blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 15 Bílgreinasambandið: Einn flokk vörugjalda Bílgreinasambandið hvetur stjórnvöld til að breyta núverandi íyrirkomulagi á vörugjöldum á bif- reiðum. Lagt er til að skattlagning bifreiða verði einfölduð þannig að aðeins verði einn flokkur vöru- gjalda á öllum ökutækjum sem nemi 15% af innkaupsverði, nema af ökutækjum til atvinnurekstrar yfir 5 tonnum að heildarþyngd. Þau gjöld verði áfram óbreytt. Þetta á að mati sambandsins að skila ríkissjóði óbreyttum tekjum. Borgarstjórnarfundur: Heimila niðurrif á húsum Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykktu að heimila niðurrif á húsunum Laugavegi 33,35 og Vatnsstíg 4 á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld. Hins vegar leggjast fulltrúar Vinstri grænna og F-lista gegn fyrirhuguðu niður- rifi þessara húsa sem og annarra gamalla húsa við Laugaveg milli Vatnsstígs og Frakkastígs. ísrael: Olmert fagnar tillögum araba Ehud Olmert, forsætisráð- herra ísraels, hefur hrósað tillögum Arababandalagsins að friðaráætlun og sagt hana vera „byltingarkennda". Olmert tók þó fram að hann væri engan veginn sáttur við allt sem fram kæmi í áætluninni, sem Araba- bandalagið samþykkti á fundi sínum í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, á fimmtudaginn. Samkvæmt áætluninni munu arabaríkin viðurkenna fsra- elsríki gegn því að ísrael láti frá sér landsvæðin sem voru hertekin árið 1967. Áætlunin var fyrst lögð fram árið 2002, en var á þeim tíma strax hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. E Auglýsingasíminn er 510 3744 Forsetinn fundar með bandarískum ráðamönnum í Washington: Ræða samstarf háskólastofnana Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þingaði með banda- rískum ráðamönnum í Washington á fimmtudag. Hitti hann meðal annars Nancy Pelosi, forseta fulltúa- deildar Bandaríkjaþings, Harry Reid, leiðtoga meirihlutans í öld- ungadeildinni, og Barack Obama öldungadeildarþingmann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta íslands. Á fundunum kom fram áhugi á þvf að sendinefndir bandarískra áhrifamanna kæmu til íslands á næstu mánuðum til að ræða sam- starfsverkefni um baráttu gegn lofts- lagsbreytingum, samvinnu háskóla- og tæknistofnana og endurnýjalega orku. Kom fram að það væri heill- andi framtíðarsýn ef þessi verkefni myndu leysa af hólmi áratugalanga samvinnu þjóðanna um varnarmál. Forsetinn í Washington Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Ban- daríkjaþings, Tom Lantos formaður utanríkismálanefndarfulltrúadeildar og forseti Islands Ólafur Ragnar Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.