blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007
blaðiö
Hvert er fullt nafn hans?
I hverju keppti hann reglulega áöur en hann sló i gegn?
I hvaða vinsælu sápuóperu lék hann um árabil?
I hvaða hlutverki má segja að hann hafi slegið i gegn?
Hvaða fræga töframann mun hann leika í myndinni Death Defying Acts?
lUipnoH Ajjeh 'S
jjasoQ aip jo uaanQ ‘BinosjJd jo
sojnjuaApv oi|i) 6u|U)}Ojp6ejp uias '17
iunuuoj6erj •£
í>iæjJBjxcA z
OOJBOd PJ0AAP3 Al10 )
UTVARPSSTOÐVAR
RÁS 1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • REYKJAVÍK FM 101,5 • BYLGJAN 98,9 • FM 95,7 • X-IÐ 97,7 • ÚTVARP SAGA 99,4 • LÉTTBYLGJAN 96,7
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
OHrútur
(21.mars-19. aprtl)
Þú þarft að stefna á grænar grundir og opin svæði enda
sumarið komið og um að gera að njóta þess. Þetta snýst
um að fullnægja skoðunarþörf þinni og njóta llfsins.
©Naut
(20. apríl-20.maí)
Þú ert í góðu skapi þessa dagana og það erekki furða. Þú
vissir að það væri margt gott framundan enda er meira að
segja gaman aðversla með þér um þessar mundir.
©Tvíburar
(21. maf-21. júnQ
Þú þarft að eyða tíma með fjölskyldunni en vinirn-
ir eru að fara á skemmtun. Þetta er erfið staða en
reyndu að finna málamiðlun.
©Krabbi
(22. júnf-22. júlO
Þú þarft aðskoða hug þinn i dag og kanna hvað þér liggur
á hjarta. Hvaða spumingar líggja á þér? Hvernig geturðu
ieitað svara? Þú ert að minnsta kosti komin/n af stað.
®Ljón
(23. júlt- 22. ágúst)
Hefur verið það mikið að gera hjá þér að það hafi bitnað á
vinnunni? Endurskoðaðu forgangsatriðin. Vitanlega þarftu
að eiga eitthvert frí en það má ekki hafa áhr'if á starfið.
UJ!\ M*yja
(23. ágúst-22. september)
Það er meira en nóg að gerast í félagslífínu en þú verður
að passa að lofa ekki upp í ermina á þér. Ein skemmtun á
kvöldi er nóg, annað verður að bíða betri tíma.
Vog
(23. september-23. október)
Þú hélst að þú vissir hvað þú vildir en eftir óvænt atvik
kom i Ijós að það var eitthvað allt annað sem þú vildir.
Svona er lifið stundum, óútskýranlegt og spennandi.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Taktu þvi rólega og þú kemst á áfangastað áður en þú
veist af. Þú getur alltaf bjargað öllu sem þarf að bjarga
en það er ekki nauðsynlegt þessa dagana.
Bogmaður
(22. nóvember-21.desember)
Þú þarft að endurskoða lífsviðhorf þitt eftir nýlega
atburði og jafnvel skoða alvarlega hvað skiptir raunveru-
lega máli. Það er alltaf gott að vera sveigjanlegur.
©Steingeit
(22. desember-19. janúar)
Þetta er miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Það er
skemmtilegt fólk hér og aðstæður eru flóknar, nú get-
urðu virkilega tekið þátt af alvöru. Góða skemmtun.
®Vatnsberi
(20. janúar-38. febrúar)
Það er aldrei að vita hvað gerist og þú ert að átta þig
betur á sannleika þeirrar staðhæfmgar. I byrjun var ekki
að sjá að þetta myndi enda vel.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Allt virðist þetta vera tilviljun þar til þú kemur auga á
undirliggjandi stef. Nú þarftu að stíga stórt skref til að
komast aftur á rétt ról. Þú getur það auðveldlega.
