blaðið - 14.04.2007, Page 22

blaðið - 14.04.2007, Page 22
22 LAUGARDAGUR 14. APRIL 2007 blaðiö folk@bladid.net NÝJASTA kosn- ingaloforð Magn- úsar Stefánssonar um að aðstoða skuldara gæti reynst Framsókn- arflokknum happa- drjúgt. Allir vita að farsælustu kosningaloforðin eru þau sem ná til sem flestra og engin hörgull er á skuldurum á íslandi. Nærri má geta að fylgi flokksins aukist um helming við þessar fréttir. Hins vegar verður ekki spurt að leikslokum ef loforðið verður ekki efnt. Ætli stjórnarandstaðan sendi þá handrukkara á loforðaskuldarann Magnús ...? UNGFRÚ REYKJAVÍKUR hefur verið valin Fanney Lára Guð- mundsdóttir, 19 ára Kópavogs- mær. Hún varð einnig þess heiðurs aðnjótandi að vera valin Aquolina-stúlkan, sem þykir vafalaust afar eftirsóknarvert í fegurðarbrans- anum. Fanney stundar námí Verzlun- arskóla íslands en víst þykir að hún eigi ekki séns í keppnina Óbeisluð fegurð, sem fram fer í fé- lagsheimili Hnífsdælinga þann 18. apríl næstkomandi. Þótt Fanney þyki afar fönguleg og falleg, virðist hún þó aðeins innihalda beislaða fegurð, ef marka má skil- greiningu Vestfirðinganna... ESSO stendur nú í hamskiptum. Breyting á einu elsta vörumerki landsins stendur nú yfir og er nýja heitið Ni. Eflaust mun það valda einhverjum óánægju- röddum en strax er byrjað að snúa út úr nafninu. Eitt dæmi er: „Enn ein bensínstöðin ...“ H VAÐ Á Vísa ekki að létta FEVJNST korthöfum lífið? ÞER? „Jú, svo framarlega sem það er í okkar valdi að gera það." Sólin skín á ný Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Hið sögufræga stuðband Síðan skein sól, með Helga Björns í broddi fylkingar, mun halda upp á 20 ára afmælistónleika á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 18. apríl næstkomandi. Sveitin á að baki fjölmarga slag- ara sem leiknir verða í bland við önnur minna þekkt lög í nýjum útsetningum. „Við áttuðum okkur á í kringum áramótin að þetta væri afmælisár og ákváðum að gera eitthvað í því. Auðvitað hafði ég leitt hugann að þessu áður svo sem og okkur hafði lengi langað til að gera eitthvað, nýja plötu eða halda tónleika. Menn voru bara uppteknir hver í sínu horni,“ segir Helgi Björnsson söngv- ari sveitarinnar. „En þetta er frábært tilefni og passar upp á hár með tímasetningu, þvi hljómsveitin hóf störf í lok mars 1987. Erfiðast er þó að velja hvaða lög fá inni og hver ekki. Auðvitað tökum við okkar þekktustu lög og hugsan- lega læðist eitthvað nýtt efni inn, en það er þó ekki víst. Reyndar kveður við nýjan hljóm í sumum lögum er hlotið hafa nýjar útsetningar. Þetta verður svona gotterís bland í poka bara og tilvalið tækifæri til að telja í á ný. “ Ýmsir stjörnugestir munu koma Frábært tækifæri! Lítið umboð og lager er til sölu af sérstökum ástæðum. Þetta umboð er með ýmiskonar fatnað og heilsuskó. Mjög vel þekkt innan heilbrigðisgeirarns fyrir þægindi og gæði. Hentar einstaklega vel fyrir fólk sem vill vinna sjálfstætt. Miklir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Upplýsingar í síma 691-0808 fram með sveitinni. Þar á meðal er Silvía Nótt. „fá, Björn Jörundur er frambæri- legur tónlistarmaður sem og KK, en ég reyni kannski að plata hann til að blása eitthvað í hörpuna. Svo er Silvía Nótt auðvitað mikill aðdáandi Sólarinnar eins og allir aðrir, þannig að hún fær sitt pláss. “ „Þetfá verðursvona gott- erísbfánd í poka bara og tilvalið tækifærí tilað teija í á ný.“ Lítið hefur borið á Helga undan- farið í sviðsljósinu. Hann gaf síðast út sólóplötu árið 2005 en hefur að eigin sögn einbeitt sér að öðrum störfum. „Já, það er rétt. Annars hef ég nú alltaf verið til í eitthvað sprikl inn á milli. Ég hef þó aðallega verið að framleiða efni og svo hef ég leikið í einni og einni bíómynd af og til. Ann- ars er ég meira í tónlistinni, kannski núna en það fer bara eftir aðstæðum hverju sinni.