blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 36

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaðið mennin menning@bladid.net Austur og vestur Fimmtu og síðustu tónleikar vetrarins í TKTK-Tónleika- röð kennara Tónlistarskóia Kópavogs, verða haldnir í Salnum í dag, laugardaginn 14.apríl klukkan 13. Á efnis skrá er kvintett eftir Prokofieff, Kentish og fleira. „Hver var Freyja?" Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og þýðandi, flytur fyrirlesturinn „Hver var Freyja?" í Snorrastofu í Reykholti á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 20.30. Mun Ingunn þar fjalla um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni. Nýhil veitir ljóöaverðlaun í dag veröa veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni Nýhils og Menntaskólablaðsins Verðandi. Athöfnin fer fram í bókabúð Nýhils við Klappar- stíg 25 og hefststund- víslega klukkan 14.00 og eru allir vel- komnir. Á meðan s allir finna stæði og koma sér fyrir ætlar hljómsveitin Palindr- ome að flytja tónlist. Verðlauna- hafar í sjö flokkum verða síðan tilkynntir og mun hver og einn lesa sitt verðlaunaljóð og þiggja veglega bókagjöf frá Nýhil. A eftir hyggjast Nýhilskáld lesa upp Ijóð sín. í tilefni dagsins verða allir Nýhilstitlar og fleiri seldir á 100-1000 krónur. Hughrif frá náttúrunni Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hildur@bladid.net Árni Rúnar Sverrisson myndlistar- maður opnar í dag málverkasýn- ingu í galleríinu Art-Iceland.com við Skólavörðustíg ía. Árni Rúnar er undir sterkum áhrifum frá litbrigð- um og formum frumgróðurs jarðar og í myndum hans koma fyrst og fremst fram hughrif frá náttúrunni. Spurður hvort hann ferðist mikið um landið segist Árni vissulega gera töluvert af því. „Hins vegar nægir mér að hafa einn lítinn mosavax- inn stein, en í einum slíkum get ég fengið næga inspírasjón fyrir ótelj- andi myndir. Þegar ég ferðast um landið tek ég gjarnan myndir sem ég get síðan notað sem innblástur á veturna þegar ég hef ekki alla þessa liti náttúrunnar í kringum mig. Svo er ég mikill steinasafnari og á ágæt- is safn af steinum með alls konar myndum á og það er alveg haugur af hugmyndum sem hægt er að fá út frá þeim,“ segir hann og bætir því við að steinarnir séu úr alls kyns steintegundum og séu allir sóttir í íslenska náttúru. Árni hefur fengist við myndlist í hátt í þrjá áratugi og tekið á við alls kyns viðfangsefni. „Áður fyrr gerði ég töluvert af þjóðfélagsádeilumynd- um auk þess sem ég var töluvert að fást við trúarpælingar af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. En fyrir um ío árum fór ég að gera landslagsmynd- ir og hef einbeitt mér að mestu að því allar götur síðan.“ Sýningin opnar klukkan 14 og eru allir velkomnir. Ert þú að flytja innanlands? Mundu að tílkynna um breytt heimilisfang þitt og allra fjölskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig þarf að tilkynna um breytt heimilisfang til Hagstofu íslands. viðskiptabanka og allra sem senda þér bréf. Pósturinn sér ekki um slíkar tilkynningar. Áframsending er í boði fyrir þá sem flytja innanlands. Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis- fangið eru þá áframsendará nýja heimilisfangið. Biðpóstur er í boði fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér tímabundið. Pósturínn þinn er þá áframsendur á umbeðið pósthús þar sem þú getur nátgast hann þegar þér hentar. Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuði er 990 kr. og mánaðargjald fyrir biðpóst er 580 kr. Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að greiða þjónustugjatd en þá mun áframsending ekki taka gildi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla heimilisfangið. Þjónusluver | símí 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is Töfraveröld Turak-hópsins Þjóðleikhúsið kynnir sérstæða franska gestasýningu, Etabl’íle, í Kúlunni næstkomandi mánudags- kvöld klukkan 20. Aðeins er um þessa einu sýningu í Þjóðleikhús- inu að ræða og því fágætt tækifæri fyrir leikhúsáhugafólk en Turak- leikhópurinn undir stjórn Michael Laubu hefur getið sér gott orð víða um heim. Hér er á ferðinni sérstæð leiksýn- ing, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í sýningu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna. Sumir hafa viljað kalla leikhús af þessu tagi „víðavangs- leikhús". Sýningin er skipulögð af Alliance Francais og er hluti af menningardagskránni Pourquoi pas? -Franskt vor á Islandi. Leiösögn í Lista- safni íslands Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður verður með leiðsögn um sýningu á verkum Jóns Engil- berts í Listasafni íslands á morg- un, sunnudaginn ís.apríl klukkan 14- Hann ætlar að spjalla um verk Jóns út frá kynnum sínum af lista- manninum og gögnum í fórum Sveinssafns um samskipti Jóns og Sveins Björnssonar. Erlendur kynntist verkum Jóns Engilberts og Jóni sjálfum á unglingsárum sínum meðal annars vegna vin- áttu Jóns og Sveins Björnssonar listmálara, föður Erlends. í spjalli sínu mun hann ganga út frá tveim- ur portrettum sem Sveinn málaði af Jóni í aprílmánuði árið 1963 og styðjast í því sambandi við dagbók- arlýsingar Sveins sem ekki hafa birst áður, en gefa góða mynd af Jóni og stöðu hans sem fyrirmynd ungra listamanna upp úr 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.