blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007
blaAiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ Mun Marshall-aðstoðin reyn-
FllsjNST ast íslandi vel í annað sinn?
[3 f »Sú fyrri reyndist einstaklega vel og augljóst að Möllerinn treystir á
1 V • að hún geti komið að sama gagni fyrir hann núna, 50 árum seinna."
Eiríkur Bergmann Einarsson,
stjórnmálafræðingur
Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur ráðið flokksbróður sinn,
Róbert Marshall, sem aðstoðarmann. Marshall-aðstoðin var fjárhags-
aöstoð Bandaríkjanna við Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og var
nefnd eftir George Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
HEYRST HEFUR
Tímamót hjá Samúel Erni:
BLOGGARINN...
SAMKVÆMT áreiðanlegum heim-
ildum úr herbúðum Samfylkingar-
innar er fólk þar margt mjög hissa
og/eða reitt yfir því að Lúðvík
Bergvinsson hafi verið valinn
þingflokksformaður flokksins.
Hann tapaði jú fyrir Margréti
Frímanns í prófkjöri fyrir þing-
kosningarnar 2003, skíttapaði
fyrir Ágústi Ólafi í varaformanns-
slagnum 2005 þrátt fyrir stuðning
forystufólks og tapaði miklu fylgi
með Vestmannaeyjalistann i bæj-
arstjórnarkosningum
síðastliðið vor þar
sem Sjálfstæðisflokk-
urinn náði hreinum
meirihluta. Þá tapaði
hann fyrir Björgvini
G. um fyrsta
sætið í prófkjöri
Samfylkingar-
innar í Reykjavíkurkjördæmi
suður í haust og reyndar munaði
örfáum atkvæðum að hann félli
niður í fjórða sætið. Einnig segja
menn óskiljanlegt að Ágúst Ólafur
láti ganga svona yfir sig. Hann hafi
augljóslega verið fúll að fá ekki
ráðherrastól, hann fékk ekki þing-
flokksformannsstólinn og hann
fékk ekki heldur formannsstól
fjárlaganefndar Alþingis, heldur
verður hann að láta sér lynda
formannsstól viðskiptanefndar.
Og já, svo er hann varaformaður
Samfylkingarinnar...
í DAG kemur út tímaritið ísafold.
Þá kemur í ljós hvort grein um
tíðar heimsóknir Gunnars I. Birg-
issonar á súlustaðinn Goldfinger
verður þar á meðal, en
á vefsvæði Mann-
lífs segir að mikill
titringur sé vegna
málsins og að
áhrifamenn
hafi reynt
að stöðva
birtingu
greinarinnar.
BB birti í gær frétt um Birgi Leif
Hafþórsson á Opna velska meist-
aramótinu í golfi. Hins vegar fylgdi
með mynd af bolvíska kylfingnum
Birgi Olgeirs-
syni í miðri
sveiflu. Það
er greinilega
sama hvort er,
Birgir eða
Birgir
Leifur...
Mun setjast á skólabekk
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Samúel Örn Erlingsson þarf varla að
kynna fyrir þjóðinni. Hann hefur
verið góðkunningi landsmanna á
öldum ljósvakans í 25 ár en stendur
nú á tímamótum í lífi sínu. Hann er
að draga sig í hlé frá RÚV og hyggst
setjast á skólabekk.
„Jú, það er rétt. Ég er orðinn rúm-
lega 45 ára og hef átt alveg yndisleg
25 ár á mínum vinnustað. En RÚV
stendur á tímamótum og ég einnig
og því fannst mér þetta tilvalinn
tími til þess að staldra við og velta
aðeins fyrir mér hlutunum. Það
væri óeðlilegt eftir 25 ára starf að
ég segði amen við öllu sem sagt er
hérna en ég vona sannarlega að
þessi breyting gangi upp. Eg er
sjálfur kennaramenntaður og hver
veit nema ég bæti við þá þekkingu,
það er bara ekki komið í ljós ennþá,“
segir Samúel sem á margs að minn-
ast úr starfi sínu.
„Jú, mikil ósköp. Það er af mörgu
að taka. Ég byrjaði hérna 1982, en var
þá aðeins lausráðinn um helgar. Eitt
af mínum fyrstu verkum var að lýsa
knattspyrnukappleik milli Fram og
í A í útvarpinu, en á þeim tíma var að-
eins ein útvarpsrás og höfðu aðeins
fjórir menn lýst slíkum kappleikjum
áður. Þeir Sigurður Sigurðsson, Jón
Ásgeirsson, Bjarni Fel og Hemmi
Gunn, sem ég leysti af þennan dag-
inn. Því þótti þetta örlítið merkilegur
viðburður að þessu leyti og greinilega
það merkilegur að eitt dagblaðanna
birti dóm um lýsingu mína! Gagn-
rýnin var bara nokkuð jákvæð, hún
bar yfirskriftina .Brasilískur tónn'
þar sem ég þótti frekar blóðheitur
og átti auðvelt með að hrífast með
leiknum,“ segir Samúel sem man
ekki betur en að leikurinn hafi farið
2-2, þó svo hann segist ekki þora að
veðja upp á það.
