blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 20
4
blaöiö
Bnmklo a Broadway
Hljómsveitin Brimkló leikur fyrir dansi á
hinu árlega Sjómannadagshófi á Broad-
wayálaugardagskvöld.
Latíntónlist á Gljúfrasteini
Latíntríó Tómasar R. Einarssonar kemur fram á stofutónleikum á
Gljúfrasteini á sunnudag kl. 16. Aðgangseyrir er 500 krónur. Þetta
eru fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð sem stendur út sumarið.
20
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007
helgin@bladid.net
UM HELGINA
Óvissuganga um
gamla bæinn
Torfusamtökin efna til óvissu-
göngu um Skuggahverfið og
gamla bæinn í Reykjavík á morgun,
laugardag. Safnast verður saman
„ á Vitatorgi
klukkan 14 og
ijjk. jvJhH munu Pétur H.
Ármannsson og
Snorri Freyr Hilm-
arsson stýra leiðsögn. Skoðuð
verða farsæl dæmi um húsvernd í
bland við skipulagsslys frá ýmsum
tímum. Göngunni lýkur með tónlist-
ardagskrá við Kirkjustræti 8a.
Ganga um Elliðaárdal
Vorferð Sögufélags Kjalarnes-
þings verður á morgun, laugardag,
klukkan 10-13. Gengið verður um
Elliðaárdal undir leiðsögn Árna
Hjartarsonar jarðfræðings. Lagt
verður af stað frá Árbæjarsafni
(kirkjunni) klukkan 10. Allir eru vel-
komnir og er ekkert þátttökugjald.
Hláturjógatími
Síðasti opni hláturjógatíminn fyrir
sumarfrí fer fram í Manni lifandi,
Borgartúni 24, á
morgun, laugardag,
klukkan 10.30-11.30.
Leiðbeinendur eru
Kristján Helgason og
Ásta Valdimarsdóttir.
Aðgangseyrir er 1000
krónur og eru allir velkomnir.
Edinborgarhúsið opnað
Opnunarhátíð Edinborgarhússins
á (safirði verður á sjómannadaginn
klukkan 14 og eru allir velkomnir.
Fjölbreytt dagskrá verður í húsinu
í allan júní í tilefni opnunarinnar.
Norskt þungarokk
Norska þungarokkssveitin
Quiritatio heldur tónleika ásamt
nokkrum íslenskum hljómsveitum í
Hellinum.Tónlistarþróunarmiðstöð-
inni, í kvöld. Aðgangseyrir er 500
krónur og ekkert aldurstakmark.
Á morgun og á sunnudag leikur
sveitin síðan á Egilsstöðum.
Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn:
Fjölbreytt fjölskylduhátíð
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Það verður mikið um dýrðir á Mið-
bakka Reykjavíkurhafnar og næsta
nágrenni hans um helgina þegar Há-
tíð hafsins verður haldin. Þetta er i
níunda sinn sem hátíðin er haldin
en hún stendur þó á gömlum merg
því að hún samanstendur af hafnar-
deginum og sjómannadeginum.
Að sögn Guðríðar Ingu Ingólfs-
dóttur hjá Höfuðborgarstofu hefur
umfang Hátíðar hafsins stækkað
frá þvi hátiðirnar voru sameinað-
ar og verður hún fjölbreyttari með
hverju árinu. „Þetta er ekki lengur
aðeins þessi hefðbundni sjómanna-
dagur með ráarslagnum, reiptog-
inu og því öllu. Það er alltaf verið
að taka meira inn sem tengist haf-
inu og hafmenningu eins og hún
leggur sig. Afþreying og menn-
ing sem tengist hafinu verður því
meira áberandi í bland við það
hefðbundna,“ segir Guðríður og
tekur undir að áhugi almennings
á hátíðarhöldunum hafi aukist að
sama skapi.
„Þetta er einmitt mjög fjölskyldu-
væn hátíð og ég held að það ætti eng-
inn að vera í vandræðum með að
finna eitthvað við sitt hæfi.“
Aldrei fleiri furðufiskar
Þó að hátíðin standi á gömlum
merg og haldið sé í ýmsar gamlar
hefðir er einnig reynt að brydda upp
á nýjungum og verður engin und-
antekning á því í ár. „Það verður í
fyrsta sinn efnt til sportbátakeppni.
Siglingafélagið Snarfari verður með
keppni á sjónum meðfram Sæbraut-
inni endilangri og fólk getur bara
plantað sér niður við hana og fylgst
með. Sportbátakeppnin fer fram
á laugardag og hefst í kverkinni á
Furðufiskar aldrei fleiri Furðufiskar
veröa til sýnis á Miðbakka á Hátíð
hafsins venju samkvæmt og hafa þeir
aldrei verið fleiri en í ár.