“ Mikið hefur breyst á 20 árum, bæði i tónlistinni og öðrum kimum þjóðfélagsins. „Þetta var mun erfiðara að standa í þessu í gamla daga. Það þótti ekki hlaupið að því að fá inn í hljóðverum nema að vera með plötusamning við eitthvert útgáfufyrirtækjanna. Su doku Það virkaði líka sem eins konar sía en með nýrri upptökutækni, Net- inu og tölvunum, þá er framboðið á efni miklu meira og þar af leiðandi misjafnara. Að mínu mati er alltaf minna og minna af „nýju“ efni í gangi, þetta er mikið til endurtekn- ing á gömlum lögum og böndum. Sem dæmi nefni ég bara Peter, Bjorn og John sem hljóma alveg eins og Kinks frá 1965! En auðvitað er alltaf eitthvað nýtt í gömlum hljómi, en það á bara eftir að koma í ljós hvort þessi þróun sé jákvæð eða neikvæð.“ En hvað hlustar Helgi á sjálfur? Hvað leynist í iPodnum hans? „Ég hef mikið verið að færast í átt að djassinum, hann herjar sífellt meira á mig. Einnig er klassísk tónlist mikið uppi á pallborðinu. Annars er rokkið alltaf inni líka auðvitað, The Killers, The Clash, The Who, þetta gengur bara í bylgjum hjá manni.“ Helgi er maður með reynslu og er eldri en tvœvetur íbransanum. Hann hefur löngum verið þekktur fyrir frumlega og líflega sviðsframkomu. „Ég er nú kannski ekki að klifra upp á hátalarastæðurnar enn þá, enda eitthvað kominn yfir fertugt. Ætli maður verði ekki fágaðri og hóf- stilltari með aldrinum, við skulum að minnsta kosti orða það þannig. En krafturinn býr enn þá undir niðri, eins og eldfjall sem er við það að gjósa, en gýs þó ekki,“ sagði Helgi spekingslega að lokum. Þórður Jónsson, sviðsstjóri hjá VISA Korthafar VISA lentu í vandræðum um gervalla evrópu I gær þar sem ekki var unnt að nota greiðslukortin. Bilun átti sér stað í miðstöð VISA í Evrópu sem leiddi til örðugleikanna. Þórður segir ástandið hafa farið batnandi og að málið leysist vonandi sem tyrst. BLOGGARINN... Hrópandi ósamræmi „Hjörleifur Guttormsson frambjóðandi VG í Reykjavík hvetur Ómar Ragnars- son til að draga framboð sitt til baka. Sennilega vill VG „eiga“ græn mál og telja ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig í hlé. Ekki er ég viss um að VG uppskeri mikið með þessum mál- flutningi, enda þvert á fyrri yfirlýsingar þegar forysta VG fagnaði framboði Ómars og félaga. Katrín Jakobsdóttir sagðist „fagna komu annars framboðs sem leggur áherslu á umhverfismár - Nú ' J kveður við annan tón. “ Eyþór Arnalds ea.blog.is/blog/ea Fegurðarklám- keppni „...Hvernig hægt er að keppa í fegurð er mér fyrirmunað að sjá eða skilja. Stúlkurnar voru allar fallegar. [...] I þetta sinn var ekki reynt að halda á lofti að ekki væri nóg að vera fallegur heldur skipti persónuleikinn miklu máli líka. Það hlýturað vera þokka- lega erfitt fyrir áhorfendur að dæma persónuleika út frá tískusýningu, bað- fatasýningu, ballkjóla- og dansatriði. Upphafsatriðið varsorglegt. Stúlkurn- ar voru með klút fyriraugum (gegnsæ- an að vísu), í rifnum fötum sem voru afsvo skornum skammti (fötin) að þau huldu bara það allra heilagasta. Ég og húsbandið vorum sammála um að þarna væri klámtískan lifandi komin. Alla vega bein skírskotun í hana.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is Ekki Jón „Rosalega hef ég séð margar ekki- fréttir um Jón Baldvin á þessu ári. Jón Baldvin hleraður - Jón Baldvin - ekki hleraður; Jón Baldvin á lista Samfylkingarinnar - Jón Baldvin ekki á lista Samfylkingarinnar; Jón Baldvin á lista Islandshreyfingarinn- ar - Jón Baldvin ekki á lista Islands- hreyfingarinnar. Jón Baldvin á heiður skilinn fyrir margt en hann liti betur út ef hann hefði alveg sleppt því að komast i fréttirnar síðustu misserin. Þetta hefur einhvern veginn verið allt einhver gola í plastmáli." Ágúst Borgþór Sverrisson blogg.visir.is/ agustborgthor eftir Jim Unger 6 7 4 1 9 3 2 6 7 3 7 4 9 6 8 4 9 5 1 7 1 8 8 7 1 9 2 4 5 6 8 2 3 4 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Ef þú krefst þess að hlægja, Ingimundur, þá bið ég þig um að leita í grínrekkanum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.