blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MaAiA Ábyrgð okkar er mikil Ágætu Hafnfirðingar. Ábyrgð okkar er mikil nú þegar við eigum að kjósa um nýtt deiliskipulag og þar með hvort við séum fylgjandi eða andvíg stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirliggjandi valkostir eru aðeins tveir, stækkun eða ekki stækkun. Stækkað álver þýðir áframhald- andi stóriðjuuppbyggingu með þenslu á vinnumarkaði, háu vaxta- stigi og háu gengi, frekari skulda- söfnun og miklum viðskiptahalla. Stækkað álver þýðir frekari virkj- anaframkvæmdir og ráðstöfun á dýrmætri auðlind þjóðarinnar, raf- orkunni okkar Islendinga, gegn allt of lágu gjaldi til handa alþjóðlegu stórfyrirtæki. Stækkað álver þýðir að vinnumarkaðurinn verður áfram þaninn til hins ýtrasta, með löngum vinnudögum og miklu álagi á fjöl- skyldur þessa lands. Veraldlegur auður verður áfram drifkrafturinn, peningarnir munu ráða. Óbreytt staða Ekki stækkun þýðir óbreytt staða um stund, sem gefur okkur tækifæri til að hugsa málin í stærra samhengi og skoða hvaða möguleikar eru í spil- unum til framtíðar. Raunverulegt tækifæri til þess að sætta Hafnfirð- inga á ný, sem nú skiptast nánast í tvær fylkingar, með og á móti, og vinna sameiginlega að framtíð kom- andi kynslóða. Ekki stækkun gefur okkur tækifæri sem þjóð að marka stefnu um frekari virkjanir, ráð- stöfun raforkunnar, þessarar dýr- mætu auðlindar, sem okkur ber að nýta rétt. Ekki stækkun gefur okkur tækifæri til að byggja upp fjölbreytt- ari vinnumarkað þar sem hugvit og frekari þróunarvinna er grunnur- inn. Ekki stækkun gefur einnig tæki- færi til að endurskoða skipulagsmál og sjá nýja framtíðarmöguleika opn- ast með meiri og betri nýtni en áður á landsvæði okkar Hafnfirðinga. Hvað bíður ungra Hafnfirðinga? Hverra er framtíðin? Við getum öll verið sammála um að verði af stækkun álversins í Straumsvík, þá er búið að leggja línurnar til næstu 6o ára og jafnvel miklu lengur. Hverjir eiga þá að kjósa? Er það rétt að þeir sem komnir eru af léttasta skeiði eigi að ákvarða hvað bíður ungra eða ófæddra Hafnfirðinga? Getur það verið rétt að aðeins Hafn- firðingar, eigi að ákvarða um hvort virkjað verði í neðrihluta Þjórsár og að gríðarleg línumannvirki, 36 Þorsteinn Gunnlaugsson metra há, verði lögð gegnum átta sveitarfélög frá Suðurlandi að Straumsvík. Getur það verið rétt að aðeins Hafnfirðingar hafi með það að gera hvort hér verði orka á lausu fyrir aðra atvinnustarfsemi á land- inu í nánustu framtíð? Undirritaður hefur kynnt sér málavöxtu vel, rök með og á móti stækkuðu álveri, en telur í ljósi stöð- unnar að best hefði verið að fresta kosningum svo hægt væri að fara yfir málin af meiri skynsemi og framsýni en hingað til. Það er hins vegar ekki í boði, og því er næst besti kosturinn að hafna stækkun. Versti kosturinn er að samþykkja nýtt deili- skipulag og þannig stækkun álvers- ins í Straumsvík. Undirritaður hefur skilning á sjónarmiðum Alcan um hagkvæmni stækkunar, en metur hag Hafnfirðinga af stækkuninni of lítinn samanborið við aðra valkosti sem standa okkur opnir. Jafnframt að ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum og náttúrunni vegur þyngra en ábyrgð okkar gagnvart al- þjóðlegu stórfyrirtæki sem á marga valkosti um allan heim og er ekkert á förum. Því skora ég á ykkur Hafnfirð- ingar, segjum nei við nýju deiliskipu- lagi og þar með stækkuðu álveri í Straumsvík. Höfundur er framleiðslutæknifræðingur B.Sc, og rekstarverkfræðingur M.Sc., fæddur