blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 24
blaðið Safankir Lokkandi grillió Ekki geyma grillið í skúrnum og nota það einungis við há- tíðleg tækifæri. Grillið pylsur handa krökkunum um helgar, eftirrétti á kvöldin og hitið upp bollurnar á morgnana. Það er bara eitthvað svo lokkandi við grilllyktina. Sleppið gosdrykkjunum í sumar en blandið frekar ferska og góða safa. Bæði er hægt að nota safapressu og blanda sódavatni saman við ávaxtasafa. Hvort tveggja er Ijúffengt og einkar sumarlegt. 24 FOSTUDAGUR.l. JUMI 2007 matur@bladid.net . SlfilPp Sumarspagettí með brie Þegar sumarið lætur sjá sig er alvanalegt að neysluvenjur hins hefðbundna fslendings breytist. Grillið er dregið fram og notað reglulega en þess á milli vilja flestir léttar og þægilegar máltíðir. Kannski ekki að furða því enginn vill finna fyrir þyngslum í maga á miðju sumri enda nauðsynlegt að hreyfa sig og njóta náttúrunnar. Spagettí hentar sérstaklega vel í létta og þægilega máltíð því það má nota með nánast hverju sem er auk þess sem fljótlegt er að matbúa það. Hér má finna Ijúffenga uppskrift að spaget- tíi með brie og tómötum, hina fulkomnu sumarblöndu. Sumarspagettí með brie • 300 gr. spagettí • 500 g kúrbítur • 3 msk ólífuolía • 2 hvítlauksgeirar, smátt skornir • 1 sítróna, safi og fínt rifið hýði • 6 þroskaðir tómatar, niðurskornir • 140 gr. brie • Salt • Svarturpipar Aðferð: Eldið spagettí í sjóðandi söltu vatni í 10-12 mínútur þar til það er mjúkt. Farið eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið kúrbítana tii helminga og í sneiðar. Hitið oiíuna á stórri pönnu, steikið kúrbítinn og hvítlauk í 3-4 mínútur þar til það er orðið mjúkt. Bætið sítrónuhýði, tómötum og 3 matskeiðum af pastavatninu saman við. Sjóðið í 2-3 mínútur þar til tómatarnir mýkjast. Takið pönnuna af hellunni og hrærið brie í sósuna, þar til osturinn byrjar að bráðna. Kryddið sósuna með salti, pipar og sítrónusafa. Bætið spagettíinu við sósuna og hrærið vel saman. Berið fram með fersku salati og brauði. Rúnar Gislason á sér engan uppáhaldsmat en elskar naut og góðan fisk: Oftast bara græðgi Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Rúnar Gíslason, matreiðslumað- ur og eigandi veisluþjónustunn- ar Kokkarnir, hefur lengi haft áhuga á matargerð enda byrjaði hann að læra til kokks við 18 ára aldur. „Ég hef lengi haft áhuga á matargerð en það er reyndar ekki svo að ég hafi ætlað að verða kokk- ur frá fimm ára aldri. Ég á yngri systkini og þurfti því oft að vera búinn að setja upp kartöflur og taka eitthvað til áður en foreldr- ar okkar komu heim. Ég minnist þess sérstaklega að eitt skiptið þegar ég sauð kartöflur setti ég þær í pottinn án vatns og rankaði síðan við mig í reyknum,“ segir Rúnar og hlær. „Maturínn verðuraldrei betrí heldur en hráefnið sem unnið ermeð. Ef hrá- efnið er ódýrt mun matur- inn bragðast ódýrt.“ Gott hráefni skiptir öllu Rúnar segir að það sé allt önnur tilfinning að elda í vinnunni en að elda heima. „í vinnunni er eitthvert ákveðið verkefni sem liggur fyrir og ég elda í meira magni en heima. Auk þess er öll aðstaða í vinnunni sérstaklega góð, kraftmiklar elda- vélar, stórir pottar, uppvaskarar og fleira. Reyndar er ég duglegur að elda heima hjá mér og elda mjög oft en ekki á hverju einasta kvöldi.“ Aðspurður hvað hann fái út úr elda- mennskunni segir Rúnar að oftast sé þetta bara græðgi. „Ég er mjög sérstakur að því leyti að ég get fundið fyrir mikilli löngun í eitt- hvað ákveðið og enda jafnvel út í búð á miðvikudegi með nautasteik í höndunum. Aðra daga langar mig kannski alls ekki í nautasteik. Annars fer ég eftir sömu grundvall- arreglum heima og í vinnunni, ég nota ferskt og gott hráefni og kaupi ekki frosið. Það skiptir öllu að hafa gott hráefni í eldamennsku. Matur- inn verður aldrei betri heldur en hráefnið sem unnið er með. Ef hrá- efnið er ódýrt mun maturinn bragð- ast ódýrt.