blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaðið
vatnasvæði
12007
veidikortid.is
fyrir aðeins 5000 krónur!
Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæstá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
Illugi Jökulsson skrifar um hjónabönd samkynhneigðra
Blóðmörskeppur kirkjunnar J L
Ekkert skil ég í samkyn-
hneigðu fólki að vera
sífellt að púkka upp á
Þjóðkirkjuna og aðrar
þær kirkjudeildir sem fyrir löngu
hafa sýnt að þeim er gjörsam-
lega um megn að leggja samkyn-
hneigða fullkomlega að jöfnu við
annað fólk.
Þjóðkirkjan hagar sér núorðið
eins og hrekkjusvínið í bekknum
sem hefur lengi stundað grimmi-
legt einelti gegn hommanum í
bekknum en nú hefur samfélagið
í líki kennarans tekið í taumana
og skipað hrekkjusvíninu að láta
af ofsóknum sínum. Og hrekkju-
svínið neyðist til að draga dálítið
úr ofsa eineltisins en getur bara
ekki stillt sig um að sparka aðeins
í hommann þegar tækifæri gefst.
Það hefur Þjóðkirkjan nú
enn gert með því að neita sam-
kynhneigðum enn og aftur um
fulla jafnstöðu hvað snertir
hjónavígslur.
Fámenn og þröngsýn þjóð
Kirkjunnar menn halda því
framaðsamkynhneigðumstandi
til boða alveg jafn góð blessun
kirkjunnar þótt ekki skuli sam-
bönd þeirra kölluð „hjónabönd“
þar sem guð hafi í Biblíunni
einskorðað það við samband
karls og konu. Að einhverju leyti
er þetta mál því spurning um
orðhengilshátt. Að kirkjumenn
skuli ekki geta hugsað sér að
leyfa samkynhneigðum að nefna
sitt samband sama orði og aðrir,
það sýnir hins vegar bara að enn
eimir eftir af fordómum gamla
bekkjartuddans.
Prestar bera fyrir sig Biblí-
una. Því þar stendur ... og svo
framvegis.
Æjá. Höfundar Biblíunnar til-
heyrðu fámennri og heldur þröng-
sýnni þjóð í Miðausturlöndum
fyrir þúsundum ára. Sumir þeirra
voru innblásin skáld. Fáeinir
voru brúklegir hugsuðir. En fyrst
og fremst voru þeir ágætir blaða-
menn sem skráðu af miklum
dugnaði niður hugmyndir þjóðar-
innar um trúmál, veröldina, sam-
félagið, siðferðið og vísindin. Þær
hugmyndir voru ekkert mjög sér-
stakar - þær voru allar á kreiki
víða um Miðausturlönd sem og
annars staðar í heiminum.
Beiskjublandinn hlátur
Að hámenntað fólk uppi á Is-
landi skuli beita hinum rykföllnu
handritum þeirra fyrir sig sem
einhvers staðar fyrirsögn um
hvernig haga skuli lífinu árið
2007, það hljómar náttúrlega fyrst
og fremst sem fáránlegur brand-
ari. En hláturinn verður heldur
beiskjublandinn þegar kemur á
daginn að enn á að brúka þessar
tilraunir Gyðinga til að átta sig
á veröldinni fyrir mörg þúsund
árum sem mælikvarða á hvað má
og hvað má ekki.
Og sérstaklega þegar málið
snýst um hvernig meðhöndla
skuli fólk.
í Biblíunni er vissulega að finna
kafla þar sem samkynhneigðir
eru fordæmdir. Það er meira að
segja kveðið á um að þeir skuli
teknir af lífi fyrir „glæp“ sinn. Og
ef út í það er farið: Hvers vegna
styður íslenska Þjóðkirkjan ekki
að farið sé bókstaflega eftirþeirri
fyrirsögn Biblíunnar og hommar
og lesbíur séu grýtt til bana - ef
hún velur á hinn bóginn að taka
mark á þeim ritningarstöðum
sem hún kýs sjálf að túlka svo
að komi í veg fyrir fullkomið
hjónaband samkynhneigðra? Og
hvers vegna styður Þjóðkirkjan
ekki að foreldrar myrði börn
J 7. kafla Þriöju Móse-
bókar eru augljós og
skýr fyrirmœli um að
taka af lífi hvern þann
sem leggur sér bíóömörs-
kepp til munns. Er þaö
á valdi ístenskra poka-
presta aö ákveða hvaö í
„oröi guðs" sé oröið úrelt
og hvaö ekki?"
sín af algjöru miskunnarleysi ef
þau eru óþekk? Nákvæmar fyrir-
skipanir um það er þó að finna í
Biblíunni!
Kemur guði ekkert við
Prestar bera fyrir sig að þar
sem talað er í Biblíunni um
hjónabönd sé augljóslega átt við
samband karls og konu. Ójá. I 7.
kafla Þriðju Mósebókar eru aug-
ljós og skýr fyrirmæli um að taka
af lífi hvern þann sem leggur sér
blóðmörskepp til munns. Er það
á valdi íslenskra pokapresta að
ákveða hvað í „orði guðs“ sé orðið
úrelt og hvað ekki?
Svarið er auðvitað einfalt.
Tregða Þjóðkirkjunnar og flestra
annarra kirkjudeilda við að leyfa
hjónabönd samkynhneigðra
kemur guði ekkert við. Sú tregða
stafar bara af mannlegum for-
dómum og engu öðru.