blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 blaðið lcelandic Theatre 1860-1920. Þetta er fyrsta bók um íslenska leiklist og leikhúsfræði sem kemur út á ensku. menning@bladid.net Síðasti sýningardagur sýningarinnar Foss á Kjarvalsstöðum verður næstkomandi sunnudag, þann 29. apríl, en klukkan 15 sama dag er leiðsögn um sýninguna. Varúlfur í Ölpunum [ tilefni frönsku menningarhátíðar- innar Fransks vors hefur Grámann ___ bókaútgáfa gefið út spennu- bókina Varúlfinn eftir franska metsöluhöfundinn Fred Vargas. Varúlfurinn er önnur glæpasaga Vargas sem kemur út á íslensku en hin fyrri, Kallarinn, kom út árið 2005 og hlaut afar góðar viðtökur gagnrýnenda. I Varúlfinum fær Adamsberg yfirlögregluþjónn í París heldur óvenjulegt sakamál til rann- sóknar. Suður í frönsku Ölpunum gengur sá orðrómur fjöllum hærra að þar eigi varúlfur sök á óhugnanlegum drápum á sauðfé og mönnum. Adamsberg fylgist úr fjarlægð með blóði drifnu ferðalagi morðingjans milli fjalla- þorpanna uns hann ákveður að skerast í leikinn og komast að hinu sanna. Getur verið að þarna sé varúlfur á ferð, eða er þetta kannski bara ósköp venjulegur úlfur úr nærliggjandi þjóðgarði? Eða eitthvað annað? Klassík fellur aldrei úr tísku Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hildur@bladid.net Gerður Bolladóttir sópransöngkona syngur á tónleikum á Þjóðminjasafn- inu á morgun, sunnudaginn 29. apríl klukkan 15. Flutt verða veraldleg og trúarleg lög sem spanna tímabilið frá Eysteini munki til Jónasar Hallgríms- sonar, en Gerður syngur veraldlegu lögin við hörpuleik Sophie Schoonj- an í útsetningum Ferdinands Raut- ers. Trúarlegu lögin flytur Gerður við undirleik Hlínar Erlendsdóttur fiðlu- leikara í nýjum útsetningum önnu Þorvaldsdóttur tónskálds. „Þetta eru lög af diski sem kom út síðastliðið haust en hann ber nafnið Fagurt er í Fjörðum en með titlinum er vísað í ljóð eftir Látra-Björgu sem er eitt af þeim ljóðum sem við flytj- um á disknum og á tónleikunum. Það er mjög við hæfi að flytja þessi lög núna á þessum tíma árs enda eru nokkur sumarlög á dagskránni,“ seg- ir Gerður. Hún lærði óperusöng i bænum Blo- omington í Indiana í Bandaríkjunum en síðan hún sneri aftur heim til ís- lands hefur hún lagt nokkra áherslu á íslenskþjóðlög. „Þetta eru ódauðleg lög sem falla aldrei úr tísku og það er alltaf áhugi fyrir þeim hér á landi, hjá ungum jafnt sem öldnum. Reyndar eru þetta nýjar og frumlegar útsetn- BloölKPÚI( Veraldleg og trúarleg þjóðlög. Gerður Bolladóttir ásamt Sophie Schoonjan hörpuleikara. ingar hjá Önnu og henni tekst listavel að gera það með bæði nútímalegum og fornlegum blæ í einu, en það gerði hún alveg sérstaklega fyrir mig og Hlín. Lögin eru í sjálfu sér einföld, en þegar ég segi einföld meina ég ekki að þau séu auðveld í flutningi. Að syngj a þau við undirleik fiðlu er alveg sérstaklega krefjandi þar sem bæði röddin og fiðlan eru sólóhljóðfæri. Það krefst því mikillar nákvæmni að láta hvort tveggja passa saman og í raun er þetta mest krefjandi og jafn- framt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur." Aðspurð segist Gerður vera að vinna að nýjum, spennandi verkefn- um þessa dagana. „Ég verð fertug á árinu og af því tilefni stefni ég að því