blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðið folk@bladid.net HVAÐ Er ekki nauðsynlegt að vera Fir^NST í tengslum við barnið í sér? „ Jú, og mestu skiptir að vera alltaf barnslega glaður. Pess vegna er ég líklega MT M-J X\ • eins og bam í stjómmálum samanborið við alla pólitísku refma I kringum mig.“ Össur Skarphéðinssott, þingmaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson kallar tilraunir Björns Bjamasonar dóms- málaráðherra til að koma upp varaliði lögreglu „tindátaleik fyrir fullorðna“ á netbloggi sínu. Hann segir jafnframt að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi gert hermál að sínu eina kosningamáli. Nasa við Austurvöll Mynd/Ámi Torfoson Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Eivor Pálsdóttir er vafalaust fræg- asti Færeyingurinn í sögu Færeyja. Hún hefur skapað sér stóran sess á Islandi og þykir frumlegur og flottur flytjandi. Hún er nú búsett í Danmörku og hyggst reyna fyrir sér á stærri markaði. „fá, ég er að klára núna nýja plötu sem hefur tekið hálft ár í vinnslu. Hún er tekin upp í Dublin á írlandi og er bœði sungin á ensku og fœr- eysku, nokkuð sem éghefekki prófað áður," sagði Eiver spennt. „Við erum að hljóðblanda og það líður ekki á löngu þar til hún verður alveg tilbúin. Þetta eru allt lög i mínum hefðbundna stíl má segja, nema hvað hún er kannski örlítið meira pródúseruð. Ég sem sjálf alla textana á fœreysku en síðan voruþeir þýddir fyrir mig á ensku. Mér finnst það koma mjög vel út; hljómurinn og boðskapurinn heldur sér alveg sem er það sem ég var að leita eftir." Eivor segist ekki vera að leita eftir heimsfrægð þótt svo hún gefi nú út á ensku. „Auðvitað vill maður að sem flestir fái tækifæri til að hlýða á tónlistina og þá er auðvitað sjálfgefið að syngja á ensku“ „He, he, nei, nei, ekki þannig sko. Auðvitað vill maður að sem flestirfái tœkifæri til að hlýða á tónlistina og þá er auðvitað sjálfgefið að syngja á ensku. Eins og ég segi þá hef ég ekki prófað þettafyrr en ég er mjögspennt að sjá hvernig til tekst." Hún segist þó ekki getað neitað því að eflaust sé hún frægasti Færeyingurinn. „Jú, það er rétt. Samlandar mínir hafa tekið mér mjög vel sem betur fer. Plöturnar mínar virðast selj- ast ágætlega þar ennþá og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það. Síðan hef ég nú verið svo lánsöm að falla í kramið hjá íslendingum einnig sem ég er afar þakklát fyrir líka. En nú bý í ég Danmörku og er að spila út um alla Skandinavíu nánast. Eivor segist sífellt fá hugmyndir að lögum sem hún reyni að vinna með. „Já, ef ég fœ hugmynd þá er ég alltafmeð gítarinn á mér til þess að gleyma henni ekki. Síðan reyni égað vinna úr henni og þróa hana áfram þar til hún verðurað lagi. Ogþarsem ég á helling af gíturum fer ég aldrei að heiman án eins slíks. Reyndar á ég mér einn uppáhaldsgítar núna sem ég keypti fyrir um ári. Merkið heitir Martin og hann er besti vinur minn núna!" Þessi færeyska söngdíva kemur fram á Atlantic Music Event-tónlist- arhátíðinni í kvöld ásamt löndum sínum úr öðrum hljómsveitum. Hún segir mikinn uppgang tónlistar í Færeyjum jákvæða þróun. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast heima. Það er fullt afefni- legum og ungum hljómsveitum að gera góða hluti og ég hvet Islendinga til að sjáþá íkvöld á Nasa." Sagði þessi einlæga og almenni- lega söngkona að lokum. HEYRST HEFUR í NETHEIMUM sveimar nú mynd- band eitt, pínlegra en áróðursmynd- band Róberts Marshall. Þar fer Herbalife- kóng- urinn Óskar Finnsson á kostum ásamt Maríu Hjaltadóttur við landkynn- ingu á íslandi. Myndbandið er vel unnið í alla staði en athyglisvert er að hlusta á enskukunnáttu kynn- anna, eða öllu heldur vankunnáttu þeirra. Mætti halda að þeir hafi lært enskuna hjá Valgerði Sverris- dóttur... MÖNNUMer tíðrætt um tind- átaleiki Björns Bjarnasonar þessa dagana. Vilji hans til að koma upp varaliði lögreglunnar hefur farið misjafnlega í menn og eru frið- arsinnar duglegir að gagnrýna Björn fyrir vikið. Þó hefur verið bent á að Björn er mikill aðdáandi Bruce Willis og Die Hard- myndanna og kannski má leita skýringa á „herbrölti“ Björns í þeirri staðreynd að ný Die Hard-mynd kemur einmitt út í lokjúní... BOLVfKINGAR bjóða upp á bombu þann 4. apríl, nánar tiltekið kosningabombu. Þetta er svokölluð kosninga- skemmtun þar sem frambjóðendur flokkanna ásamt tónlistarmönnum koma fram. Uppátækið er upp- hitun fyrir alþingiskosningarnar f vor og tækifæri fyrir pólitíkusa til að koma málum sínum á framfæri. Nafnbótin „Kosningabomban" er þó athyglisverð og gefur til kynna að sjóða muni upp úr, eða einhvers- konar sprenging muni eiga sér stað. Þó skal tekið fram að Bubbi Mort- hens verður hvergi nálægur... Fivor Rmlar i U\/n n a Eiv0r Palsdottir aXerð og flugi: Færeyingurmn Kauptu EarPlanes^ eyrnatappa med þrýstijafnara og njóttu þess ad fljúga án verkja eda óþœginda í eyrum Heymrtœkni Glæsibæ j Álfheimum 741104 Reykjavík | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Su doku 7 9 3 4 8 7 5 4 5 1 3 8 6 1 9 4 9 3 2 8 4 6 3 3 8 7 4 5 6 1 8 9 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Ása, lánaðir þú kettinum 6-21 <D LaughingStock International IncVdist. by Unitod Modia. 2004 röndóttu skyrtuna mína?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.