blaðið - 14.04.2007, Síða 8

blaðið - 14.04.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaðið Enga alnæmissmitaða innflytjendur John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt að banna ætti alnæmissmituðu flóttafólki og innflytjendum að koma til landsins. Howard var spurður út í málið í heimsókn sinni til Viktoríu-ríkis þar sem tilfellum alnæm- issmits hefur fjölgað mikið að undanförnu. \mmrn Kjarreldar í Los Angeles Kjarreldar loga nú nærri auðmannahverfi í Los Angeles í Kaliforní. Sterkir vindar og þurr gróður- inn hafa gert slökkviliðsfólki erfitt um vik, en nú hefur tekist að ná tökum á eldinum. Tæplega 200 þúsund heimili eru rafmagnslaus vegna þrunans. Bylting í undirbúningi Rússar hafa hvatt bresk stjórnvöld til að framselja rússneska milljarðamæringinn Boris Berezovsky eftir að hann lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann væri að undirbúa byltingu í Rúss- landi til að koma Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá völdum. Hann hefur búið í Bretlandi sem flóttamaður undanfarin ár. Noregur: Sjómenn taldir af Fimmtán ára drengur og faðir hans eru meðal þeirra fimm sem taldir eru af eftir að dráttarskipið Bourbon Dolphin hvolfdi undan ströndum Hjalt- landseyja á fimmtudagskvöld. Björgunarmönnum tókst að bjarga sjö manns úr sjónum, en lík þriggja manna hafa þegar fúndist. Áhöfnina skipuðu fjór- tán Norðmenn og einn Dani. Ekki er vitað hvað hvað olli því að skipið hvolfdi, en það var rétt um eins árs gamalt. Skipið var á siglingu skammt frá olíuborpalli þegar slysið varð. Sérstakur fundur íraksþings vegna sprengingar: Al Qaeda lýsir yfir ábyrgð ■ Fámennt vegna ferðabanns ■ Þrír starfsmenn þingsins yfirheyrðir Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Þingmenn íraksþings komu saman til sérstaks fundar í gær þar sem þeir fordæmdu sprengjutilræðið inni á einni kaffistofu þinghúss- ins á fimmtudag. Fáir þingmenn mættu til fundarins vegna útgöngu- banns, en þingmennirnir sögðu tilræðið einungis sameina þá og auka staðfestu þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum í land- inu. Uppreisnarhópur í tengslum við hryðjuverkasamtökin A1 Qaeda lýsti yfir ábyrgð á sprengingunni í tilkynningu sem birtist á netinu í gær. Einn þingmaður lést og 22 særð- ust í árásinni, en fyrri upplýsingar frá Bandaríkjaher hermdu að átta hefðu látist í árásinni, þar af þrír þingmenn. Fundur gærdagsins hófst rúmlega klukkustund á eftir áætlun og byrjaði Mahmoud Mash- hadani, forseti þingsins, að lesa kafla upp úr Kóraninum. Eftir það fluttu nokkrir starfsbræður ræður þar sem þeir minntust Moham- med Awadh, þingmannsins sem lést. Innanríkisráðherra landsins var einn þeirra sem sótti fundinn og sagði hann að vegna ódæðisins sé nauðsynlegt að taka alla öryggis- gæslu svæðisins til endurskoðunar. Ráðuneytið hefur nú tekið yfir ör- yggisgæslu þinghússins úr höndum einkafyrirtækis. Þrír starfsmenn kaffistofunnar og nokkrir öryggisverðir eru í haldi lögreglu og hafa verið yfirheyrðir vegna sprengingarinnar, en hafa ekki verið ákærðir. Lögregla telur að sá sem kom með sprengiefnin inn í kaffistofuna hafi látist í árás- inni. Þinghúsið er á græna svæðinu og ein mest varða í borginni. Sjálfs- vígssprengjumaðurinn hefði þurft að komast í gegnum líkamsleit á nokkrum varðstöðvum, og stendur rannsókn nú yfir þar sem kannáð er hvort hann hafi fengið aðstoð við að komast inn í sjálft þinghúsið. Leitað er á flestum við inngang þinghúss- ins, en ráðherrar, nokkrir embættis- menn og lífverðir þeirra geta komist hjá slíkum leitum. Bandarískar her- sveitir og íraskar öryggissveitir hafa hert öryggisgæslu verulega í kjölfar sprengjutilræðis fimmtudagsins. Tilkynning birtist á netinu þar sem hópur tengdur hryðjuverkasam- tökunum A1 Qaeda lýsir yfir ábyrgð á sprengingunni. „Riddari ríkis íslam komst inn á græna svæðið, tímabundnar höfuðstöðvar músa heiðingjaþingsins, og sprengdi þar sjálfan sig í loft upp innan um meist- ara heiðingjanna." Nuri al-Maliki, forsætisráðherra íraks, hét því í gær að þeir sem ábyrgð báru á tilræðinu yrðu sóttir til saka. r\ristDjorg POrisdóttir Mosfellsbæ Hlini Melsteð Jðngeirsson Hafnarfirði ólafur Ágúst Ingason Qarðabx Una María Óskarsdóttii Kópavogi Frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi Samúel örn Erlingsson Kópavogi Sív Friðleifsdóttir Seltjarnarnesi framsokn.is Framsóknarflokkurinn opnar í dag 4 kosningaskrifstofur í Suðvesturkjördæmi. ÍMosfellsbæ Háholti 14, sími 896 6462. Opnað kl. 10.30. Kaffiveitingar. ■ ÍGarðabæ Kirkjulundi 19, sími 565 6061. Opnað kl. 14.00. Kaffiveitingar. ■ ÍHafnarfirði Dalshrauni 5, sími 5551819. Opnað kl. 15.00. Kaffiveitingar. ■ ÍKópavogi Digranesvegi 12, sími 5541300. Opnað kl. 17.00. Léttar veitingar. Gott tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri við frambjóðendur. Allir velkomnir. Árangur áfram - ekkert stopp m 2007 f) Framsókn

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.