blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 49

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 49
Fegurðarsamkeppnir barna Árlega fara fram um 3.000 feg■ urðarsamkeppnir yngstu kyn- slóöarinnar i Bandaríkjunum. TAX-FREE dagar 15% afsláttur í dag og á mánudag opiö 11-17 Little Miss Sunshine Oli- ve tók þátt í fegurðarsam- keppni barna og vakti fólk i til umhugsunar. ingar keppnina. Aðrir þátttakendur eru líka skyldugir til þess að færa sigur- vegaranum verðlaun. Gervitennur og hárlengingar Keppnirnar hafa ekki aðeins verið gagnrýndar fyrir að leggja óeðlilega mikið á litlar manneskj- ur heldur einnig vegna þess að litlar stúlkur eru farðaðar líkt og þær séu fullorðnar, með varalit og augnblýant í stíl, maskara og kinna- lit. Sumar eru með gervihár og hár- lengingar og jafnvel er gengið svo langt að setja gervitennur í börnin ef svo óheppilega vill til að barna- tennurnar gefa sig á milli keppna. Keppendur ganga upp og niður sviðið í hvers kyns múnderingu á meðan dómararnir meta þá og er ekki óalgengt að sumir geti ekki tekist á við pressuna og bresti í grát á sviðinu. Mæðurnar sem standa oftar en ekki við sviðið og stýra hverju skrefi vel þjálfaðra barna sinna eru þá ekki Iengi að þrífa börnin af sviðinu til þess að sann- færa þau um að þeirra hlutverk í lífinu sé að færa öðrum hamingju með því að vera falleg/ur og brosa. Svo fá þau kannski smá Cheerios í poka á meðan þau jafna sig fyrir næsta atriði. Mikill tími í undirbúning Margir foreldrar telja þessar keppnir gera börnum þeirra gott og telja þátttökuna gefa barninu for- skot í lífinu þar sem sjálfstraustið aukist og það lærir að koma fram. Líf margra snýst því að miklu leyti í kringum fegurðarsamkeppnirnar þar sem þjálfun stendur allt árið um kring og börnin þurfa að æfa atriðin sín eftir skóla og leikskóla í nokkrar klukkustundir daglega. Á keppnis- daginn þarf að mæta snemma enda tekur það í kringum tvær klukku- stundir að farða barnið og klæða. Efnameiri mæður eru oftast með aðstoðarfólk á sínum snærum sem sér um förðun og hárgreiðslu enda getur verið erfitt að koma hárleng- ingum í litla þunnhærða kolla en sjá má börn allt frá nokkurra mán- aða gömlum með hárlengingar svo að barnið líkist einna helst Barbie- dúkku en það virðist vera sú fyrir- mynd sem mæðrum þessara barna þykir eftirsóknarverðust. Laugavegi 89 blaöið 49 LAUGARDAGUR 28. APRIL 2007 Living Dolls Heimildarmyndin Living Dolls: The Making of a Child Beauty Queen kom út árið 2001 og fjallar um hina 5 ára gömlu Swan Brooner og móður hennar. Fylgst er með mæðgunum að undirbúningi fyrir fegurðarsam- keppnir sem stúlkan tekur þátt í og þeir sem vilja fræðast meira um vitleysuna sem einkennir þennan bandaríska kúltúr ættu að kíkja á þessa mynd. rfs | á| i vm *ST SEA^' Gámasala á Branden-fiskibollum Laugardag & Sunnudag Kl 12-18 Á bryggjunni fyrir neðan Hafnarbúðir Bollurnar eru lausfrystar og seldar í 5 og 10 kg kössum ca 50gr stk. á verksmiðjuverði 590 kr/kg. Gegn framvísun auglýsingarinnar fæst 50 kr afsláttur per kg. DKNY IKKS Gerard Darel Nicole Farhi Bruuns Bazaar Just in Case Vadumsrum Free Lance eva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.