðri um lokun og að sjá starfsmönnum og atvinnu þeirra beitt fyrir vagn- inn með myndbirtingum o.fl. Og þó vita allir að álfyrirtæki slást um að fá að byggja hér verksmiðju af þeirri stærð sem er í Straums- vík núna. Hún er því ekki að fara að loka, hvernig sem atkvæða- greiðslan fer. Hræðsluáróður á báða bóga lýsir auðvitað helst vantrausti á kjósendum. Auðvitað vita Hafnfirð- ingar að bæði eru kostir og gallar við stækkunina. Þeir vita að verk- smiðjan skapar störf en fælir frá önnur. Að hún mengar en borgar í bæjarsjóð. Að hún eykur verð- bólgu og hækkar vexti en eykur hagvöxt. Og það eru engir betur til þess fallnir en bæjarbúar sjálfir að meta þessa kosti og galla, þó komm- únistar kunni að vera annarrar skoðunar. Davíð í Samfylkinguna Ekki er líklegt að ráðist verði í nema eitt verkefni í stóriðju. Jafn- vel Seðlabankastjóri er genginn til liðs við Samfylkinguna og segir það óráðlegt. Kyoto leyfir heldur ekki nema eitt verkefni. Ef um- hverfismál og efnahagsástand leyfa að ráðist verði í þessa einu stóriðju- framkvæmd þarf að liggja fyrir hverjir vilja svona starfsemi. Þær raddir hafa heyrst að um stækkun í Straumsvík ættu fleiri en Hafn- firðingar að mega kjósa en það er misskilningur því við kjósum um umhverfis- og atvinnustefnuna í al- þingiskosningum í maí. Hvort Hafnfirðingar vilja fyrir sitt leyti leyfa stækkun í Straums- vík er alfarið bæjarmál, því það snýst um bæjarbraginn og sjálfs- mynd bæjarbúa. Þó að á mörgum öðrum svæðum suðvestanlands leggi menn áherslu á þjónustu og þekkingarstörf þá er það algjör- lega mál Hafnfirðinga ef þeir vilja leggja áhersluna á þungaiðnað. Það val þeirra hlýtur fyrst og fremst að ráðast af trú á eigin getu og mögu- leikum Hafnarfjarðar í framtíðinni og það mat leggja þeir sjálfir. Og þó lýðræðið sé flókið, seinvirkt, erf- itt og dýrt er engin betri leið til að ráða úrslitum mála. Höfundur er þingmaður Samylkingar PENZIM er hrein, tærog litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefnl, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndur sem geta smitað og eyðilagt flíkur eða rúmföt. PENZIM PENZIM GEL SVirHALL NAÍI.IUI kjimiMMC LfrriON' UIÍM Mi KATVUAt UAHINV L.vr¥N»rs Atlvtnuil Skrts Sx ffcUr UAHINf IXT.YXU* VJvjimoí SilnM K*ly 14» rmMli KVmturamt áf 'Vlp- -é * PENZfM tOIIOfl 8 Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is Klippt & skorið SPREHGI AFSLATTAR TIISQÐ Allrar athygli verð er herferð Múrbúðar- innar gegn svokall- aðriMúskóvæðinguhjástaerri fyrirtækjum. Múskóvæðing er þegar verslarnirslá um sig með gylliboðum sem byggð eru á fölskum forsendum og eru til þess fallin að kasta ryki í augu neytenda. Klippari hefur langa reynslu af verslunarstörfum og eru þar notuð öll hugsanleg meðul til að fá viðskiptavininn inn og senda hann út aftur með eins mikið og dýrt og hægt er. Svokölluð sölunámskeið sem vinsæl voru og eru ganga aðeins út á að selja viðskiptavini annað og meira en hann kom upphaflega til að kaupa. Fleiri og fleiri eru þó að sjá í gegnum rykiö enda hefur umrædd Múrbúð náð umtalsverðri markaðshlutdeild á skömmum tíma. Dóms- og kirkjumála- ráðherra,BjörnBjarna- son, gerir tillögu um 240 manna varalið til viðbótar við lögreglu sem kallað verði til ef þörf krefur vegna öryggis wv. rikisins, eins og hann orðar það. Varalið þetta yrði til taksvegna varðgæslu mik- ilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, almennrar öryggisgæslu, mannfjöldastjórnunar, umferðarstjórnar og annarra löggæsluverkefna. Sjálfsagt er að hafa viðbragðsáætlun vegna ófyrir- séðra ógna í framtíðinni en upphæðin sem Björn talar um, rúmar 500 milljónir á fyrsta ári, er einnig nýtileg í fjölmargt annað sem þegar liggur fyrir að þurfi frekari fjárstuðning frá ríkinu. Barnavernd, að- búnaður fatlaðra, húsnæðisskortur ellilífeyrisþega, biðlistareftirheyrnartækjum... Enn fjölgar þeim lífs- ins lystisemdum sem sauðsvarturalmúginn verður að lifa án hér á landi. Sportveiði hefur löngum þótt mannsgamanogþóttlöngum hafi verið dýrt að kasta iínu í vinsælar ár víða um landið þá er nú svo komið að séu áhugasamir ekki með dágóðar fúlgur í tekjur hvern mánuð verða menn að láta spún og maðk í Reynisvatni nægja héðan f frá. Búið er að verðleggja allar helstu ár landsins í samræmi við greiðslugetu erlendra auðjöfra og verð á stöng tvö- til þrefaldast á fáeinum árum. Eigendur flestra jarða að ánum, bændur í flestum tilfellum, njóta mjög góðs af. albert@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.