blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14
blaðiö blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Þrælahald á Kár ahnj úkum Vinnumálastofnun hefur hafið rannsókn á ásökunum portúgalsks verkamanns um slæman aðbúnað og illa meðferð á Kárahnjúkum. Nýr ráðherra velferðarmála, Jóhanna Sigurðardóttir, leggur áherslu á að rannsókninni sé hraðað. Á sama tíma er sendiherra Portúgals í Noregi kominn til landsins til að kanna aðstæður portúgalskra verkamanna á Kárahnjúkum. Fréttir af slæmum aðbúnaði verkamanna á Kárahnjúkum eru ekki nýjar af nálinni. Fjölmiðlar hafa hvað eftir annað vakið athygli á því að þar líðst ómanneskjuleg meðferð á starfsmönnum. Undirtektir hafa verið dræmar. Fjölmiðlafulltrúi Impregilo hefur haft nóg að gera síðan hann tók við starfi við að bera þessar fréttir til baka og segja þær byggðar á misskilningi. Málið núna virðist sérstaklega óþægilegt fyrir yfirmenn Impregilo þar sem það rataði í erlenda fjölmiðla. Slíkt þykir ekki gott fyrir ásýnd stórfyrirtækis þótt glöggir menn sjái ekki annað en langt sé síðan Impregilo var rúið öllu trausti, bæði hér á landi og erlendis. „Eg myndi ekki senda neinn sem mér þykir vænt um á þetta vinnusvæði,“ sagði Þorsteinn Njálsson, yfirlæknir á Kárahnjúkum, fyrir einhverjum vikum eftir að fjöldi starfsmanna hafði leitað til heilsugæslu vegna eitrun- areinkenna sem rekja mátti til mengunar í aðrennslisgöngum. Það mál dó drottni sínum því áróðursmeisturum Impregilo tókst að sannfæra lands- lýð um að allt væri þetta nú í lagi þar sem þeir sem veikst höfðu voru færri en talið var í fyrstu. Erlendir starfsmenn á Kárahnjúkum sem leyfa sér að kvarta um kjör sín eru sendir úr landi með fyrsta flugi til að koma í veg fyrir að þeir leiti réttar síns. Impregilo veit að það er lítill vandi að fylla í skörðin. Þess vegna kemst þetta fyrirtæki, sem freistandi er að kalla alræmt, upp með að stunda þrælahald á Kárahnjúkum. Fróðlegt verður að vita hvað sendiherra Portúgals fær að sjá á Kára- hnjúkum. Ekki er ólíklegt að áróðursmeistarar Impregilo hafi sett sig í stellingar og skapað snotra sviðsmynd sem síðan verður tekin niður um leið og sendiherrann yfirgefur svæðið. íslendingar geta ekki horft undan þegar ómanneskjulega er farið með fólk sem vinnur hér á landi. Landsvirkjun virðist hafa læst sig upp við Impregilo og ypptir öxlum yfir ástandinu, rétt eins og útlendingar séu ekki þess virði að hafa áhyggjur af. Vinnumálastofnun hlýtur að taka þetta mál föstum tökum og það á Starfsgreinasamband Austurlands líka að gera. Og þeir jafnaðarmenn sem sitja í ráðherraembættum í ríkisstjórn landsins eiga að láta í sér heyra. Þrælahald á ekki að líðast á Islandi. Því miður hefur það tíðkast nú um alllangt skeið á Kárahnjúkum. Það er kom- inn tími til að breyta. Kolbrún Bergþórsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Norm-X Heitir pottar íslensk framleiðsla Heimasíðan okkar er www.normx.is Norm-X Auðbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is Snorralaug 2000 L Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig T framleiðslu heitra potta sem henta Tslenskum aðstæðum einstaklega vel. | Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og Ijösabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjönustan ehf. sími 461-5077 Setlaug 1200 L Grettislaug 1500L 14 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 TóTSoLtÍ, TótBoLti, TÓTBOLri, W-p/míLjÓS oQ Logr KVEflÆR ÆTM HrK Jíi QÍNLEGR ap StTJfl BfyóPNíliW Grásleppukarlar fyrr og nú Eftir því sem sólin hækkar á lofti minnkar áhugi minn á stjórn- málum. Ég er viss um að það eigi við fleiri. Ég ætla því ekki þreyta lesendur með enn einu rausinu um stjórnmálaástandið, nóg var víst um slíkt í aðdraganda kosn- inga. Ætli það séu ekki ansi margir farnir að þrá stjórnmálafrítt sumar, nokkra góða daga án pólitíkusa. Að vísu hjó ég eftir því að ríkisstjórnin ætlar víst að fresta frjálsri för launa- fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu fram til 2009. Það er auðvitað eins vitlaust og nokkur hlutur. Fjöldi erlends starfsfólks á íslandi ræðst nefnilega af eftirspurn í atvinnulíf- inu, ekki af boðum og bönnum. En látum það samt vera. Sumarið er semsé um það bil að koma, þrátt fyrir einstaka hagléls- skot í aðdragandanum. En fyrst maður kýs á annað borð að búa á íslandi verður maður bara að sætta sig við svoleiðis. Kuldakastið um daginn hafði því engin áhrif á sum- arið sem hefur verið að vaxa innan í mér undanfarnar vikur. Meðal fastra vorverka er að koma hjóla- flota fjölskyldunnar