blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 35

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 35
blaðið LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 35 „Rolling Stones er mitt uppáhald og hver heldur ekki upp á Mick jagger, þótt hann sé ekki smáfríður? Hvaða karlmaður á hans aldri vill ekki vera í jafngóðu formi og hann?" Sólveig Pétursdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins og forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Eitt af síðustu verkum hennar sem for- seti Alþingis var ferð sendinefndar þingsins til Kaliforniu. Ferðin hefur verið nokkuð gagnrýnd. „Mér finnst umræðan hafa verið skrýtin,“ segir Sólveig. „Við vorum að endurgjalda heimsókn frá Kaliforníuþingi en þar eru menn mjög áhugasamir um aukin samskipti milli Kaliforníu og íslands. Þessi ferð var gagnleg, við fórum víða og áttum mjög góða fundi og hittum marga ráðamenn og þar var meðal annars rætt um umhverfis- og orkumál. Við höfðum tækifæri til að kynna þau íslensku orkufyrirtæki sem eru að koma inn á Bandaríkja- markað og leiðrétta misskilning varð- andi íslenska þorskstofninn. Þetta var ánægjuleg ferð og vonandi til hags- bóta fyrir islenska hagsmuni og það er alveg ljóst að það er mikill áhugi í Kaliforníu á að efla þessi samskipti enn frekar. Mér skilst að það hafi verið gagn- rýnt að þingmenn sem eru að hætta þingstöfum fari i slíka ferð. Auðvitað er það þannig að þingmenn eru ekki að stofna til persónulegra tengsla. Þeir eru fulltrúar Alþingis og íslenskra stjórnvalda þannig að sá árangur sem svona heimsókn skilar er varanlegur og bundinn við þær stofnanir sem við erum fulltrúar fyrir. Alþjóðleg samskipti hafa mjög mikið að segja fyrir okkur sem búum á eyju í norðanverðu Atlantshafi. Við lifum í heimi hnattvæðingar og þar hafa alþjóðleg tengsl og samstarfvaxið hröðum skrefum. íslenska hagkerfið, sem lengi var tiltölulega einangrað, hefur tekið þátt í alþjóðavæðingunni af krafti og uppskorið ríkulega eins og góðæri síðustu ára ber glöggt vitni um. íslendingar hafa orðið vitni að kraftinum í útrásinni þar sem íslensk fyrirtæki vaxa og dafna á stórum al- þjóðlegum markaði en það má ekki gleyma því að alþjóðavæðingin á sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins. Þetta sjáum við meðal annars í menningu og listum, alls kyns grasrótarstarfi og ekki síst hjá unga fólkinu okkar sem sækir nám og störf erlendis í æ ríkari mæli. Allt þetta auðgar menningu okkar og þjóðlíf. Alþingi hefur fylgt þessari þróun og stuðlað að henni og tekur af krafti og metnaði þátt í al- þjóðasamtökum þjóðþinga. Þannig á það að vera.“ Að þekkja sinn vitjunartíma Þú ert að hcetta sem forseti Al- þingis, afhverju? „Eg er búin að vera lengi í stjórn- málum, hef verið viðloðandi þingið í tuttugu ár og var áður í borgarstjórn- armálum. Ég var búin að hugsa þetta nokkuð lengi. Það skiptir miklu máli fyrir stjórnmálamenn að þekkja sinn vitjunartíma og mér finnst gott að hafa getað tekið þessa ákvörðun sjálf. Þetta hefur verið lærdómsríkur og ánægjulegur timi og ég hef verið svo heppin að fá að gegna mörgum trúnað- arstörfum. Ég er einlægur sjálfstæðis- maður og trúi á hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins. En sem forseti Alþingis var ég í þeirri stöðu að vera forseti fyrir alla þingmenn. Ég hef eignast mjög marga vini á þessum árum og ekki bara úr mínum eigin flokki. Mér fannst þetta orðið gott og ég tók þá ákvörðun að hætta en það er auðvitað skrýtin tilhugsun. Ég er mjög pólitísk og verð það áfram og fylgist af áhuga með félögum mínum í kosningabaráttunni. Ég geri ráð fyrir því að ég verði áfram í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og taki þátt í störfum fyrir hann. Annars er óráðið hvað ég fer að gera. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af því að mér muni leiðast. Ég er komin með barnabarn, litla sonardóttur sem er rúmlega eins árs, og mér finnst spennandi að geta eytt tíma með henni. Ég hlakka til. Það er nefnilega líf eftir pólitík.“ nær þrjá áratugi. Hvenær vaknaði stjórnmálaáhugi þinn? „Stjórnmálaáhuginn vaknaði þegar ég var barn. Á æskuheimili mínu var oft setið við matarborðið og rætt um pólitík og þjóðfélagsmál, sérstaklega í hádeginu á sunnudögum, þegar menn fengu lambalærið eða hrygg- inn og þessar umræður gátu jafnvel staðið í nokkra klukkutíma. Pabbi og fjölskylda hans voru mjög virk í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var formaður Óðins, sem var félag laun- þega í Sjálfstæðisflokknum, og var mjög virkur í verkalýðshreyfingunni. Hann var lengi vörubílstjóri hjá Þrótti áður en hann fór að vinna hjá borg- inni og varð deildarstjóri. Ég er alin upp í sjálfstæðisstefnunni og það var brýnt fyrir mér að allir eigi sín tæki- færi og að menn eigi að standa fast á sínu og ekki láta beita sig órétti. Foreldrar mínir ólust bæði upp við erfiðar aðstæður. Föðurafi minn fékk berkla og missti allt sitt. Börnin voru ellefu þannig að pabbi þurfti að byrja að vinna sextán ára gamall. Móður- amma mín upplifði líka basl, hún skildi við mann sinn og fluttist með börn sín til Siglufjarðar þar sem síldin varð þeim til bjargar. Það var lítið af peningum á mínu æskuheimili og ég er ekki fædd með silfurskeið í munn- inum. Ég er alin upp í verkamannabú- stöðum í Stórholtinu. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á við okkur systk- inin að við skyldum afla okkur mennt- unar. Við fengum allan þann stuðn- ing og væntumþykju sem hægt er að hugsa sér. Ég tel að sú umhyggja sem ég hlaut í æsku hafi fyrst og fremst mótað mig sem persónu og er ævin- lega þakklát foreldrum mínum fyrir það. Pabbi dó fyrir nokkrum árum en móðir mín er ennþá á lífi, orðin áttræð, og hún er ein besta vinkona mín.“ Önnur hlið á borgarlífinu Manni finnst eins og það sé innbyggt í þig að þú eigir að hafa metnað og eigir að standa þig. Er það rétt? „Ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér. Ég er alin upp í metnaði. Ég fékk stuðn- ing en það var líka ýtt á mig svo ég- gæti bjargað mér sjálf. Sennilega hefur þessi uppeldisaðferð foreldr- anna að einhverju leyti mótast af erfiðum aðstæðum þeirra þegar þau voru ung. Ég er alin upp i því að berj- ast fyrir réttindum annarra og ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi sterka réttlætiskennd. Ég vil hjálpa fólki og vinna fyrir það. Þegar ég, eftir stúdentspróf, stóð frammi fyrir því að velja mér námsbraut valdi ég lögfræð- ina. Ég sé ekki eftir því. Þótt lögfræðin virki kannski dálítið þurr til að byrja með þá kennir hún manni ákveðinn þankagang sem er góður skóli í stjórn- málastarfi og svo mörgu öðru. Ég eignaðist þrjú börn fyrir þrítugt og varð að aðlaga minn karríer að því. Ég fékkst við ýmislegt, starfaði hjá borg- arfógetaembættinu, var fulltrúi á lög- mannsstofu Ragnars Aðalsteinssonar og kennari við Verslunarskólann.“ Doris 3+1 + 1 áklœöi verö kr. 209.000 3+1 + 1 I e ö u r verö kr. 229.000, Belmar 3 + 2 verö kr. 1 52.000. 3+1 + 1 verö kr. 1 96.000. 3 + 2+1 verö kr. 207.000, Opnunartímar Virka daga frá 11:00 - 18:00 Laugardaga frá 11:00 - 16:00 Ella 3+1 + ] Leöur verö kr. 298.000 Caleido áklœöi verö kr. 1 69.000. ( VcTOTUI HÚSGAGNAVERSLUN Bœjarlúid 6 - 200 Kóp. S: SS4-7800 Ekki fædd með silfurskeið Þú hefur sinnt stjórnmálum í HÚSGÖGNIN FAST EINNIG IHÚSGAGNAVAL. HOFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.