„Éinnig eru Ólympíuleikarnir í
Barcelona 1992 og í Atlanta 1996
minnisstæðir en fyrir ólíkar sakirþó.
Á þeim fyrri tókst mér að misskilja
hafnaboltareglurnar í samantekt
dagsins og þurfti að spila svolítið
af fingrum fram þegar lýsingin var
send hingað heim yfir gervihnött.
En það bárust engar kvartanir yfir
þessu og því slapp ég með skrekk-
inn. Á þeim síðari hins vegar, eftir
langan og strangan vinnudag, hafði
ég ætlað mér að njóta útiveru og
skemmtunar og ákvað því að labba
„Ég var inni á þingi í 11
mínútur, sem erlengd
fótboltaleiks. Þá munaði
aðeins 11 atkvæðum að
ég hefði komist inn, sem
er fjöldi leikmanna eins
fótboltaliðs. Þetta varþví
kaldhæðni ödaganna má
segjat
í átt að Ólympíugarðinum. Þegar ég
átti um 50 metra eftir hringir far-
síminn og Jónas Tryggvason, vinur
minn, frændi og fimleikagúru
sem aðstoðaði okkur við lýsinguna
þarna úti, segist vanta hótellykilinn
sinn, sem ég var með. Ég sný þá
við á punktinum og held áleiðis til
hans, en þegar ég er kominn um 50
metra í burtu, sömu vegalengd og
ég átti ólokið að Ólympíugarðinum,
springur þar sprengja sem tekur
líf tveggja manna. Þarna hafði þá
verið framið hryðjuverk, sem varð
alheimsfrétt og ég lýsti þarna frá
fyrstu hendi aðstæðum sem voru
vægast sagt hörmulegar. Ég reyndi
ítrekað að ná heim í fjölskyldu mína,
en tókst ekki fyrr en um síðir, þar
sem þær mæðgur voru í heimsókn
úti á landi. Þessu gleymi ég aldrei,
en hrósa happi að ekki fór verr.“
Samúel var nálægt því að komast
á þing fyrir Framsóknarflokkinn í
nýafstöðnum kosningum.
„Ég var inni á þingi í 11 mínútur,
sem er lengd fótboltaleiks. Þá mun-
aði aðeins 11 atkvæðum að ég hefði
komist inn, sem er fjöldi leikmanna
eins fótboltaliðs. Þetta var því kald-
hæðni örlaganna má segja!“ sagði
Samúel Örn að lokum.
Gengið
framhjá Gúsfta
„Lúðvík Bergvinsson hefur verið
kjörinn formaður þingflokks Sam-
fyikingarinnar.j..] Ekki hefur komið
nein fullnægjandi skýring á þvíhvers
vegna Ágúst Ólafur var ekki gerður
að ráðherra. Sú skýring að Ágúst Ól-
afurþurfi sem varaformaöur að sinna
innra starfi flokksins heldur ekki vatni.
Framkvæmdastjórn
flokksins og
formaður hennar
á að sinna innra
starfi."
Þráinn Þárinsson
diddibjuga.blog.is
Sigurjón sér á báfti
„Eftirað ÓiafurÞ. Stephensen er
orðinn ritstjóri Blaðsins er staðan á ís-
lenskum blaðamarkaði sú að ritstjórar
þriggja útbreiddustu dagblaða á Is-
iandi hafa allir gegnt trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. [...] Sigur-
jón M. Egilsson, ritstjóri DV, er nú eini
ritstjóri íslensks dagblaðs sem ekki
hefur komist til metorða hjá Flokkn-
um og hefur líklega aldrei komist nær
Sjálfstæðisflokknum en
það að vinna í sama
húsi og Jón heitinn
Sólnes á Akureyri fyrir
mörgum árum, efég
man söguna rétt. “
Björgvin Guðmundsson
gudmundsson.blog.is
Möller fær
Marshall-aðstoð
„Kristján L. Möller, samgönguráð-
herra og leiðtogi Samfylkingarinnar
í Norðausturkjördæmi, hefur ráðið
Róbert Marshall, varaþingmann
Samfylkingarinnar, sem aðstoðar-
mann sinn. Ég verð að viðurkenna
að ég átti von á aö Kristján myndi
velja flokksmann héðan úr Norð-
austurkjördæmi sem aðstoðarmann
sinn en engu að síður þarf valið ekki
beint að koma að óvörum. [...] Auk
þessa finnst mér val Kristjáns sýna
vet að hann vilji reyndan fjölmiðla-
mann til starfa; mann með tengsl í
fjölmiðlabransann. Það er oft gott
að eiga tengslamann inn á
fjölmiðla sem aðstoðar-
mann sinn. Þetta veit
Kristján Möller. Valiö
ijtj sýnir mjög vel þá
áherslu
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Félag SkrúSgarðyrkjumeistara
GARÖHEIMAR
Su doku
2 4 8 9
7 5 1 4 6
5 3 7 9
9 3 7 2 1
6 5 7
6 9 1
1 4 8
7 2 4
4 1
Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Þetta er orðið fínt í dag karlinn
minn, sjáumst á þriðjudaginn.