blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 folk@bladid.net HVAÐ FII^NST ÞER? „Landnámsöld. En þetta voru lélegar eftirlíkingar og því lélegt grin.“ blaöiö Hannes Guðmundsson, útibússtjóri. Hópur fólks í búningum víkinga ruddist inn í Glitnisbankann við Lækjargötu í gær og hafði orð á því að um bankarán væri að ræða. Kallað var á lögreglu sem kom fljótt á staðinn. Þá kom í Ijós að um svokallaða „dimmiteringu" menntskælinga var að ræða og engin alvara á bak við orðin. Engin eftirmál munu verða af atvikinu. HEYRST HEFUR UMRÆÐU- OG/EÐA SAMRÆÐU- STJÓRNMÁL er hugtak sem Samfylkingin hefur löngum lofað í hástert á undanförnum misserum. Að ræða beri hlutina málefnalega og svo séu teknar skynsamlegar ákvarðanir í kjölfarið. Stjórnar- flokkarnir hafa hins vegar hampað athafnastjórnmálum, svona rétt til þess að aðgreina sig frá óvininum. Því koma nýjar auglýsingar Sjálfstæðisflokksins í blöðunum örlitið spánskt fyrir sjónir. Yfir- skriftin á þeim er nefnilega: TÖLUM SAMAN... SKOÐANAKANNANIR hafa ekki verið Frjálslynda flokknum hlið- hollar undanfarið. Flokknum barst hjálp úr óvæntri átt þegar bassa- fanturinn sjálfur, Þröstur í Mínus, lofsöng flokkinn á Isafirði um páskahelgina þar sem tónlistarhá- tíðin Aldrei fór ég suður var haldin. Að sögn viðstaddra fór Þröstur mikinn um innflytjendamál sem eru Frjálslynda flokknum svo hugleikin og bar sig eins alvöru pólitíkus. Það kom viðstöddum töluvert á óvart að Þröstur vildi setja hömlur á streymi innflytj- enda til landsins þar sem Gróa á Leiti hefur verið dugleg við að slúðra um samband hans og súludansmeyjar frá Austur-Evrópu undan- farna mán- uði... Á VEFÞJÓÐVILJA-vefnum er skemmtileg tilvísun í gamla frétt frá 1977 þar sem vísindamenn spáðu lítilli ísöld fyrir áramótin 2000. Fréttin er fyndin í ljósi umræðna um hlýnun lofts- lags sem nú á sér stað og ljóst að ekki berað trúa öllu sem kemur frá vísinda- mönnum. Enn geta þeir ekki spáð rétt fyrir um veðr- áttu einn dag fram í tímann, hvað þá hvernig hún verður eftir 30 ár. Sungið og dansað Glæsilegt Óperuball verður á mánudagskvöldið. ■‘Summ Glæsiviöburður í Óperunni: Uppskeruhátíð söngvara Eftir Trausta Saivar Kristjánsson traustis@bladid.net Sannkallað söngvaraball verður haldið í Óperunni á mánudags- kvöldiðnœstkomandi. Um einnglœsi- legasta viðburð í menningarlífinu er að rceða, þar sem sóngvarar hvers- konar og önnur fyrirmenni mæta í sínu fínasta pússi til að skemmta sér og öðrum. Hugmyndina að viðburð- inum á stórsöngvarinn Davíð Ólafs- son sem mungegna stöðu veislustjóra ogsiðameistara á dansleiknum. ' „Jú, það er rétt. Ég var að læra söng í Vín þar sem slíkir viðburðir þekkjast vel, enda árlegir. Þá taka sig saman öll leikhúsin, leikarar og söngvarar og halda einn allsherj- ardansleik þar sem boðið er upp á fordrykk, tónleika, dansatriði og big band sem leikur fyrir dansi út nóttina.“ Davíð sótti viðburðinn lengi vel eftir að hann hœtti námi, slíkt var fjörið. „Ég vildi ekki fyrir nokkra muni sleppa þessu. Hins vegar komst ég ekki í fyrra og ákvað því að halda svona ball bara sjálfur. Það tókst svona líka ofboðslega vel að ég varð að endurtaka leikinn. Fólk öskraði nánast af gleði í fyrra. Við enduðum þarna 50 manns í fjöldasöng undir rauðan morgun í þakherbergi og vonumst til að endurtaka leikinn í ár,“ sagði Davíð með tilhlökkun. „Síðan eröllum velkomið að taka lagið inn á milli og erþað í raun einkenni viðburðaríns, því margt hæfileikafólk er þama samankomið.