Fallandi ungstirni
Allir helstu slúðurmiðlar heims keppast við að
birta sjokkerandi fréttir og vafasamar myndir af
ungstirninu Lindsay Lohan og hafa reyndar gert
nokkuð lengi. Stúlkan sú er enda dugleg við að
hneyksla mann og annan með ósiðsamlegri
framkomu, líferni sem hæfir ekki fyrirmynd
ungra barna og fíkniefnafikti.
Það er auðvitað leitt að hún Lindsay skuli
hafa ánetjast fíkniefnum og kunni sér ekki
meira hóf í partílíferninu en raun ber vitni.
En ég verð að segja að ég er ekki neitt rosal-
ega hissa á því að hún skuli eiga erfitt með að
höndla frægðina svona ung að árum. Hún er
orðin tvítug núna en hefur verið í sviðsljós-
inu í allnokkur ár. Ómótaður táningur
með takmarkaðan skilning á lífinu hef-
ur tæpast gott af því að vera umsetinn af
papparössum og slúðurblaðasnáp-
um að því er virðist daglega. Nei,
best væri ef Lindsay fengi nú frið,
helst í nokkur ár, til þess að finna
sjálfa sig áður en hún sneri aftur
í sviðsljósið.
Britney Spears varð líka fræg á
táningsaldri og var ímynd hennar
þá sköpuð af einhverjum markaðsg-
úrúum. Sú ímynd er í engri líkingu
við persónuna Britney eins og hún
Hildur Edda Einarsdóttir
skrífar um LindsayLohan og
Britney Spears.
Fjölmiðlar
hilduredda(5>bladid.net
kemur okkur fyrir sjónir í dag og slúðurpressan
tekur andköf af hneykslan. En Britney er eldri
og reyndari en Lindsay Lohan, og í stað þess að
setjast í helgan stein myndi ég ráðleggja henni að
stofna rokkhljómsveit og semja sína eigin tónlist.
Og banna markaðsgúrúum að reyna að ráðskast
með sig í framtíðinni.
Sjónvarpið
Skjár einn |I|ÍH Sirkus i
Sýn
16.35 14-2 (e)
( þættinum erfjallað um
fótboltasumarið frá ýms-
um hliðum. Rýntverður í
leiki efstu deilda karla og
kvenna, spáð í spilin með
sérfræðingum, stuðnings-
mönnum, leikmönnum,
pjálfurum og góðum gest-
um. Lifandi umræða um
pað sem er efst á Paugi
í fótboltanum á islandi
ásamt Pestu tilþrifum og
fallegustu mörkum hverrar
umferðar.
17.05 Leiðarljós
(Guiding Light)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Músahús Mikka (9:28)
(Disney’s Mickey Mouse
Clubhouse)
18.30 Ungar ofurhetjur (3:26)
(Teen Titans, Ser. II)
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.05 Æskuár Harrys Houdini
(Young Harry Houdini)
Bandarísk fjölskyldumynd
frá 1987 um æskuár töfra-
mannsins Harrys Houdini
sem uppi var á árunum
1874 til 1926.
21.40 Englar Charlies -
Áfullu gasi
(Charlie’s Angels: Full
Throttle)
Bandarísk hasarmynd frá
2003 um þrjá harðsnúna
einkaspæjara sem eiga í
höggi við óþjóðalýð. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna.
23.25 Kræktu i karlinn
(Get Shorty)
Bandarísk gamanmynd frá
1995. Glæpamaður fer til
Hollywood að innheimta
skuld og kemst að því að
kvikmyndabransinn er ekki
svo ólíkur því fagi sem
hann vinnur við. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
barna.
