blaðið

Ulloq

blaðið - 01.06.2007, Qupperneq 18

blaðið - 01.06.2007, Qupperneq 18
blaðið kolbrun@bladid.net Eg hef einungis þrjú rað handa æskunni: Vinna, vinna, vinna. Afmælisborn dagsins BRIGHAM YOUNG TRÚARLEIÐTOGI, 1801 MORGAN FREEMAN LEIKARI, 1937 -v MIKHAIL GLINKA TÓNSKÁLD, 1804 18 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 Líflegar barnabækur Hjá Máli og menningu er komin út ný bók eftir Áslaugu Jóns- dóttur sem ber heitið Ég vil fisk! í bókinni segir frá lítilli stelpu sem veit hvað hún vill. Hún vill fisk! En það er sama hvað hún segir foreldrum sínum það oft, aldrei skilja þeir hvað hún á við. Mamman og pabbinn eru öll af vilja gerð og færa stelp- unni sinni ýmislegt tengt fiskum - fiskabangsa, fiskabúning og púsluspil með fiski - en alltaf er eitthvað allt annað að borða um kvöldið. Þangað til Unnur byrstir sig... Ég vil fisk kemur út skömmu fyrir sjómannadaginn og hægt verður að fá barmmerki með henni í bókaverslunum meðan birgðir endast. Áslaug Jónsdóttir verður á Hátíð hafsins í Reykjavík helg- ina 2.-3. júní til að kynna bókina og teikna furðulega Ijúffenga matfiska á blöðrur fyrir gesti og gangandi. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Líf og fjör í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren með litríkum teikningum eftir llon Wikland. Sigrún Árna- A*rilUwWta UoaWíUmJ ,ÍM og /jíír í Olátagarði dóttir þýddi. í Ólátagarði búa sjö kátir krakkar. Þau ganga í skóla og hjálpa til heima við en allra mest leika þau sér - úti og inni allan ársins hring. Hér segir frá því þegar krakkarnir halda barnadag fyrir minnsta Ólátagarðsbarnið, Kristínu litlu, hvernig þau fagna vorinu með skvampi í pollum og vorbáli, og hvernig Ólátagarðs- fjölskyldurnar halda jólin. Líf og fjör í Ólátagarði geymir þrjár sögur sem allar hafa komið út áður í vandaðri þýðingu Sig- rúnar Árnadóttur: Barnadagur í Ólátagarði, Vor í Ólátagarði og Jól í Ólátagarði. Sögurnar byggir Astrid Lindgren á æskuminn- ingum sínum og í fylgd hlýrra mynda eftir llon Wikland hafa þær glatt börn og foreldra þeirra um allan heim áratugum saman. Páll Óskar og Monika í Víðistaðakirkiu í kvöld, 1. júní klukkan 21.00, halda Páll Óskar söngvari & Monika hörpuleikari tónleika í Víðistaðakirkju á vegum hátíð- arinnar Bjartir dagar í Hafnar- firði. Þar koma þau fram ásamt strengjakvartett. Flutt verður bæði nýtt og gamalt efni eftir ís- lenska og erlenda höfunda, eins og Hreiðar Inga Þorsteinsson, Magnús Þór og Burt Bacharach. Guðný Dóra /stofunni á Gljúfrasteini þar sem sto- futónieikar verða haldnir í sumar Menning í stofu Nóbelsskáldsins w september 2004 var heimili Hall- dórs Laxness að Gljúfrasteini opnað fyrir almenningi. Ýmsir menningarviðburðir hafa verið haldnir þar og næstkomandi sunnudag hefst stofutónleikaröð sem mun standa í allt sumar. Guðný Dóra Gestsdóttir er fram- kvæmdastjóri Gljúfrasteins. „Síðan safnið var opnað hafa komið hingað 20.000 gestir. Menningardagskráin sem í boði hefur verið er hluti af því að halda safninu lifandi og fá fólk til að koma aftur. Hluti af þessu felst í því að auka veg tónlistar og síðast- liðið sumar byrjuðum við að halda stofutónleika sem gengu mjög vel. Þarna er fínt hljóðfæri, flygill sem skáldið spilaði á, og hljómburður er sérstaklega góður,“ segir Guðný Dóra. Tónleikarnir taka um hálf- tíma og eru blanda af ýmiss konar tónlist. Næstkomandi sunnudag mun Latíntríó Tómasar R. Einars- sonar koma sér fyrir í stofu Nób- elsskáldsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00. Guðný Dóra segir meginþorra þeirra gesta sem koma á Gljúfrastein vera íslendinga en heimsóknum út- lendinga fer fjölgandi, sérstaklega yfir sumartímann. „Gestirnir hafa ýmiss konar bakgrunn. Margir hafa lesið eitt og annað eftir Laxness en aðrir ekki neitt. Við getum tekið á móti allt að 6o manna hópum sem hafa klukkutíma til að skoða sig um. Við erum með hljóðleiðsögn sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson aðstoðaði okkur við að setja saman. Þar segir Auður Laxness meðal annars frá heimilinu, Halldór les upp og það heyrist í flyglinum. Ef óskað er eft- ir því bjóðum við líka upp á lifandi leiðsögn. Hópar eru mjög mismun- andi og fólk spyr mismikið og við viljum koma til móts við það,“ segir Guðný Dóra. Stofutónleikar á Gljúfrasteini Alttaf á sunnudögum kl. 16.00 JÚNÍ 3. júnf Latíntríó Tómasar R. Einarssonar 10. júni Signý Sæmundsdóttir, söngur, og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanó 17. júní Ólöf Arnalds, söngur og gítar 24. júnf Sigurgeir Agnarsson, selló JÚLÍ 1. júlf Bergþór Pálsson, söngur, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó 8. júlí Hafdís Vigfúsdóttir, flauta, og Kristján Bragason, píanó 15. júlí Kristján Orri Sigurleifsson, kontrabassi, og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó 22. júlf Arnaldur Arnarson, gítar 29. júlf Bill Holm, píanó og spjall ÁGÚST 5. ágúst Una Sveinbjarnardóttir, fiðla 12. ágúst Michael Jón Clarke, söngur, og Þórarinn Stefánsson, pfanó 19. ágúst Peter Maté, píanó 26. ágúst Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, og Gerrit Schuil, píanó Aðgangseyrir 500 kr. Fæðing Á þessum degi árið 1926 fæddist Marilyn Monroe, ein frægasta leik- kona allra tíma. Hún var dásamleg gamanleikkona og bjó allt í senn yfir sakleysi og kynþokka sem heillaði heimsbyggðina. Síðustu árin sem hún lifði sóttist hún eft- ir að leika alvarleg hlutverk með góðum árangri. Einkalíf hennar var ógæfusamt og hún gekk þrisv- ar í hjónaband. Meðal eiginmanna menmngarmolinn Monroe hennar voru hafnaboltakappinn Joe Di Maggio og leikskáldið Art- hur Miller. Monroe þjáðist alla tíð af vanmetakennd. Hún lést í ágúst 1962 og var sögð hafa fyrirfarið sér. Fljótlega fóru á kreik sögusagnir um að hún hefði verið myrt. Tím- inn hefur ekkert skyggt á frægð Monroe og hún eignast nýja aðdá- endur með hverri kynslóð enda óviðjafnanleg.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.