Mynd/JimSmm
k._ —■—
mótum Sæbrautar og Kringlumýrar-
brautar kl. 16.
Þá verður boðið upp á róðrar-
keppni, siglingu með Sæbjörgu,
listasmiðju fyrir börn og á Mið-
bakkanum verður tjald þar sem
ýmis fyrirtæki sem tengjst hafi og
sjómennsku kynna starfsemi sína.
,Svo hefur alltaf verið furðufiskasýn-
ing á hafnarbakkanum og það er
gaman að segja frá því að það finn-
ast alltaf fleiri og fleiri nýjar tegund-
ir og í ár verða sem sagt 112 tegundir
fiska til sýnis en voru rúmlega 80 í
fyrra,“ segir Guðríður.
Sjómannalög og fiskiveisla
Undanfarin ár hefur Hátíð hafs-
ins haldið sjómannalagakeppni
í samstarfi við Rás 2. Fjöldi laga
barst í keppnina að þessu sinni og
,Þetta er ekki lengur
aðeins þessi hefðbundni
sjómannadagur með ráar-
slagnum, reiptoginu og því
öllu. Það er alltaf veríð að
taka meira inn sem tengist
hafinu og hafmenningu
eins og hún leggur sig“
af þeim hafa sex verið valin í úrslit
og verður tilkynnt um sigurveg-
ara á sjómannalagahátíð í Hafnar-
húsinu. Þar verður einnig haldin
spennandi spurningakeppni um
sjómannalög þar sem Reykvíking-
ar keppa á móti Ólafsfirðingum
en þeir eru einmitt sérstakir gestir
hátíðarinnar í ár. Sérstök söng- og
sagnadagskrá fer fram í húsinu
upp úr kl. 15 þar sem hljómsveitir
frá Ólafsfirði leika og syngja og
Guðmundur Ólafsson leikari segir
sannar sögur úr bænum.
1 fyrra var I fyrsta sinn efnt til
svokallaðrar Fiskiveislu í tilefni Há-
tíðar hafsins sem gekk út á að níu
veitingastaðir í miðborginni buðu
upp á sérstakan sjávarréttamatseðil.
Vel þótti takast til og hefur því verið
ákveðið að endurtaka leikinn og eru
veitingastaðirnir tíu að þessu sinni.
Fiskiveislan hefst í kvöld og má
því segja að hátíðin sé farin að
teygja sig yfir á föstudag.
Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni,
tímasetningar einstakra atriða og
nánari upplýsingar má nálgast á vef
hennar hatidhafsins.is.
PUST
umriy
Setjum
í allar geróir bíla
Ef vió eigum þaó ekki til þá bara búum vió þaó til!
SIMI: 564 0950
Birtir yfir
Hafnarfirði
Menningu er gert hátt undir
höfði í Hafnarfirði um þessar mund-
ir enda er þar nýhafin árleg lista- og
menningarhátíð bæjarins, Bjartir
dagar.
Sumarsýning Byggðasafns Hafn-
arfjarðar, Saga Egyptalands í máli,
myndum og fágætum fornmunum,
verður opnuð í dag klukkan 17 og
klukkustund síðar verður sýning
Brynju Árnadóttur á pennateikning-
um opnuð I Jaðarleikhúsinu, Mið-
vangi 41. Einleikurinn Ofurhetjan
eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur verður
sýndur á sama stað klukkan 20. Þá
verður efnt til tvennra tónleika í
kvöld, íslenski saxófónkvartettinn
flytur franska saxófónkvartetta í
Hafnarborg klukkan 20 og Páll Ósk-
ar og Monika koma fram í Víðistaða-
kirkju klukkan 21.
Þjóðahátíð er liður í Björtum dög-
um auk þess sem ýmsir aðrir stórir
viðburðir setja svip sinn á hátíðar-
höldin svo sem sjómannadagurinn
og Víkingahátíð sem hefst undir lok
Bjartra daga.
Þá fagnar Flensborgarskóli 125
ára afmæli sínu með sérstakri há-
tíðardagskrá í dag auk þess sem kór
skólans heldur stórtónleika í Ham-
arssal á sunnudag klukkan 16.
Stór hluti Bjartra daga er ætlað-
ur börnum og unglingum og setur
unga kynslóðin sterkan svip á dag-
skrá þeirra. Leik- og grunnskóla-
börn skreyta fyrirtæki og stofnanir
auk þess sem unga fólkið í bænum
skipuleggur sína eigin listahátið
sem fram fer í Gamla bókasafninu.
Fjöldi annarra viðburða er á dag-
skrá Bjartra daga um helgina og
má nálgast dagskrána í heild sinni
á vef Hafnarfjarðar hafnarfjordur.
is. Jafnframt er vakin athygli á því
að aðgangur er ókeypis á fjölda við-
burða.