blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaðið Enga alnæmissmitaða innflytjendur John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt að banna ætti alnæmissmituðu flóttafólki og innflytjendum að koma til landsins. Howard var spurður út í málið í heimsókn sinni til Viktoríu-ríkis þar sem tilfellum alnæm- issmits hefur fjölgað mikið að undanförnu. \mmrn Kjarreldar í Los Angeles Kjarreldar loga nú nærri auðmannahverfi í Los Angeles í Kaliforní. Sterkir vindar og þurr gróður- inn hafa gert slökkviliðsfólki erfitt um vik, en nú hefur tekist að ná tökum á eldinum. Tæplega 200 þúsund heimili eru rafmagnslaus vegna þrunans. Bylting í undirbúningi Rússar hafa hvatt bresk stjórnvöld til að framselja rússneska milljarðamæringinn Boris Berezovsky eftir að hann lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann væri að undirbúa byltingu í Rúss- landi til að koma Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá völdum. Hann hefur búið í Bretlandi sem flóttamaður undanfarin ár. Noregur: Sjómenn taldir af Fimmtán ára drengur og faðir hans eru meðal þeirra fimm sem taldir eru af eftir að dráttarskipið Bourbon Dolphin hvolfdi undan ströndum Hjalt- landseyja á fimmtudagskvöld. Björgunarmönnum tókst að bjarga sjö manns úr sjónum, en lík þriggja manna hafa þegar fúndist. Áhöfnina skipuðu fjór- tán Norðmenn og einn Dani. Ekki er vitað hvað hvað olli því að skipið hvolfdi, en það var rétt um eins árs gamalt. Skipið var á siglingu skammt frá olíuborpalli þegar slysið varð. Sérstakur fundur íraksþings vegna sprengingar: Al Qaeda lýsir yfir ábyrgð ■ Fámennt vegna ferðabanns ■ Þrír starfsmenn þingsins yfirheyrðir Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Þingmenn íraksþings komu saman til sérstaks fundar í gær þar sem þeir fordæmdu sprengjutilræðið inni á einni kaffistofu þinghúss- ins á fimmtudag. Fáir þingmenn mættu til fundarins vegna útgöngu- banns, en þingmennirnir sögðu tilræðið einungis sameina þá og auka staðfestu þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum í land- inu. Uppreisnarhópur í tengslum við hryðjuverkasamtökin A1 Qaeda lýsti yfir ábyrgð á sprengingunni í tilkynningu sem birtist á netinu í gær. Einn þingmaður lést og 22 særð- ust í árásinni, en fyrri upplýsingar frá Bandaríkjaher hermdu að átta hefðu látist í árásinni, þar af þrír þingmenn. Fundur gærdagsins hófst rúmlega klukkustund á eftir áætlun og byrjaði Mahmoud Mash- hadani, forseti þingsins, að lesa kafla upp úr Kóraninum. Eftir það fluttu nokkrir starfsbræður ræður þar sem þeir minntust Moham- med Awadh, þingmannsins sem lést. Innanríkisráðherra landsins var einn þeirra sem sótti fundinn og sagði hann að vegna ódæðisins sé nauðsynlegt að taka alla öryggis- gæslu svæðisins til endurskoðunar. Ráðuneytið hefur nú tekið yfir ör- yggisgæslu þinghússins úr höndum einkafyrirtækis. Þrír starfsmenn kaffistofunnar og nokkrir öryggisverðir eru í haldi lögreglu og hafa verið yfirheyrðir vegna sprengingarinnar, en hafa ekki verið ákærðir. Lögregla telur að sá sem kom með sprengiefnin inn í kaffistofuna hafi látist í árás- inni. Þinghúsið er á græna svæðinu og ein mest varða í borginni. Sjálfs- vígssprengjumaðurinn hefði þurft að komast í gegnum líkamsleit á nokkrum varðstöðvum, og stendur rannsókn nú yfir þar sem kannáð er hvort hann hafi fengið aðstoð við að komast inn í sjálft þinghúsið. Leitað er á flestum við inngang þinghúss- ins, en ráðherrar, nokkrir embættis- menn og lífverðir þeirra geta komist hjá slíkum leitum. Bandarískar her- sveitir og íraskar öryggissveitir hafa hert öryggisgæslu verulega í kjölfar sprengjutilræðis fimmtudagsins. Tilkynning birtist á netinu þar sem hópur tengdur hryðjuverkasam- tökunum A1 Qaeda lýsir yfir ábyrgð á sprengingunni. „Riddari ríkis íslam komst inn á græna svæðið, tímabundnar höfuðstöðvar músa heiðingjaþingsins, og sprengdi þar sjálfan sig í loft upp innan um meist- ara heiðingjanna." Nuri al-Maliki, forsætisráðherra íraks, hét því í gær að þeir sem ábyrgð báru á tilræðinu yrðu sóttir til saka. r\ristDjorg POrisdóttir Mosfellsbæ Hlini Melsteð Jðngeirsson Hafnarfirði ólafur Ágúst Ingason Qarðabx Una María Óskarsdóttii Kópavogi Frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi Samúel örn Erlingsson Kópavogi Sív Friðleifsdóttir Seltjarnarnesi framsokn.is Framsóknarflokkurinn opnar í dag 4 kosningaskrifstofur í Suðvesturkjördæmi. ÍMosfellsbæ Háholti 14, sími 896 6462. Opnað kl. 10.30. Kaffiveitingar. ■ ÍGarðabæ Kirkjulundi 19, sími 565 6061. Opnað kl. 14.00. Kaffiveitingar. ■ ÍHafnarfirði Dalshrauni 5, sími 5551819. Opnað kl. 15.00. Kaffiveitingar. ■ ÍKópavogi Digranesvegi 12, sími 5541300. Opnað kl. 17.00. Léttar veitingar. Gott tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri við frambjóðendur. Allir velkomnir. Árangur áfram - ekkert stopp m 2007 f) Framsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.