blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaöið INNLENT PORTÚGALSKUR SENDIHERRA Skoðar Kárahnjúka Portúgalski sendiherrann í Noregi kemur til landsins í dag til að skoða aðstæður portúgalskra verka- manna sem vinna við Kárahnjúkavirkjun. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á svæðinu, mun lóðsa hann um vinnusvæðið. LAUNAVÍSITALA Hækkaði um 4,1 prósent Vísitala launa er 118,6 stig á fyrsta ársfjórðungi 2007 en hún hækkaði um 4,1 prósent frá fyrri ársfjórðungi. Regluleg laun skrifstofufólks hækkuðu mest eða um 5,9 prósent. Minnst hækkuðu regluleg laun verkafólks eða um 3,3 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Islands. UMFERÐARSLYS Alvarlegt slys á Suðurlandsvegi Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að jeppi og jepplingur skullu saman á Suðurlandsvegi skammt austur af Selfossi síðdegis í gær. Hinir slösuðu voru ökumaður og farþegi jepp- lingsins. Kornabarn í jepplingnum slapp ómeitt. Mbl greindi frá. þriðjudaga Augiýsingasíminn er 510 3744 sérmerkt þér! Fyrrverandi formaður Framsókn- ar Náði ekki inn á þing þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn eyddi líklega u.þ.b. 10 til 20 milljónum króna í gerð sjónvarpsauglýsinga fyrir kosninga- baráttuna. BMil/Bryniardauti Auglýsingakostnaður Samfylkingar og Framsóknar: Tvöfalda 28 milljóna markið ef allt er talið ■ Frjálslyndi flokkurinn var í þriðja sæti ■ Vinstri hreyfingin - grænt framboð eyddi minnstu Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Samkvæmt skýrslu Capacent Gallup eyddu Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin mestu í auglýsinga- kostnað fyrir alþingiskosningarnar í síðasta mánuði, eða um 27 millj- ónum króna hvor flokkur. Ef allur auglýsingakostnaður er tekinn með í reikninginn má þó reikna með að kostnaður allt að tvöfaldist, enda er í skýrslunni einungis metinn kostnaður við birtingar auglýsinga í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Sam- kvæmt upplýsingum Blaðsins fer kostnaður Framsóknarflokksins líklega yfir 40 milljónir ef einungis hönnun sjónvarpsauglýsinga er bætt við áðurnefnda tölu. 1 skýrslunni kemur fram að Sam- fylkingin eyddi mestu í birtingu auglýsinga í áðurnefndum miðlum, eða um 27,3 milljónum króna. Fram- sókn eyddi rétt um 27 milljónum sem var næstmest. Flokkarnir höfðu gert samkomulag um að eyða ekki meira en 28 milljónum í birting- arnar og voru flokkarnir tveir því rétt innan settra marka. Frjálslyndi flokkurinn var í þriðja sæti, en hann eyddi rétt rúmlega 20,5 milljónum og Sjálfstæðisflokkur fylgdi fast á hæla hans með tæpar 20,5 milljónir. Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð eyddi minnstu af þeim fimm flokkum sem könnunin náði til, eða um 17,6 milljónum króna. Við vinnslu skýrslunnar var ekki tekið tillit til ýmissa kostnaðarliða í auglýsingum flokkanna. Sérfræð- ingur sem Blaðið hafði samband við sagði að reikna megi með að áðurnefndar tölur tvöfaldist ef allur auglýsingakostnaður er tekinn með í reikninginn. Sem dæmi um aug- lýsingakostnað sem ekki var tekið tillit til við gerð skýrslunnar má nefna hönnun auglýsinganna, kaup á umhverfisauglýsingum svo sem á strætisvögnum og -skýlum, birt- ingar auglýsinga á veraldarvefnum og kostnað vegna úthringinga. Samkvæmt upplýsingum Blaðs- ins kostar hver sjónvarpsauglýsing eins ogþær sem flokkarnir létu gera fyrir sig á bilinu 1 til 2 milljónir. Hjá Samfylkingunni fengust þær upplýs- ingar að 6 slíkar auglýsingar hefðu verið gerðar. Hjá Framsókn feng- ust hins vegar þær upplýsingar að líklega hefðu 11 slíkar auglýsingar verið gerðar fyrir flokkinn. Því má reikna með að Framsóknarflokkur- inn tróni einn á toppnum ef kostn- aður við sjónvarpsauglýsingar er tekinn með í reikninginn. Hönnun blaðauglýsingar kostar mun minna, eða líklega á bilinu 100 til 200 þús- und krónur fyrir heilsíðuauglýs- ingu ef auglýsingastofa er fengin til að hanna hana. Stjórnendur Frjálsrar fjölmiðlunar dæmdir í Hæstarétti: Fangelsi og fjársektir Hæstiréttur dæmdi í gær Eyjólf Sveinsson, fyrrverandi útgefanda DV og Fréttablaðsins, í tólf mánaða fangelsi þar af níu skilorðsbundna fyrir umboðssvik og skattalaga- brot. Þá var honum gert að greiða rúmar 20 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Héraðsdómur hafði dæmt Eyjólf í 15 mánaða fangelsi, þar af tólf skilorðsbundna og til greiðslu 67 milljóna í sekt. Þá var Svavar Ásbjörnsson dæmdur i 8 mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði skilorðsbundna, en héraðsdómur hafði talið 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi hæfilega refsingu. Marteinn Kristinn Jónasson var dæmdur í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til greiðslu 12,2 milljóna sektar. Héraðsdómur hafði dæmt hann í 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til greiðslu Eyjólfur Sveins- son Sleppurviö fangelsi greiði hann 67 milljónirísekt. Blaöil/Árnl Sæberg sektar upp á 68,9 milljónir. Ólafur Haukur Magnússon hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi í stað 10 mánaða skilorðsbundins dóms fyrir héraðsdómi. Ólafi Hauki er einnig gert að greiða sekt upp á 8,6 milljónir en áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 5,5 milljóna sekt. Sektargreiðslur sakborninga nema rúmum 40 milljónum en hér- aðsdómur hafði ákvarðað sektir upp á tæpar ió3 milljónir króna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.