blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 19
blaöiö LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 19 Jafnaðarstefnan skilar okkur öllum áfram Jafnvægi og framfarir; efling vel- ferðarkerfisins og ábyrg efnahags- stjórn eru rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum ognývinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsað- gerða. Efnahags- og umhverfisstefna Samfylkingarinnar slær á þenslu og skapar svigrúm fyrir átak í velferðar- og samgöngumálum. Við viljum stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla. Námsbækur í framhaldsskólum verði nem- endum að kostnaðarlausu. Fjölga á nemendum sem ljúka framhalds- skólaprófi og samþætta símenntun menntakerfinu í heild. Breyta skal 30 prósentum námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Áratugur hátækni Samfylkingin vill búa atvinnu- lífinu hagstætt rekstrarumhverfi þannig að hingað sæki erlend fjár- festing í auknum mæli. Samfylk- ingin vill hefja áratug hátækninnar með samræmdum aðgerðum í þágu þekkingariðnaðarins og m.a. fjór- falda framlag í Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð á næstu fjórum árum. Samfylkingin vill treysta undirstöður menningarstarfsemi sem mikilvægrar auðlindar í land- inu. Samfylkingin leggur áherslu á að skattar af lífeyrissjóðsgreiðslum Aukum lifsgæðin, velferð og jöfnuð hérá landi. Umrœðctn Gunnar Svavarsson verði lækkaðir niður í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyr- istekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum, virðisaukaskattur af lyfjum verði lækkaður og að tekið verði upp gagn- særra og réttlátara skattkerfi þar sem „grænir skattar” fá aukið vægi. Sambærileg lífskjör Samfylkingin vill tryggja öllum landsmönnum sambærileg lífskjör óháð búsetu og að þeir eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu. Forsenda þessa er raunhæf byggðastefna sem byggist á stórátaki í samgöngumálum, neti háskóla- stofnana á landsbyggðinni og auknu athafnafrelsi í landbúnaði. Á næsta kjörtímabili verði 1200 störf óháð staðsetningu á vegum ríkisins aug- lýst laus til umsóknar. Jafnaðarmenn hafa lagt grunninn að velferðarsamfé- lögum Norðurlanda. Þar er jöfnuður meiri en annars staðar og atvinnu- lífið jafnframt samkeppnishæfast. Á undanförnum áratug hafa stjórnvöld á íslandi ekki hugað að sér, við höfum aukið misskiptingu og ójöfnuð. Þessu viljum við breyta. Jafnaðarstefnan skilar okkur öllum áfram og skilur engan eftir. Aukum lífsgæðin, velferð og jöfnuð hér á landi - eyðum biðl- istum, verðbólgu, háum vöxtum og viðskiptaójöfnuði - stuðningur við Samfylkinguna tryggir okkur betri tíma fyrir alla. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Borgar sig að bjarga mannslífi? Ársfundur Landspítala-háskóla- sjúkrahúss í dag var mjög góður. Mörg áhugaverð erindi og bar þar hæst innlegg gestafyrirlesarans Sir Michael Rawlins frá heilbrigð- isstofnuninni NICE (National Institut for Health and Clinical Excellece). Hann ræddi siðferði- legan vanda heilbrigðiskerfisins sem stendur frammi fyrir mik- illi fjölgun sjúklinga m.a. vegna hærri lífaldurs, betri tækni sem greinir alla fyrr, vaxandi vænt- inga til lækninga og síðast en ekki síst takmarkaðs fjármagns. Umrœðan Mannslíf getur kostað allt að 15 milljónir punda Margrét Sverrisdóttir Réttlæti? Stofnunin sem hann stýrir (NICE -sem er opinber stofnun) leitast við að tryggja gæðastaðla í bresku heilbrigðiskerfi og styðja almennt heilsufar. En hvernig er réttlátast að skipta kökunni? Með aðferð frjálshyggjunnar; Hver er sjálfum sér næstur og borgar fyrir sig; með nytsemishyggju svo flestir njóti góðs af eða með ein- hvers konar jafnræðishyggju? Stofnunin leitast við að meta áhrif læknisaðgerða til betri heilsu með tilliti til kostnaðar að- gerða sem framkvæma þarf. Mæli- einingin er LÍFSGÆÐI (QUALY), metin út frá mörgum þáttum sem aðgerðin mun hafa áhrif á, s.s. hreyfanleika, að geta séð um sig sjálfur í daglegu lífi, vera laus við sársauka o.s.frv. hvort sem sjúk- lingur þjáist af þunglyndi eða er með bilaða mjöðm, svo dæmi sé tekið. Mannslíf á 1,5 milljónir punda Mörkin verða alltaf óljós því kerfið á að vera sveigjanlegt. Að sögn Sir Rawlins getur mannslíf kostað allt að 1,5 milljónir punda. Þar höfum við það. Þetta er gróf og hraðsoðin endursögn hjá mér en mér finnst þetta mjög áhuga- verð umræða. Það er sérkennilegt að menn skuli vera komnir frá lækningaeiðnum um skyldu til að lina allar þjáningar yfir í um- ræðu um hvernig eigi að reikna út hvenær það borgi sig að bjarga mannslífi. Höfundur er varaformaður (slandshreyfingarinnar Greinin er tekin af www.margretsverris.blog.is. iMnpÍBK STOR MEIRIHLUTI KYNF ÞEKKJA BARNIÐ EÐA Kynferðisofbeldismönnum er treyst af fjölskyldunni og barninu. Þeir eru í aðstöðu til að “lokka” börn með ástúð og athygli þannig að börnin eiga erfitt með að greina þá athygli sem misnotkun. Þeir verjamiklum óáreittum tíma með barninu og gefa því gjafir og peninga að tilefnislausu ... Kynferðisofbeldismenn eru flestir mjög viðkunnalegir. Kynferðislegt ofbeldi á börnum er glæpur. Kynntu þér hvernig þú getur leitað eftir aðstoð á www.blattafram.is. Ef velferð barns er í húfi hringdu þá i sima Rjúfum þögnina! ÞOGNIN ER VERSTI OVINURINN BL TT AFRA/VI! WWW.BLATmFRAM.IS tr?ís HESIAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.