að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt. En ég vil samt ekki vera að gefa of mikið upp enda er ýmislegt óráðið enn þá. Ég get þó staðfest að ég er áfram að vinna með Önnu Þor- valdsdóttur, enda hefur samstarfið með henni gefist mjög vel hingað til,“ segir hún að lokum. Sumarlegir götuskór Skóverslun Kringlunni 8 -12 - S: 553 2888 Karlakórinn Þrestir heldur síðustu vortónleika ársins í Grafarvogskirkju í dag laugardaginn 28.apríl kl 16 Á tónleikaskránni eru bæði innlend og erlend lög Með söngvaseið á vörum # Er sumarið kemur # Ég veit ekki af... # Ritters Abschied # Jag vet en dejlig rosa # Heima # Góðanótt # Lindin # Það er svo margt að minnast á # Hrim # Skógarsöngur # Höggin í smiðjunni # Huldur # Senn kemur vor # Down among the dead men # Ríðum, sveinar, senn # Finlandia # Frá Nýja heiminum # Shenandoah # Tell my why # Vivel' amour # Coney Island Baby # PegO'My Heart # Funiculi, funicula # Söngstjóri er Jón Kristinn Cortez og píanóleikari Jónas Þórir. Meingallaöur Grettir Borgarleikhúsið frumsýndi á sunnudaginn tsöngleikinn Gretti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórar- in Eldjárn og Egil Ólafsson. Grettir fjallar um lífshlaup unglingsins Grettis, sem er latur, illa gefinn strákur sem lítið virðist ætla að ræt- ast úr þar til hann hittir fegurðardís- ina Siggu. Eftir fáránlega atburðarás fær hann hlutverk í sjónvarpsþátt- um um Gretti hinn sterka, og bjarg- ar að lokum landinu úr klóm hins illa draugs Gláms. Kannski var þetta fyndið verk árið 1980, þegar það var fyrst sýnt. Það er það svo sannarlega ekki leng- ur. Þegar ég steig út í kuldann eftir sýninguna skildi ég lítið sem ekkert í sundurlausu handritinu, og ég var virkilega sár yfir því að hafa misst af Boston Legal vegna þess. Ég býst við að leikarar og leikstjóri hafi gert það besta sem þeir gátu úr vonlausu handritinu, en það var þó fleira í sýningunni sem fór í taugarnar á mér en það. Leikmyndin virtist hafa verið tekin úr lélegum bandarískum spurningaþætti og ég skildi aldrei hvernig hún kom sögunni við. Það sama má segja um hár og búninga. Ég skildi ekki samhengið milli útlits og sögu. Tónlistin var heldur ekki upp á marga fiska, en ég hafði þó gaman af þeim lögum sem ég þekkti fyrir, eins og Tarzan konungi apanna, og söng Gullauga, sem eru sennilega einu skemmtilegu lögin í sýningunni. Nú fæddist ég nokkru eftir að verkið var fyrst sýnt og hélt því að kannski hefði þetta verið meistara- stykki á sínum tíma og ég væri bara ekki að skilja húmorinn. Ég talaði hins vegar við mér eldra fólk sem sá verkið á sínum tíma, og það var víst ekki mikið skárra þá. Ég held að Grettir hefði bara átt að falla í gleymsku. Mig grunar alltént að unga kynslóðin i dag kunni ekki að meta þetta afsprengi fortíðarinnar. Grettir Borgarleikhúsið Rúnar Freyr Gíslason. Ólafur Haukur Símonarson, Þórarinn Eldjárn og Egill Ólafsson.. Ingimar Björn Davíösson ingimar@bladid.nét Leikhús Atli, Grettir og Gullauga „Kannski var þetta fyndið verk áriö 1980, þegarþað var fyrst sýnt. Pað er það svo sannarlega ekki lengur. {...} og ég var virkilega sár yfir þvt að hafa misst af Boston Legal vegna þess.“ segir ingimar Björn Davíðsson ídómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.