í lag, það þarf að pumpa, stilla, smyrja og strjúka ryk vetrarins af með rökum klút. Ég er nú ekki handlaginn maður, eiginlega óttalegur aulabárður í höndunum, en samt tókst okkur að koma hjólunum í stand. Um daginn lögðum við svo af stað eftir Ægissíðunni í fyrsta hjólatúr sum- arsins. Fólkið var komið út úr hús- unum, sumir á linuskautum aðrir á skokki, virðulegir eldri borgarar á gangi. Við á hjóli. Á svona dögum er vesturbærinn eiginlega eins og lítið þorp við sjávarsíðuna, nokk- urn veginn eins og þegar hverfið var að byggjast fyrir um hálfri öld. Að vísu eru grásleppukarlarnir farnir en kofarnir sem enn standa við göngustíginn minna á þá tíð þegar róið var út frá Ægissíðunni. Nú eru hins vegar komnir nýir grá- sleppukarlar. Þessir nýju eiga ekki annað sameiginlegt með gömlu grásleppukörlunum en að jakka- fötin þeirra eru svolítið eins og grá- sleppa á litinn. Við búum þannig að á leiðinni í bæinn förum við jafnan eftir endi- langri Ægissíðunni. Vorverkin voru greinilega hafin hjá nýju grá- sleppukörlunum. Þetta gerist alltaf eins. Fyrst birtast stórir hálfopnir gámar fyrir framan húsið. Síðan koma stórvirkar vinnuvélar sem tæta upp garðinn og fjarlægja allan gróður áður en skipt er um jarðveg. Svo er húsið brotið og bramlað að innan, skipt um gólf, glugga og leiðslur rifnar úr veggjum. Að því loknu eru gömlu rósetturnar teknar úr loftinu og allskonar skynjarar settir í staðinn. Að lokum er gengið í að fræsa burt allt sem minnir á upprunalegt útlit hússins. Þegar að- eins skelin af húsinu stendur eftir er það endurbyggt frá grunni í ný- ríkum útrásarstíl. Og nýtískulegur landslagsarkitekt látinn útbúa glæ- nýjan garð með útigrilli á stærð við meðal skólaeldhús. Um það bil þegar verið er að planta síðustu sumarblómunum renna nýju eig- endurnir í hlað, faðirinn á svörtum Range Rover, konan á gráum Benz. Alltaf svona, alltaf eins. Við létum þessar framkvæmdir ekkert á okkur fá þegar við hjól- uðum framhjá um daginn. Þetta er víst nútíminn. Hann er bara svona. Ég er ekki viss, en hugsanlega eru tvö til þrjú hús eftir við Ægissíðuna sem enn bíða örlaga sinna. Það eru því enn tækifæri fyrir metnaðar- fulla bisnessmenn sem vilja vera eins og hinir, eins og þeir allir. Ég les í Guardian, í grein eftir þá glöggskyggnu konu Kathryn Hug- hes, að það er víst mikill skortur á góðum butlerum í Bretlandi. Ég velti fyrir mér hvort langt sé í að sú stétt manna fari að sjást á Ægissíð- unni? Það væru sko almennilegir grásleppukarlar. Höfundur er stjórnmálafræðingur Klippt & skorið w IBIaðinu á miðvikudaginn kom fram að ríkisstjórnin ætlar að fresta því til ársins 2009 að Búlgarar og Rúmenar geti komið án takmarkana til landsins og unnið hér eins og aðrir íbúar Evr- ópusambandsins og EES-svæðisins. í kjölfarið velta margir því fyrir sér hvort Frjálslyndi flokk- urinn hafi fengið meira af stefnumálum sínum framgengt í hinni nýju ríkisstjórn heldur en Samfylkingin. Eins og flestir vita þá var þetta eitt af helstu baráttumálum Jóns Magnússonar og Frjálslynda flokksins í nýliðnum kosningum. Eiríkur Örn Norðdahl er einn þeirra sem tjá sig um þetta á vefsíðu sinni: „Loksins komnir vinstrimenn í ríkisstjórn. Þetta byrjar vel. Er málið þá kannski að Framsóknarflokkurinn hafi verið líberal aflið við stýrið síðustu árin?" Múrinn, eitt vin- sælasta og virt- asta pólitíska vefritið hefur nú lagt upp laupana. Stefán Pálsson friðarvinur tjáir sig um ástæður þess á blogg- síðu sinni og segir þar að gullöld pólitísku vefritanna sé liðin. „Þegar Vef-Þjóðviljinn, Múrinn, Kreml og einhverju leyti Frelsi börðu hvert á öðru fyrir svona fimm árum síðan - rataði umræðan oft inn í hina al- mennu fjölmiðla," segir Stefán og bætir við: „I pólitískum umræðuþáttum eða dagblöðum var oft vísað í skrif af pólitísku vefritunum, sem skrifuð voru af ungu fólki sem í fæstum til- vikum gegndi miklum embættum innan stjórn- málaflokkanna. Þessi tfmi er liðinn." Omari Ragnars- syni er tiðrætt um reykinga- banniðsemgengurígildi á veitingahúsum í dag á bloggsíðu sinni í færslu sem ber fyrirsögnina „Leyfi til að drepa afturkallað". (færslunni segir hann: „Ég sá á eftir fimm vinum mínum úr hljóðfæraleikarastétt sem vísindarannsóknir benda til að hafi langliklegast látist af völdum óbeinna reykinga." Ómar segir enn fremur: „Þetta mál snýst um frelsi, ekki frelsi reykinga- mannsins til að reykja ofan í hvern sem er, heldur frelsi þess sem ekki reykir að fá að vera í friði fyrir reyknum og rækta heilsu sína." elias@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.