blaðið - 01.06.2007, Síða 6

blaðið - 01.06.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaðið INNLENT VORUSKIPTI VIÐ UTLOND Verðmæti útflutnings eykst Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 30 prósentum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagstofunni. Nemur hækkunin 22,9 milljörðum króna. Á sama tíma lækkaði verðmæti vöruinnflutnings um 3 prósent, eða um 3,7 milljarða. SMASOLUFYRIRTÆKI Islendingar eiga metið íslendingar eru Norðurlandameistarar í vexti smásölufyrir- tækja samkvæmt nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Delo- itte gaf út í gær. Baugur Group og Norvik eru efst á lista yfir þau smásölufyrirtæki sem hafa vaxið hraðast. Baugur Group er þriðja stærsta smásölufyrirtækið á eftir IKEA og ICA. FRJALSLYNDI FLOKKURINN Sigurjón framkvæmdastjóri Sigurjón Þórðarson staðfesti í samtali við Blaðið að viðræður stæðu yfir um að hann tæki við starfi fram- kvæmdastjóra Frjálslynda flokksins. Sigurjón, sem var formaður þingflokks Frjálslynda flokksins á síðasta kjörtímabili, náði ekki kjöri í nýliðnum kosningum. Leikskólar höfuöborgarsvæðisins: Eldvarnarátak Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri slökkvilið hafa í samvinnu við eignarhaldsfélagið Brunabóta- félag Islands hafið samstarf við leikskólana á höfuðborgarsvæðinu um eldvarnareftirlit og fræðslu til að auka öryggi í leikskólunum og á heimilum barnanna. Á höfuðborgarsvæðinu nær verk- efnið árlega til um 150 leikskóla og 2.500 barna og fjölskyldna þeirra. Verkefnið var kynnt í leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði í gær. Verkefnið ferþannigfram að slökkvi- liðin heimsækja leikskólana tvisvar sinnum á hverju ári og gengið er úr skugga um að eldvarnir leikskólans séu í lagi og börnin frædd um störf slökkviliðsins og eldvarnir. . It OI iUSTKÍ. Malasía: Trúskipti bönnuð Æðsti dómstóll í Malasíu hefur meinað konu um að skipta um trú. Azlina Jailani, sem nú kallar sig Lina Joy, hefur barist í sex ár fyrir því að orðið íslam verði fjarlægt af fæðingarvottorði hennar eftir að hún snerist til kristinnar trúar. Stjórnarskrá Malasíu inni- heldur ákvæði um trúfrelsi, en samkvæmt sjaríalögum er músl- ímum bannað að skipta um trú. Konan hafði haldið því fram að hún væri ekki bundin þeim lögum þar sem hún sé ekki lengur múslími. Málið hefur vakið upp miklar umræður um trúfrelsi í landinu. Konunni hefur verið afneitað af fjölskyldu sinni og henni hafa borist fjölmargar morðhótanir frá reiðum múslímum. Hún hefur verið i felum síðasta árið. lotto.ls Líffæragjafakort gagnleg en hafa ekki lagalegt gildi: Engin skrá til yfir líffæragjafa ■ Anna eftirspurn ■„Biötími eftir nýrum ■ Aukin fræösla nauðsynleg Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ekki er til nein skrá yfir þá sem vilja gefa líffæri þegar dauða ber að höndum, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Þar er hins vegar hægt að fá svokallað líffæragjafakort vilji menn verða líffæragjafar. Kortin eru gagnlegur vitnisburður um vilja einstaklings til að gefa líffæri en hafa ekki laga- legt gildi, að sögn Runólfs Páls- sonar, yfirlæknis nýrnalækninga á Landspítalanum. „Fjölskylda viðkomandi einstak- lings getur enn neitað gjöf vegna þess að það skortir lagalega umgjörð sem segir að hafi viðkomandi sagt að hann vilji verða gjafi verði hann gjafi alveg sama hvað aðstandendur segja,“ greinir Runólfur frá. Hann segir slík ákvæði enn sem komið er bara vera í lögum um ígræðslu í Belgíu og Austurríki. Þar að auki sé víða í Evrópu gert ráð fyrir samþykki einstaklingsins hafi hann ekki lýst yfir vilja til líffæragjafar. „f lögum um ígræðslu sem sett voru hér 1991 segir að ef viðkomandi hefur ekki sagt að hann vilji gefa líffæri sé gert ráð fyrir að hann vilji það ekki.“ Niðurstöður rannsóknar um líffæragjafir á íslandi 1992 til 2002 sýndu að í 39 prósentum tilvika hafna aðstandendur beiðni um líf- færagjöf úr nýlátnum ættingja. Það er mat Runólfs að færri hafni nú slíkri beiðni. Hann segir líffæragjafir úr látnum hafa verið 6 árið 2006 en þar áður 2 til 3 á ári. „Við önnum algjörlega eftirspurn hér enn sem komið er. Líffæri úr látnum fara héðan til sameiginlegs Skráyfir líffæragjafa nauðsynleg Runólfur Pálsson yfirlæknlr. líffærabanka Norðurlandanna. Hér virðist vera lægri tíðni sjúkdóma sem leiða til bilunar líffæra sem krefjast ígræðslu en annars staðar í Evrópu. Það er því miður talsverður biðtími eftir nýrum en þau eru þau líffæri sem oftast eru grædd í sjúk- linga. Aftur á móti eru 70 prósent þeirra sem gefa nýra lifandi gjafar. Það er þakkarvert og stöndum við fremst meðal þjóða á því sviði. Hins vegar njóta gjafar ekki nægilega góðra sjúkratrygginga vegna vinnu- taps eftir skurðaðgerð í tengslum við brottnám líffæris,“ tekur Runólfur fram. Þeir sem vilja verða líffæragjafar verða að vera sjálfráða og mega ekki vera með sjúkdóm í þeim líffærum sem í hlut eiga. Líffæragjafakortin eru á stærð við kreditkort til þess að auðvelt sé að geyma þau í veski. Sú staða getur þó komið upp að viðkom- andi sé ekki með kortið á sér þegar andlát ber skyndilega að höndum. Meðal annars þess vegna er skrá yfir líffæragjafa nauðsynleg, að mati Runólfs. Hann leggur jafnframt áherslu á nauðsyn fræðslu um líffæragjafir. „Það þarf að efla umræðu og fræðslu, ekki bara um þessa stórkostlegu gjöf fyrir þann sem þiggur, heldur einnig um hvað felst í því að vera líffæra- gjafi og hvernig staðið er að brott- námi líffæra.“ Nauðgaði ólögráða stúlku: Þriggja ára fangelsi og 1 milljón í skaðabætur Edward Apeadu Koranteng, sem er rúmlega tvítugur, var í gær dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ólö- gráða stúlku. Edward var gert að greiða fórnarlambinu 1 milljón króna í skaðabætur og staðfesti Hæstiréttur þar með úrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá því í des- ember 2006. Stúlkan var gestur á heimili Ed- wards í september 2005 ásamt bekkj- arsystur sinni. Segir fórnarlambið Edward hafa læst sig inni í herbergi og nauðgað sér. Ákærði neitaði sök. Kvaðst hann aldrei hafa verið einn í herbergi með stúlkunni. Jafnframt hélt hann því fram að engin kynferð- isleg samskipti hefðu átt sér stað milli þeirra. Ákærði varð margsaga um tildrög þess að stúlkurnar komu á heimili hans. Enginn vafi þótti leika á sök hans í málinu. Ákærði varð margsaga Hæstiréttur staöfesti úrskurö héraösdóms. Biaöie/ing0

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.