blaðið - 01.06.2007, Side 12

blaðið - 01.06.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaðió LETTLAND UTAN ÚR HEIMI Ruslpóstakóngur handtekinn Lögreglan i Seattle hefur handtekiö karlmann sem gengur undir nafninu „ruslpóstakóngurinn". Honum er gefið að sök að hafa sent tugi milljóna ruslpósta og hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti, auðkenna- þjófnað og póstsvik. Hann gæti setið inni í 65 ár. Læknir verður forseti Lettneska þingið kaus í gær lækninn Valdis Zatlers sem forseta landsins. Hann verður þriðji forseti landsins frá því það fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991. Zatlers var nánast óþekktur þar til fyrir tveimur vikum. WJMIilNlife Risapanda drapst Eina risapandan sem alin hefur veriö af mönnum og sleppt út í náttúruna hefur fundist dauð. Líklegt þykir að aðrar pöndur hafi ráðist á hana. Pandan var þjálfuð í þrjú ár áður en henni var sleppt og þar var henni kennt að bjarga sér við náttúrulegar aðstæður. Morðið á Rafik Hariri: Sýrlendingar for- dæma ákvörðun SÞ Ítalía: Fangar vilja dauðadóm Hundruð fanga sem afþlána lífstíðardóm í fangelsum ftalíu hafa farið fram á að dauðarefs- ingar verði teknar upp á ný í landinu. Beiðnin, sem undirrituð var af 310 lífstíðarfóngum, birtist í dagblaðinu La Repubblica í gær. Ítalía hefur barist hart gegn dauðarefsingum á alþjóðavett- vangi, en þær voru afnumdar eftir síðari heimsstyrjöldina. Sá sem er í forsvari fyrir bréfið heitir Carmelo Musumeci, 52 ára mafíuósi sem setið hefur í fangelsi í 17 ár. Hann segist vera orðinn þreyttur á að deyja innra með sér á hverjum degi og segist heldur vilja deyja einu sinni í eitt skipti fyrir öll. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær að skipa alþjóðlegan dómstól til að dæma í máli grunaðra sakborninga vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrver- andi forsætisráðherra Líbanons. Tillagan var einróma samþykkt en fimm lönd sátu hjá, Rússland, Kína, Suður-Afríka, Indónesía og Katar. Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Líbanon og hafa ellefu manns látist í mótmælum milli stuðningsmanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Hariri var myrtur í bílaspreng- ingu í ágúst 2005. Rannsókn SÞ hefur bent til þess að leyniþjónustu- menn í Sýrlandi og Líbanon hafi staðið á bak við tilræðið, en sýr- lensk stjórnvöld hafa neitað allri að- ild. Sendiherra Sýrlands í Líbanon hefur fordæmt ákvörðun öryggis- ráðsins og segir hana ganga gegn vilja fólksins í Líbanon. Tilræðið varð til þess að sýrlenski herinn dró sig frá Líbanon eftir 29 ára viðveru í landinu. SIXMIX Stærð 36-41 Litur hvítt og svart Verð 14.995 cPaúnM Skóverslun Kringlunni 8 -12 S: 553 2888 Stærð 36-41 Litur svart og brúnt Verð 12.995 Stærð 36-41 Litur svart og kakí Verð 12.995 ATH! opið til kl 21:00 fimmtudag Leiðakerfi Strætó breytist á sunnudaginn Farþegum finnast breytingarnarilla kynntar.Mynd/i[ggerti.( Breytingar á leiðakerfi Strætó á sunnudag: Á síðustu stundu ■ Farþegar óupplýstir ■ Lítiö samráö Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net Nýtt leiðakerfi hefur ekki enn verið kynnt að fullu fyrir notendum þess. Á sunnudagsmorgun munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðis- ins byrja að ganga eftir nýju leiða- kerfi og nýjum tímatöflum. Mikil óánægja er meðal farþega Strætó vegna þessa. Verður kynnt um helgina „Allar upplýsingar munu koma inn á vefinn um helgina. Það er komin út ný leiðabók, hún er komin í dreifingu á öllum bið- stöðum og kostar ekki neitt,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Ég veit að þetta er á síðustu stundu, en svona er þetta engu að síður,“ segir hann um seinaganginn. .Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki verið kynnt er að þessar breyt- ingar hafa allar verið unnar mjög hratt og á stuttum tíma,“ útskýrir Reynir. Hann segir að einnig hafi þurft að fá samþykki fyrir brey ting- unum í umhverfisráði Reykjavíkur- borgar, stjórn Strætó bs. auk þess sem þurft hafi að kynna breyting- arnar á leiðakerfinu og þær breyt- ingar sem yrðu í kjölfarið á vakt- akefinu fyrir vagnstjórum. Sigurður Örn Stefánsson ferðast daglega með leið S5 á milli Árbæjar og Háskóla íslands. Hann segist í raun ekkert geta tjáð sig um þær breytingar sem fara í hönd á sunnu- daginn þar sem hann hafi hvergi séð þær kynntar. „Þetta er auð- vitað algjörlega óásættanlegt þegar verið er að gera svona veigamiklar breytingar." Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir það vera furðulegt að farið sé með breytingar á almannaþjónustu eins og hernaðarleyndarmál. „Ætli Allarupplýs- ingará veflnn um helgina Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó Furðulegtað breytingarnar séu sem hernað- arieyndarmái Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi það séu ekki svona þrír í Árbænum sem vita hvaða breytingar eru á döfunni þar. En það eru þeir sem fengu þessa kynningu í fangið á þriðjudaginn síðastliðinn,“ segir Dagur og vísar þar til fulltrúa í hvefisráði Árbæjar. Dagur segir al- veg Ijóst að málið hafi ekki tafist vegna samráðs því það hafi algjör- lega skort í þessu ferli. Ekki hægt að seinka breytingunum „Það er bara ekki hægt,“ segir Reynir aðspurður um hvort ekki hafi komið til greina að fresta breytingunum. „Vagnstjórar eru að fara í sumarleyfi. Þeir þurfa að vera búnir að fá leiðakerfisáætl- unina og drög að vaktakerfi sínu með að minnsta kosti mánaðar fyr- irvara. Ef við hefðum farið fram yfir þennan dag þá hefði þetta allt fallið um sjálft sig. Þá hefðum við ekki gert neitt.“ Reynir segir að ekki verði miklar breytingar á leiðakerfinu í haust. „Stefnan er að það standi að stærstum hluta óbreytt. Við munum eflaust bregðast við breyttu notkunarmynstri ef það kemur í ljós,“ segir Reynir og bætir við: „Við munum ekki bylta leiða- kerfinu aftur."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.