og uppalinn í Hafnarfirði Umrœðan Versti kost- urínn erað samþykkja nýtt deiliskipulag Auglýsingasíminn er 510 3744 blaöi Stærri Hafnarfjörður eða stærra álver? Ég vona að Hafnfirðingar muni hafa heildarmyndina í huga þegar þeir kjósa um stækkun álvers í Straumsvík. Einnig þarf að hafa í huga að möguleikar byggðar í Hafnarfirði skerðast verulega ef yrði af stækkun, dýrmætu bygging- arsvæði yrði fórnað og atvinnulíf yrði einhæft á svæðinu. Álverið í Straumsvík var barn síns tíma. Á þeim tíma var álverið úti í sveit og þá var atvinnuleysi á Islandi. Tím- arnir eru breyttir og 460 þús. tonna álver inn í miðjum bæ næstu 60-80 árin er einfaldlega fjarstæðukennd hugmynd. Heildarmyndin Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir heildarmyndinni í orku- málum. NorskHydrogerirráðfyrir 1,2 milljóna tonna álveri í nánustu framtíð. Hvar á að fá orkuna til að knýja svo orkufrekan iðnað? Hvaða náttúruperlum ætla menn að fórna fyrir þessi áform? Allt ísland er undir í þeim efnum, hvert einasta svæði þar sem eitthvert vatn rennur eða þar sem varmi er í jörðu. Fáum dettur í hug að ósnortin náttúra og fjölbreytileg víðerni eins og finnast hér á landi verða gífurleg verðmæti í sjálfu sér þegar fram líða stundir. Hreint loft og hreint vatn verða líka gífurleg verðmæti. Hér á svo sann- arlega við að minna á hið íslenska máltæki: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Heildarmyndin á heimsvísu ber Umrœðan Erþað í alvöru svona sem við viljum hafa það? Andrea Ólafsson með sér að nú þegar eru 50-70 pró- senta álvera knúin með „hreinni orku“, sem þó getur ekki talist hrein né endurnýjanleg. Uppistöðu- lón gefa frá sér metangas þegar gróður rotnar á botni lóns og er metan margfalt mengaðri en koltví- sýringur. Einnig verður að horfa til báxíðvinnslu á hitabeltissvæðum sem er órjúfanlegur undanfari þeirrar álbræðslu sem fer fram hér á landi. Báxíð er unnið úr frjóum hitabeltisjarðvegi og er blandað við vítissóda. Úr 4-5 tonnum af slíkri drullu koma 2-3 tonn af ætandi rauðri drullu og tvö tonn af súráli sem gefa eitt tonn af hreinu áli. Súrálið er flutt á milli heimsálfa til vinnslu og hafa flutningar gífur- lega mengun í för með sér. Súrálið er síðan steypt í mót og flutt til ann- arra landa til frekari úrvinnslu í vörur. Sóun á áli er gífurleg og sem dæmi má nefna að á síðastliðnum áratug hentu Bandaríkjamenn 7,1 milljónum tonna af áldósum á haug- ana. Það jafngildir 316.000 Boeing 737 farþegaþotum, eða 25 sinnum flugfloti heims. Álver í Mosfellsbæ? Það sem bæði Hafnfirðingar og Islendingar allir þurfa að spyrja sig núna er „Er það í alvöru svona sem við viljum hafa það?“ Viljum við fórna öllum okkar dýrmætu náttúruperlum á altari álfyrirtækj- anna? Er skynsamlegt að ætla 80-90 prósent allrar raforku í áliðnað og slíka sóun? Er það virkilega svo að álver séu lausn við atvinnumálum í hverjum landshluta? Hvers vegna ættu að gilda önnur lögmál í Mos- fellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes? Við verðum að fara að hætta að spyrja þessar þrálátu og einfeldn- ingslegu spurningar: „En hvað á eiginlega að koma í staðinn?" Það má byggja upp öflugar heilsulindir víða um land, þjóðgarða, eldfjalla- garð, vísindasetur sem hvetja til alþjóðlegra rannsókna á dýrmætri jarðfræði Islands, þekkingarsetur og söfn sem miðla menningarsögu okkar og þjóðlegum fróðleik. Því má ekki treysta á hina miklu sköp- unargleði fólksins? Hver sá fyrir Marel, Össur og Bakkavör sem dæmi? Öll fóru þau af stað með litla hugmynd í farteskinu. Hverjum dytti í hug að spyrja hugvitsmann hvaða hugmynd hann ætlaði að fá næst? Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í SV-kjördæmi Hvenær biðst Siv afsökunar? Forustumenn aldraðra voru svo heiðarlegir um daginn að biðja Siv Friðleifsdóttur afsökunar. Þeir höfðu látið að því liggja að Siv hefði brotið lög við úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Gott hjá þeim - því þessar úthlut- anir er varla hægt að kalla hreint lögbrot, þótt ekki muni miklu. Og svo getur ráðherrann haldið því fram að hún hafi bara samþykkt tillögur sérstakrar nefndar um þessa úthlutanir. Að vísu ræður ráðherra sjálfur tveimur af fimm í nefndinni, þar á meðal formann- inum, og er auðvitað einn ábyrgur fyrir úthlutuninni hvað sem nefndin leggur til. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra og forverar hennar úr Fram- sóknarflokknum eru þar með ábyrgir fyrir því að allskyns ágæt samtök og verkefni hafa fengið styrki úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra þótt forráðamennirnir hafi alls ekki sótt um í þennan sjóð heldur almennt til ráðuneytisins - enda hefur málefnið sjaldnast komið öldruðum við. Skemmst er að minnast Óperukórsins sem söng á Landspítalanum fyrir greiðslu úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra, og hafði kórstjórinn sjálfur ekki hugmynd um að söngeyrir- inn væri tekinn úr byggingarsjóði gamla fólksins. Umrœðan Hvenær ætlar Siv Fríðleifsdóttir að manna sig uppí að biðjast afsökunar? Mörður Árnason Siv Friðleifsdóttir ber auðvitað ábyrgð á því að verkefni á borð við óperukórsönginn eru styrkt úr Framkvæmdasjóðnum á þeim forsendum að þar sé um að ræða „önnur verkefni sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu" samkvæmt 9. grein laga um mál- efni aldraðra. Hún er ábyrg fyrir misnotkun sem þessi sjóður sætir - sjóður sem safnað er í með nef- skatti, 6.314 krónum á hvern gjald- anda. Ég held að þennan skatt borgi menn óvenju-glaðlega, vegna þess að allir skilja hvað það er nauðsyn- legt að byggja sæmilega yfir aldrað fólk, yfir foreldra okkar, frændur og frænkur - og alls óskylt fólk sem hefur lokið vinnudegi sínum og á annað skilið af okkur sem við tökum en illt atlæti. Þeim mun meiri ástæða til að vanda sig. Siv Friðleifsdóttir ber að auki algera ábyrgð á því að hafa látið stjórn sjóðsins borga fyrir pólit- ískan bækling sem út kom í fyrra, Ný sýn - nýjar áherslur. Hann var greiddur úr Framkvæmdasjóði aldraðra samkvæmt áðurnefndri heimild lagagreinarinnar um að veita fé til „annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunar- þjónustu". I formála bæklingsins segir Siv meðal annars frá því sem hún sjálf (,,ég“) leggi áherslu á og lýsir að lokum efni bæklings- ins með þeim orðum að þar fari „sýn mln á málaflokkinn sem hér er kynnt“. Aftur: I bæklingnum er kynnt „sýn mín“ á málaflokk- inn. Ætla má að framlag um það bil 240 skattgreiðenda í Fram- kvæmdasjóð aldraðra í fyrra hafi runnið í þennan pólitíska bæk- ling Sivjar Friðleifsdóttur um „sýn“ sína á málaflokkinn. Auð- vitað hefur nefndin ekki þorað að efast um þetta erindi frá sjálfum heilbrigðisráðherranum, sem er hvort eð er ræður úthlutuninni á endanum. Hvenær ætlar Siv Friðleifsdóttir að manna sig uppí að biðjast afsök- unar vegna misnotkunar sinnar á því fé sem skattborgararnir ætl- uðu til húsnæðis- og hjúkrunar- bygginga fyrir aldrað fólk? Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.