“ Veislan verður ekki af verri end- anum, enda margt fyrirmennið á ferðinni. „Það er rétt. Þetta er einskonar upp- skeruhátíð söngvara. Við bjóðum sendiherrum og ráðamönnum og auðvitað er körlum skylt að mæta með slaufu og konum skylt að mæta í síðkjólum; svokallaður gala- klæðnaður. Boðið verður upp á for- drykk milli klukkan átta og níu og síðan hefjast tónleikar sem standa í klukkutíma og margir af ástsæl- ustu söngvurum þjóðarinnar koma fram, þar á meðal Garðar Cortes, sem mun stjórna fjöldasöng. Að því loknu stígur strengjasveitin Sardas á stokk og leikur fyrir valsi, nú eða dansi, fyrir þá sem kunna ekki vals. Sérstakir heiðursgestir verða hjónin Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson, sem voru heitasta parið í bænum fyrir 30 árum. Á miðnætti bregður big bandið Létt- sveit Suðurnesja sér á svið og allir swinga fram á nótt. Síðan er öllum velkomið að taka lagið inn á milli og er það í raun einkenni viðburðarins, því margt hæfileikafólk er þarna samankomið.“ Seldir verða 250 miðar og eru allir velkomnir. Miðinn kostar 3000 krónur, en hœgt er að panta einn slíkan í Óperunni. „Við viljum ekki selja of marga miða því það má ekki verða of þröngt á þingi meðan á atriðunum stendur. Síðan verður Óperuhúsið opnað upp á gátt, frá kjallara og upp í ris. Þetta er einstakur viðburður hér á landi og ég hef notið góðs stuðnings Óper- unnar. Vonandi verður þetta árlegur viðburður því þetta er alveg óskap- lega gaman,“ sagði Davíð í sjöunda himni. BLOGGARINN... Zmá ýslensgu-kensla „Það hefur farið rosalega í mínar fínustu þegar fólk fer rrieð rangt mál. Nú er mál að linni. Hver kannast ekki við frasann sem jafnvel heyrist hjá launuðu málsmetandi fóiki með háskólapróf í framburði og framsetn- ingu íslensks máls „Allt er þegar þrennt er“? Rétt framsetning þessa orðtaks er „Allt er, er þrennt er“. Er, sem kemur 3 sinnum fyriríþessu orðtaki, fullkomnar þrennuna og legg- ur áherslu á mikilvægi þess. Það er ekki heil brú í„Allt er þegar þrennt er“ hvar erþessi þrenna í orðtakinu eins og langflestir Islendingar bera það fram? Vænti ég þess að málfróðir einstaklingar tjái sig um þetta." Þórarinn Jóhann Kristjánsson serpico.blog.is Fátt er líkt með systurflokkum „Heiftarleg viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar við samningum íslenskra stjórnvalda við Norömenn og Dani um samstarfá sviði varnarmála þurfa ekki að koma á óvart.j...] Þessi skýra afstaða Steingríms undirstrikar hins vegar sérstöðu - ég vil leyfa mér að segja einangrun - Vinstri grænna í þessum málaflokki. Flokkurinn heldur sig þarna yst á vinstri kantinum íís- ienskum stjórnmálum og hefur raunar einstrengingslegri afstöðu til þessara mála heldur en jafnvel systurflokkur- inn i'Noregi, Sósíalíski vinstriflokkur- inn, en hann á sem kunnugt eraðiid að þeirri samsteypustjórn norsku vinstri flokkanna, sem svo skemmti- lega vill til að er viðsemjandi íslenskra stjórn- valda.“ Birgir Ármansson birgir.blog.is Fleyg orð framsóknarmanns „Jón Sigurðsson mælti vísdómsorð í fréttum ígær. Ég varsvo hjartanlega sammála honum að ég get varla lýst því. Þetta er nú kannski ekki orðrétt en inntakið var: Það er hollt og gott að skipta um fólk ístjórnum, nefndum og ráðum þegar ákveðinn tími hefur liðið. Ætli hann hafi verið að vísa til rfkisstjórnar? Er hann núna mörgum dögum fyrir kosningar farinn að undirbúa spin doktor bullið eftir kosn- ingar, þegar skýra á tapið?“ Ingi Geir Hreinsson sarcasticbastard.blog.is blaði Auglýsingasíminn er 510 3744 Su doku 8 4 6 7 5 1 1 3 4 5 8 9 7 2 1 6 5 8 2 5 7 1 6 3 6 9 2 8 1 4 3 4 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Láttu hann Viggó ekki hræða þig, hann situr inni fyrir málverkafölsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.