blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 45
blaðið
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 45
Tangó í Flensborg
Kvennakór Hafnarfjarðar og Tangósveit
lýðveldisins halda tangótónleika í Hamri, sal
Flensborgarskóla, í dag kl 16. Einsöngvari er
Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
íslandsmót í kraftlyftingum í Smáralind
Hrikalegir kraftaiötnar
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Það verður heldur betur tekið á því
í Smáralindinni í dag þar sem WPC-
samtökin halda íslandsmót í kraft-
lyftingum. Einir 20 kraftajötnar eru
skráðir til leiks og eru þeir hver öðr-
um hrikalegri og má því búast við
miklum átökum. Fólk getur fylgst
með keppninni og lofar Magnús Ver
Magnússon mótshaldari svakalegri
stemningu.
„Okkur langaði til að velja stað
þar sem fólk gæti komið saman og
fylgst með þessu. Þetta er líka ágæt
leið til að kynna þetta og það kostar
ekkert inn,“ segir Magnús.
Ekki áhersla á fagurfræði
WPC á íslandi er aðildarfélag al-
þjóðlega kraftlyftingasambandsins
World Powerlifting Congress en
„Ég ætla að reyna að vera
með þama sjálfur og það
er ómögulegt að segja
hvemig það fer. Fyrir einu
og hálfu ári sleit ég frams-
inina á lærinu en ég er
allur að koma til núna“
reglur þess eru að nokkru leyti frá-
brugðnar reglum Alþjóðakraftlyft-
ingasambandsins. „Þetta samband
leyfir aðeins meira og það er ekki
verið að einblína jafnmikið á útfærsl-
ur á lyftunum og að þetta sé allt svo
ofsalega fullkomið,“ segir Magnús
og bætir við að þeim hafi fundist of
mikil áhersla lögð á fagurfræði hjá
hinu sambandinu. „Það átti allt að
vera svo fallegt annars fengu menn
bara ógilt,“ segir hann.
„Það er mjög mikill áhugi á íþrótt-
inni. Þetta er bara rétt rúmlega árs
gamalt samband hérna á íslandi og
hefur vaxið og undið upp á sig alveg
óheyrilega hratt,“ segir Magnús.
Verður með sjálfur
Sérstakur gestakeppandi verður
sænski kraftlyftingamaðurinn Jörg-
en Ljungberg sem hefur keppt hér
á landi áður. „Þetta er svakalegur
moli og mjög góður lyftari,“ segir
Magnús sem ætlar sjálfur ekki að
láta sitt eftir liggja.
„Ég ætla að reyna að vera með
þarna sjálfur og það er ómögulegt að
segja hvernig það fer. Fyrir einu og
hálfu ári sleit ég framsinina á lærinu
en ég er allur að koma til núna,“ segir
Magnús Ver Magnússon að lokum.
Kraftlyftingamótið fer fram í
Smáralind og hefst kl. 13. Aðgangur
er ókeypis og eru allir velkomnir.
Dagskrá um Lindgren
Þess er minnst með margvísleg-
um hætti um þessar mundir að öld
er liðin frá fæðingu sænska rithöf-
undarins Astrid Lindgren en bækur
hennar hafa notið mikilla vinsælda
meðal barna og fullorðinna hér á
landi sem annars staðar.
1 Norræna húsinu verður efnt til
barnadagskrár í tilefni af afmælinu
í dag og á morgun og hefst hún kl. 14
báða dagana. Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson segir frá Astrid Lindgren,
syngur lög og segir sögur af eftir-
minnilegustu persónum höfundar-
ins. Að auki verður sýnd stuttmynd
um Kalla á þakinu. Enginn aðgangs-
eyrir.
Jafnframt verða myndir sem gerð-
ar eru eftir sögum hennar sýndar á
vegum Fjalakattarins á morgun og
á mánudag. Ronja Ræningjadótt-
ir verður sýnd á morgun, kl. 15 og
Börnin í Olátagarði kl. 17. Bróðir
minn ljónshjarta verður sýnd á
mánudag kl. 17.
Myndirnar eru allar sýndar með
sænsku tali og enskurn texta. Leik-
arinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson
kynnir myndirnar og bregður á leik
með börnunum.
UM HELGINA
Listir á mótorhjóli
Mótorhjólakappinn Áaron Col-
ton verður með sýningu á gamla
varnarsvæðinu á Keflavíkurflug-
velli í dag kl. 12-14. Einnig munu
sportbílar og mótorhjól keppa
í brautarakstri. Colton verður
einnig með sýningu við Smára-
lind þann 1. maí kl. 16.
Styrktartónleikar
Fjöldi valinkunnra tónlistar-
manna kemur fram á
tvennum tónleikum
til styrktar endur-
reisn Café Rosen-
bergs í Loftkastal-
anum í kvöld kl. 21
og annað kvöld kl. 20.
Lúðrar hljóma
Lúðrasveit verkalýðsins heldur
tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag kl. 14. Á dagskránni eru
gömul og ný íslensk lög sem
sum hver voru samin eða sér-
staklega útsett fyrir sveitina.
Aðgangur er ókeypis.
Geðveikt kaffihús
Hugarafl stendur fyrir geðveiku
kaffihúsi í Hinu Húsinu í dag kl.
12-17. Jafnframt verður boðið
upp á tónlist og upplestur.
Virkjanir í Pjórsá
Unnendur Þjórsár og Sól á Suð-
urlandi halda fund um virkjanir í
Þjórsá í Þingborg í Flóa í dag kl.
14.1 pallborði sitja oddvitar allra
stjórnmálaflokka á Suðurlandi.
TEKJUVERND
Haltu þínu striki með
Tekjuvernd Kaupþings
m
KAUPÞING