“ Rúnar Gíslason: „Ég á yngri systkini og þurfti því oft að vera búinn að setja upp kartöflur og taka eitthvað til áðuren foreidr ar okkar komu heim.“ Ysa með geitaosti og tómötum Fyrir 4 • 600 gr kartóflur • 900 gr roð og beinlaus ýsa • 3 stk. tómatar • 200 gr mjúkur geitaostur • 80 gr valhnetukjarnar • 1A stk. grænn kúrbítur • 200 gr sykurbaunir • Vá stk rauð paprika • 2 stk hvítlauksgeirar • 2 stk estragongreinar • Salt, • Pipar • Olía Algjör desertkall Rúnar á sér engan uppáhalds- mat enda segist hann elska naut, önd og góðan fisk. „Það er ómögu- legt að gera upp á milli matarteg- unda. Reyndar er ég algjör desert- kall og elska góðan desert," segir Rúnar sem fær sér samt sem áð- ur ekki desert á hverju kvöldi. „Það er meira um að ég laumist í súkkulaði öðru hverju. Við höf- um nær alltaf desert þegar við höldum matarboð og ég er mikið fyrir ber sem ég flambera gjarn- an auk þess sem mér finnst bak- aðir ostar æðislegir." Rúnar lætur fylgja með ljúffenga uppskrift af ýsu með geitaosti og tómötum. Aðferð: Skerið kartöflurnar í sneiðar og steikið á pönnu þar til þær eru gullinbrúnar. Saltið og piprið. Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Sneiðið hvítlauksgeirana niður, setjið aðeins á pönnuna og setjið yfir kartöflurnar. Skerið niður kúrbítinn og paprikuna og setjið yfir kartöflurnar ásamt sykurbaun- unum. Setjið inn í ofn í um 10 mínútur. Á meðan er ýsan skorin í hæfilega bita og smá salt sett á bitana. Tómatarnir eru skornir í sneiðar. Um 3-4 estragonlauf eru sett á hvern ýsubita, ofan á það eru settar tómatsneiðar. Geitaost- urinn er mulinn ofan á tómatana og valhnetukjarnarnir saxaðir og settir á toppinn. Að lokum er mulinn pipar settur yfir. Setjið ýsubitana ofan á kartöflurnar og grænmetið og bakið í 12-15 mín- útur. Borið fram með fersku salati. ' I §m Matur með Völu Matt Valgerður Matthíasdóttir, eða Vala Matt eins og flestir þekkja hana, stýrir nýjum þætti sem hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn ber nafnið Matur og lífsstíll en f þættinum þiggur Vala heimboð hjá fólki sem á það sameiginlegt að vera höfð- ingar heim að sækja og kunna að elda og njóta góðs matar. í fyrsta þættinum heimsækir Vala Bubba Morthens og Hrafnhildi Hafsteins- dóttur sem munu sýna á sér nýjar Frönsk súkkulaðikaka Það er fátt, ef nokkuð, sem jafn- ast á við súkkulaði og sumir vilja meina að það bragðist líkt og himnaríki. I sífelldri umræðu um hollustu og hitaeiningar gleym- ist stundum hve ómótstæðilega gott súkkulaði er. Þar fyrir utan hafa nýlegar rannsóknir sýnt að súkkulaði er ekki eins óhollt og oft hefur verið haldið fram og sér- staklega á það við dökkt súkku- laði. Franskar súkkulaðikökur hafa verið vinsælar í saumaklúbb- um landsins um nokkurt skeið enda tljúffengar með ís, fersk- um ávöxtum eða rjóma. Annar kostur súkkulaðikökunnar er hve einfalt er að gera hana og á flestra færi. Fyrir þá sem hafa aldrei bragðað og uppgötvað dýrð súkkulaðikökunnar fylgir HHK Frönsk súkkulaðikaka Botn: • 2 dl sykur • 200 g smjör • 200 g suðusúkkulaði • 1 dl hveiti • 4 stk egg Súkkulaðibráð: • 150 g suðusúkkulaði • 70 g smjör • 2 msk síróp Botn: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi við 170°C í 30 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni. Súkkulaðibráð: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðið svolítið og berið það síöan á kökuna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.