01.05 Útvarpsfréttir i
dagskrárlok
08.10 í fínu formi 2005
08.25 Oprah
09.10 Bold and the Beautiful
09.30 Forboðin fegurð (60:114)
10.15 Numbers (22:24)
11.00 Fresh Prince of Bel Air
11.25 Sjálfstætt fólk
12.00 Hádegisfréttir
12.45 Nágrannar
13.10 Forboðin fegurð (9:114)
13.55 Forboðin fegurð (10:114)
14.40 Joey (17:22)
15.05 The Apprentice (15:16)
15.50 Barnatími Stöðvar 2
Kringlukast, Batman,
Titeuf, Justice League
Unlimited
17.28 Bold and the Beautiful
17.53 Nágrannar
(Neighbours)
18.18 Island i dag og veður
18.30 Fréttir
18.55 ísland í dag, íþróttir
og veður
19.40 TheSimpsons (17:22) (e)
Þáttur tileinkaður verð-
launamyndinni Forest
Gump, þar semHómer eri
hlutverki Tom Hanks.
20.05 TheSimpsons (18:22)
Bart slær í gegn í Springfi-
eld þegar hann kemur
hafnaboltaliðinu sínu í
meistarakeppnina í fyrsta
sinn.
20.30 Leitin að Strákunum
Þeir 5 keppendur sem eftir
eru halda til New York til að
taka upp fríkað útiatriði. I
21.15 Beauty and the Geek
22.00 Napoleon Dynamite
Bráðhlægileg gamanmynd
sem skaut Jon Heder (Bla-
des of Glory) upp á stjörnu-
himininn. Myndin segirfrá
furðufuglinum Napoleon
Dynamite sem á erfitt með
að falla í hópinn í skólanum.
23.25 Win A Date with
Tad Hamilton!
01.00 Angels Don t Sleep Her
02.30 Eurotrip
04.00 Leitin að strákunum (7:9)
04.45 The Simpsons (18:22)
05.10 Fréttir og island í dag (e)
06.20 Tónlistarmyndbönd
07.15 Beverly Hills 90210 (e)
08.00 Rachael Ray (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
15.30 Vörutorg
16.30 One Tree Hill (e)
17.30 Beverly Hills 90210
18.15 Rachael Ray
19.00 Everybody Loves
Raymond (e)
19.30 Still Standing (e)
Bill og Judy reyna að
hjálpa syni sínum að kom-
ast yfir kvíðann áður en
hann fer sem skiptinemi til
italíu. Bill er þó ekki alveg
tilbúinn að sætta sig við
að sonurinn sé að flytja að
heiman.
20.00 One Tree Hill
Það er komið að skólaball-
inu en gamanið kárnar
þegar Lucas kemst að því
hver var vitni að morðinu á
Keith. Ákvörðun Payton um
að mæta ekki á ballið á eft-
ir að draga dilk á eftir sér.
21.00 THE BACHELOR
Bandarísk raunveruleikas-
ería þar sem myndarlegur
piparsveinn leitar að
draumadísinni. Þetta er
níunda þáttaröðin og pípar-
sveinninn að þessu sinni er
ítalskur prins.
22.45 Kidnapped (7:13)
Fréttum af mannráninu
er lekið í blöðin, lífvörður
Leopolds er kominn aftur
ákreikog King ertekinná
teppið hjá yfirmönnum FBI.
23.35 Everybody Loves
Raymond
Marie fer í fýlu út í Debru og
neitar að tala við hana þegar
henni fannst að Debra hafi
verið dónaleg við sig. Ray
reynir að kippa hlutunum í
liðin og fær Marie til þess að
biðja Debru afsökunnar.
00.00 European Open Poker
01.30 The Dead Zone (e)
02.20 Beverly Hills 90210 (e)
03.05 Tvöfaldur Jay Leno (e)
04.45 Vörutorg
05.45 Óstöðvandi tónlist
18.00 Insider
18.30 Fréttir
Fréttastofa Stöðvar 2 flytur
fréttir í opinni dagskrá á
samtengdum rásum Stöðv-
ar 2 og Sirkuss.
