blaðið - 28.04.2007, Page 6

blaðið - 28.04.2007, Page 6
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Svcrrir Einarsson Bryndís Valbjamardóttir Hermann Jónasson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaöur • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sveitarféiagið ÁRBORGí ER MTT FYRIRTÆMfOÐ AÐ SKRÁ SIG? SKRÁNING í FULIM riANMSÍMA 897-0787 & ÁVIFNUMWWW.ARB<ÍÍi2007.IS hyiíian i brínni....lelkfækí lyfir ÐOrnln.„„aniMnn>„>? Sími 533 4450 / 577 4450 • www.everest.is Skeifunni 6 og Dalvegi 18 6 LAÍJGARDAGUR 28. APRÍL 2007 blaöið INNLENT KARAHNJUKAMENGUN Landlæknir á vettvang Matthías Halldórsson landlæknir og Haraldur Briem sóttvarnalæknir stefna samkvæmt mbl að því að vera á Kárahnjúkum á mánudag og fá upplýs- ingar um það sem gerðist þegar starfsmenn veiktust af völdum mengunar í aðrennslisgöngum. Þeir ætla að skoða hvað gerðist varðandi sjúkra- skrárnar sem yfirlæknir á Kárahnjúkum hefur sagt að Impregilo hafi stolið. Varmárskóli blandast í deilur um tengibraut í Mosfellsbæ: Séð upp í Leirvogstungu Ný tengibraut i Mosfellsbæ veldur hatrömmum deilum Motmæli send frá póstlista skólans ■ Formaður foreldrafélags forsprakkinn ■ Lokað á aðgang formannsins Skólastjórinn sendi afsökunarbeiðni Eftir Þröst Emilsson the@bladid.net Hatrammar deilur um skipulags- mál í Mosfellsbæ, einkum lagningu tengibrauta, teygja nú anga sína inn í grunnskóla bæjarins. Hart er deilt um legu Tungubrautar, tengibrautar sem liggja á í framhaldi af Skeiðholti frá Skólabraut að Leirvogstungu og mun þvera Varmá og Köldukvísl. Tilgangur með lagningu vegar- ins er m.a. að tengja saman nýtt íbúðarhverfi í Leirvogstungu við skóla og aðra þjónustu í eldri hluta Mosfellsbæjar. Lilja Hrönn Pálsdóttir, formaður foreldrafé- lags Varmárskóla, sendi ásamt fleirum, meðal annars formanni Varmár- samtákanna, mótmæli til foreldra barna í skólanum og var póstlisti skólans nýttur til sendinganna. Yf- irskriftin var „Mótmæli Tunguvegar” og í viðhengi voru móttakendur hvattir til að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd. f viðhenginu mátti meðal annars lesa; bjargið börnunum og komum í veg fyrir umhverfisslys. Talað er um óþarfa tengibraut, tillitsleysivið skóla- börn og eyðileggingu náttúrunnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir lýstu ánægju með framtakið en aðrir brugðust ókvæða við og kvörtuðu við skólayfirvöld. „Þetta tilheyrir ekki skólastarfi. Við lítum á þetta sem yfirsjón en höfum ekki rætt þetta frekar,” sagði Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Varmárskóla. MÓTMÆLI BJARGIÐ BÖRNUNUMI HÖFNUM MEIRÍMiÍGUN! VERNDUM KALDÁNA OO LEIRURNARI SBEBaaMaiiiePgSSSaia.- 4B58 -TEi-riiT.iff-.tÆSaxB Innan við tveimur tímum eftir póstsendingu mótmælanna sendi skólastjóri Varmárskóla afsökunar- bréf til foreldra. Hann harmar að mótmælin skyldu send gegnum net- fangalista skólans og segir að það hafi verið gert að stjórnendum skól- ans forspurðum. Jafnframt upplýsir skólastjórinn að aðgangi formanns foreldrafélagsins að tölvukerfi skól- ans hafi verið lokað. „Heiftin er mikil og ég er hissa á viðbrögðunum. Ég var aðeins að hugsa um hag barnanna okkar en þykir miður hver viðbrögðin voru sagði Lilja Hrönn Pálsdóttir, formaður foreldrafélags Varmárskóla. „Ég held að þarna séu á ferðinni óþarfa áhyggjur og fólk misskilji framkvæmdina. Þetta fer í umhverfismat, þrátt fyrir að talið væri að þess þyrfti ekki. Við viljum láta náttúruna njóta vafans. Þá er í bígerð að halda kynningarfund um fram- kvæmdina á næstu dögum,” sagði Haraldur Sverrisson, for- maður bæjarráðs og formaður skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar. Framboðsfrestur vegna þingkosninga runninn út: Sex framboð á landsvísu Framboðsfrestur vegna þing- kosninganna 12. maí rann út á há- degi í gær. Sex stjórnmálasamtök tilkynntu framboð í öllum kjör- dæmum og skiluðu framboðslistum og meðmælum til yfirkjörstjórna. Baráttusamtök eldri borgara og ör- yrkja bjóða fram í einu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Reyndar skiluðu samtökin einnig inn fram- boðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en tæplega klukkustund of seint. Yfir- kjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður ákveður í dag hvort gögnin verða tekin gild. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylk- ingin, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og íslands- hreyfingin - lifandi land skiluðu inn framboðslistum í öllum sex kjör- dæmum. Kjörskrá á að leggja frarh í síðasta lagi miðvikudaginn 2. maí og þann sama dag á að birta fram- boðslista. Kosið verður til Alþingis laugardaginn 12. maí.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.