blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 6
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Svcrrir Einarsson Bryndís Valbjamardóttir Hermann Jónasson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaöur • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sveitarféiagið ÁRBORGí ER MTT FYRIRTÆMfOÐ AÐ SKRÁ SIG? SKRÁNING í FULIM riANMSÍMA 897-0787 & ÁVIFNUMWWW.ARB<ÍÍi2007.IS hyiíian i brínni....lelkfækí lyfir ÐOrnln.„„aniMnn>„>? Sími 533 4450 / 577 4450 • www.everest.is Skeifunni 6 og Dalvegi 18 6 LAÍJGARDAGUR 28. APRÍL 2007 blaöið INNLENT KARAHNJUKAMENGUN Landlæknir á vettvang Matthías Halldórsson landlæknir og Haraldur Briem sóttvarnalæknir stefna samkvæmt mbl að því að vera á Kárahnjúkum á mánudag og fá upplýs- ingar um það sem gerðist þegar starfsmenn veiktust af völdum mengunar í aðrennslisgöngum. Þeir ætla að skoða hvað gerðist varðandi sjúkra- skrárnar sem yfirlæknir á Kárahnjúkum hefur sagt að Impregilo hafi stolið. Varmárskóli blandast í deilur um tengibraut í Mosfellsbæ: Séð upp í Leirvogstungu Ný tengibraut i Mosfellsbæ veldur hatrömmum deilum Motmæli send frá póstlista skólans ■ Formaður foreldrafélags forsprakkinn ■ Lokað á aðgang formannsins Skólastjórinn sendi afsökunarbeiðni Eftir Þröst Emilsson the@bladid.net Hatrammar deilur um skipulags- mál í Mosfellsbæ, einkum lagningu tengibrauta, teygja nú anga sína inn í grunnskóla bæjarins. Hart er deilt um legu Tungubrautar, tengibrautar sem liggja á í framhaldi af Skeiðholti frá Skólabraut að Leirvogstungu og mun þvera Varmá og Köldukvísl. Tilgangur með lagningu vegar- ins er m.a. að tengja saman nýtt íbúðarhverfi í Leirvogstungu við skóla og aðra þjónustu í eldri hluta Mosfellsbæjar. Lilja Hrönn Pálsdóttir, formaður foreldrafé- lags Varmárskóla, sendi ásamt fleirum, meðal annars formanni Varmár- samtákanna, mótmæli til foreldra barna í skólanum og var póstlisti skólans nýttur til sendinganna. Yf- irskriftin var „Mótmæli Tunguvegar” og í viðhengi voru móttakendur hvattir til að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd. f viðhenginu mátti meðal annars lesa; bjargið börnunum og komum í veg fyrir umhverfisslys. Talað er um óþarfa tengibraut, tillitsleysivið skóla- börn og eyðileggingu náttúrunnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir lýstu ánægju með framtakið en aðrir brugðust ókvæða við og kvörtuðu við skólayfirvöld. „Þetta tilheyrir ekki skólastarfi. Við lítum á þetta sem yfirsjón en höfum ekki rætt þetta frekar,” sagði Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Varmárskóla. MÓTMÆLI BJARGIÐ BÖRNUNUMI HÖFNUM MEIRÍMiÍGUN! VERNDUM KALDÁNA OO LEIRURNARI SBEBaaMaiiiePgSSSaia.- 4B58 -TEi-riiT.iff-.tÆSaxB Innan við tveimur tímum eftir póstsendingu mótmælanna sendi skólastjóri Varmárskóla afsökunar- bréf til foreldra. Hann harmar að mótmælin skyldu send gegnum net- fangalista skólans og segir að það hafi verið gert að stjórnendum skól- ans forspurðum. Jafnframt upplýsir skólastjórinn að aðgangi formanns foreldrafélagsins að tölvukerfi skól- ans hafi verið lokað. „Heiftin er mikil og ég er hissa á viðbrögðunum. Ég var aðeins að hugsa um hag barnanna okkar en þykir miður hver viðbrögðin voru sagði Lilja Hrönn Pálsdóttir, formaður foreldrafélags Varmárskóla. „Ég held að þarna séu á ferðinni óþarfa áhyggjur og fólk misskilji framkvæmdina. Þetta fer í umhverfismat, þrátt fyrir að talið væri að þess þyrfti ekki. Við viljum láta náttúruna njóta vafans. Þá er í bígerð að halda kynningarfund um fram- kvæmdina á næstu dögum,” sagði Haraldur Sverrisson, for- maður bæjarráðs og formaður skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar. Framboðsfrestur vegna þingkosninga runninn út: Sex framboð á landsvísu Framboðsfrestur vegna þing- kosninganna 12. maí rann út á há- degi í gær. Sex stjórnmálasamtök tilkynntu framboð í öllum kjör- dæmum og skiluðu framboðslistum og meðmælum til yfirkjörstjórna. Baráttusamtök eldri borgara og ör- yrkja bjóða fram í einu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Reyndar skiluðu samtökin einnig inn fram- boðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en tæplega klukkustund of seint. Yfir- kjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður ákveður í dag hvort gögnin verða tekin gild. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylk- ingin, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og íslands- hreyfingin - lifandi land skiluðu inn framboðslistum í öllum sex kjör- dæmum. Kjörskrá á að leggja frarh í síðasta lagi miðvikudaginn 2. maí og þann sama dag á að birta fram- boðslista. Kosið verður til Alþingis laugardaginn 12. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.