blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 Sigmar Guðmundsson mun lýsa Eurovision- keppninni fyrir íslensku þjóðinni blaöiö Tek mig ekki mjög hátíðlega Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Kast- Ijóss, er á leið til Helsinki eftir tæplega viku en rétt eins og ífyrra mun hann lýsa Eurovision fyrir áhorfendum heima í stofu. Sigmar var óneit- anlega spenntur þegar Svanhvít Ljósbjörg Guð- mundsdóttir hitti hann og sagðist hlakka mikið til enda hafi keppnin í fyrra verið ómetanleg lífsreynsla. Eg þurfti að hugsa mig talsvert um áður en ég lýsti Eurovision- keppninni í fyrra og það var smá beygur í mér því hingað til hefur keppnin ekki verið í uppáhaldi hjá mér. Það verður að segjast eins og er að mörg laganna eru ekki fýsileg í sjálfu sér og ekki merkilegar tónsmíðar,“ segir Sigmar. „Ég hafði alltaf hugsað um Eurovision sem tónlistarkeppni og hafði því ekki mikið álit á henni. Eftir upplifun mína í fyrra hætti ég að hugsa um Eurovision sem metn- aðarfullan tónlistarlegan viðburð því þetta er risastór uppákoma og það skiptir máli að hafa húmor fyrir sumum atriðunum. Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa slegið til því þetta voru ein- hverjir skemmtilegustu tíu dagar erlendis sem ég hef lifað. Þetta var meiriháttar ævintýri en auðvitað var þetta sérstaklega skrautlegt af því Silvía Nótt var þarna fyrir íslands hönd. Fyrir vikið var mjög mikil at- hygli á öllum íslendingunum og það voru mikil læti í kringum okkur sem var mjög skemmtilegt. Ég lýsti keppninni sjálfri en auk þess vann ég fréttir og Kastljósefni. Þetta var því botnlaus vinna frá morgni til kvölds. Ég hef mjög gaman af þess- ari keppni núna og er mjög spenntur fyrir keppninni í ár. Ég horfi á þetta með þeim augum að þetta eigi að vera skemmtilegt.“ Grípandi lag og frábær söngvari Sigmar er hóflega bjartsýnn fyrir íslands hönd og finnst sem lagið mælist nokkuð vel fyrir. „Lagið er ofboðslega melódískt og grípandi. Hins vegar segir sagan okkur að við ættum ekki að vera sérstaklega bjartsýn. Það eru mörg sterk lög í undankeppninni, þar á meðal mikið af lögum frá Austur-Evrópu- þjóðunum og þær, eins og aðrar þjóðir, detta í þann pytt að greiða nágrannaþjóðunum atkvæði. Ég hef lúmskan grun um að af tíu þjóðum sem komast í aðalkeppn- ina verði allt að 7 þjóðir frá Austur- Evrópu og þá eru eftir nokkur sterk lög frá öðrum þjóðum. Það er engin ástæða til að ganga að því sem gefnu að Eiríkur fari áfram en ég giska á að hann verði einhvers staðar frá sjöunda sæti og niður í fjórtánda. Það eru um átta af lögunum í und- ankeppninni sem eru það léleg að það er öruggt að þau komast ekki Félag SkrúSgarSyrkjumeistara GARÐHIIMAR. meistari.is MyndirÆyþór Sigmar Guðmundsson .,/ dag jbegar ég hugsa um vinnuna er ég fegínn aó vera í fjölmidlum því fjölmiðlaáhuginn er nokkurs konar baktería sem maður fær og hún grasserar i mér. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.