blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 44

blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðið þegar menn settu mína persónu og mitt einkalíf í forgrunn í þessum átökum. Þá hafði ég ekki áhuga á að vera þar lengur. Hvern mér þykir vænt um er ekki mál starfsfólks á Bif- röst. Það er heldur ekki þitt mál eða þinna lesenda. Einkalíf mitt er mitt einkamál.“ Þú hlýtur að hafa tekið þessi átök nœrri þér? „Nei, það gerði ég ekki. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að það gerðu margir sem stóðu mér nærri og það þótti mér vont.“ Þegar þetta mál stóð sem hæst sendir þú frá þér yfirlýsingu sem skilja mátti sem svo að þú ætl- aðir ekki að hætta en daginn eftir skiptirðu um skoðun og tilkynntir uppsögn þína. Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég taldi mjög mikilvægt þegar ég velti þessum málum fyrir mér að það lægi fyrir hvort ég hefði stuðning há- skólasamfélagsins á Bifröst eða ekki. Ég boðaði til fundar þar sem ég lagði spilin á borðin. Þetta var fjölmenn- asti fundur í tæplega 90 ára sögu skól- ans og 70 prósent þeirra sem voru á fundinum lýstu yfir stuðningi við mig. Það var ein af forsendum þess að ég gat sagt: Ég er farinn héðan. Enginn hrakti mig þaðan því ég hafði stuðning þessa samfélags. Mér fannst hins vegar heppilegast fyrir skólann að fara og best fyrir mig því ég er betri í sóknarleik en varnarleik. Ég ákvað að finna mér annan völl til að spila á.“ „Ég er hófsamur virkjana- sinni. Mérfinnst umhverf- isbaráttan sem stunduð er núna vera svart-hvítur pop- úlismi. Mönnum er stillt upp við vegg og eru sagðir vera annað hvort gráir eða grænir. Þetta er ekki svona einfalt." Ertu pólitískur í hugsun? „Ég hef alltaf verið pólitískur að því leyti að samfélagið skiptir mig miklu máli. Ég sá rektor Háskólans í Reykjavík, þá ágætu og mjög svo flinku konu, lýsa því yfir í viðtali að hún ætlaði aldrei að tala um stjórn- mál á útskriftum heldur tala um út- skriftir á útskriftum. Ég er ekki sam- mála þessu viðhorfi. Á rektorstíma mínum nýtti ég alltaf þau tækifæri sem útskriftir eða skólasetningar gáfu mér til tala út í samfélagið. Ég talaði þar um alþjóðamál, mennta- mál og ítrekað um jafnréttismál og fékk reyndar misjafnar þakkir fyrir. Ef háskólafólk tekur ekki þátt í sam- félagsumræðu, hvað er það þá að gera í háskólum?“ Hófsamur virkjanasinni Hvert er viðhorfþitt til virkjanamála? „Ég er Sunnlendingur, sveita- strákur úr Fljótshlíðinni. Við íslend- ingar eigum tvenn meginsóknarfæri til framtíðar, annars vegar í hugvit- inu og þekkingarstarfseminni og hins vegar í hreinni orku. Suður- land er ríkt af hvoru tveggja, hreinni orku og ungu fólki. En unga fólkið flytur í burtu og þar með flæðir einnig hugvitið í burtu. Sama gildir um orkuna. Orkan á Suðurlandi hefur byggt upp samfélag á sunnan- verðu Vesturlandi, í kringum Akra- nes og suður í Straumsvík, en ekki á Suðurlandi. Ég er hófsamur virkjanasinni. Mér finnst umhverfisbaráttan sem stunduð er núna vera svart-hvítur popúlismi. Mönnum er stillt upp við vegg og eru sagðir vera annað hvort gráir eða grænir. Þetta er ekki svona einfalt. Auðvitað eigum við að nýta hreinar endurnýtanlegar auð- lindir okkar eins og við getum. Slíkt er umhverfisvænt og í raun mikils- vert framlag okkar til alþjóðasam- félagsins. Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammáía því að stækka eigi álverið í Straumsvík sem er ekkert annað en þjóðhagslegur galskapur. Af hverju í ósköpunum eigum við að fara að koma með þessa risafjárfest- ingu í hráiðnaði inn í miðja borg? Það er þjóðhagslega óskynsamlegt og verið er að hella olíu á eld þensl- „Það semfyllti mælinn hjá mér var þegar menn settu mína persónu og mitt einkalíf í forgrunn í þessum átökum. Þá hafði ég ekki áhuga á að vera þar lengur. Hvern mér þykir vænt um er ekki mál starfsfólks á Bifröst." unar hér á höfuðborgarsvæðinu með úrræðum sem ekki henta og eru gamaldags. Annað á við um stóriðju í Helguvík, ég tala ekki um á Húsavík þar sem hún er eina tæki- færið sem það svæði hefur til að byggja sig upp. Umræðan um virkjanir á ekki að vera svart-hvít. Það er ekki þannig að þeir sem eru fylgjandi nýtingu hreinna endurnýtanlegra orkulinda séu á móti umhverfinu og þeir sem eru á móti því séu með umhverfinu." Finnst þér þjóðfélagsumræðan byggjast ofmikið á öfgum? „Þjóðfélagsumræðan er orðin mjög öfgafull og það er sama hvar drepið er niður, hvort það er um- ræða um femínisma, klám eða stór- iðju. Við lifum í svart-hvítum heimi þar sem öfgarnar takast á og lítið rúm er fyrir skoðanir þeirra sem standa þar á milli og eru skynsamt og hófsamt fólk.“ Gætir þú hugsað þér að snúa þér að stjórnmálastarfi? „Það gæti ég hugsað mér einhvern tímann síðar á ævinni. Mér hefur boðist það nokkrum sinnum og gerði eina tilraun sem ungur maður. Fyrir tólf árum leiddi ég framboð Þjóðvaka á Vesturlandi og fékk þokkalegt fylgi en það dugði mér hins vegar ekki inn á þing. Annars finnst mér að þingstörfin skorti kraft, hlutir vinnast þarhægtogmér finnst gott að búa við hraða. Ég er því ekki viss um að þingmennskan myndi henta mér.“ Hvað ætlarðu þér í framtíðinni? „Nú hugsa ég bara til næstu tveggja til þriggja ára, það nægir mér alveg. Meðan ég tekst á við skemmtileg og ögrandi verkefni og fæ nýjar hug- myndir til að hrinda í framkvæmd þá finnst mér gaman að lifa. Einn af kostunum við það kröftuga sam- félag sem við búum í er að tími ævi- starfanna er liðinn. Maður tekur að sér verkefni og vinnur að þeim um tíma og fer svo að gera eitthvað allt annað. Lífið er fullt af tækifærum sem bíða og hugmyndum sem þarf að koma í framkvæmd." kolbrun@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.