19.00 ísland í dag
19.40 The War at Home (5:22)
Gamanþættirnir The War
At Home hafa slegið í gegn.
Hjónin Vicky og Dave halda
áfram daglegri baráttu
sinni við unglingana á heim-
ilinu. Þar er alltaf líf og fjör
enda sjá foreldrarnir ekki
hlutina með sömu augum
og unglingarnir gera. Geta
Vicky og Dave virkilega
skammað krakkana sína
fyrir að gera eitthvaö sem
þau gerðu sjálf í æsku?
20.10 Entertainment Tonight
I gegnum árin hefur En-
tertainment Tonight fjallað
um allt það sem er að
gerast í skemmtanabrans-
anum og átt einkaviðtöl við
frægar stjörnur.
20.40 Daisy Does America (5:8)
i þáttunum um Daisy
ferðast breska gamanleik-
konan Daisy Donovan um
Bandaríkin í þeim tilgangi
að uppfylla ameríska
drauminn og tileinka sér
hina undarlegustu siði Am-
eríkana. Hún gerir grín aö
sjálfri sér og hinum ýmsu
furðufuglum sem verða á
vegi hennar.
21.10 NIGHT STALKER (4:10)
(Three)
Carl Kolchak er virtur rann-
sóknarblaðamaður. Hann
ræður sig til vinnu á dag-
blaði í Los Angeles og fær
það verkefni að skrifa um
röð undarlegra morðmála.
22.00 Standoff (12:18)
22.45 Bones (5:22)
23.30 American Inventor
00.15 The War at Home (5:22)
(Stríðið heima)
00.40 Entertainment Tonight
01.05 Tónlistarmyndbönd
frá Popp TV
07.00 NBA - Úrslitakeppnin
(Detroit - Cleveland)
17.55 Það helsta i PGA-
mótaröðinni
(Inside the PGA Tour 2007)
Inside the PGA Tour er
frábær þáttur þar sem
golfáhugafólk fær tækifæri
til þess að kynnast betur
kylfingunum.
18.20 GUUette World Sport 2007
(Gillette World Sport 2007)
Iþröttir í lofti, láði og legi.
Fjölbreyttur þáttur þar sem
affar greinar iþrótta eru
teknar fyrir.
18.50 Vináttulandsleikur
(England - Brasilía)
Bein útsending frá vin-
áttulandsleik Englendinga
og Brasilíumanna í knatt-
spyrnu...
21.00 NBA - Úrslitakeppnin
(Detroit - Cleveland)
23.00 Heimsmótaröðin í
póker 2006
Pókeræði hefur gengið
yfir heiminn að undanförnu
hvort sem er í Bandaríkj-
unum eða í Evrópu. Miklir
snillingar setjast að borðum
þegar þeir bestu koma
saman og keppt er um háar
fjárhæðir.
00.00 Heimsmótaröðin i
póker 2006
01.00 NBA - Úrslitakeppnin
(NBA 2006/2007 - Playoff
games)
06.20 Two Brother
08.00 Marine Life
10.00 Bangsimon og Frillinn
12.00 My House in Umbria
14.00 Marine Life
16.00 Bangsimon og Frillinn
18.00 My House in Umbria
20.00 Two Brother
22.00 Ripley's Game
00.00 Buffalo Soldiers
02.00 Elektra
04.00 Ripley’s Game
Töfrandi skemmtigarður:
Potter plottar park
Aðdáendur Harry Potter-bókanna og -kvikmyndanna
ættu að fara að skipuleggja sumarfríið fyrir árið 2009
því þá er áætlað að sérstakur skemmtigarður helgaður
galdrasnáðanum mikla verði oþnaður í Flórída.
Þessi töfragarður verður innan Universal Studios-
skemmtigarðsins og segja innanbúðarheimildir að
þetta verði „garður innan garðs“.
Garðurinn mun skarta leiktækjum og sýningarat-
riðum sem byggja á heimi Harry Potters. Stuart
Craig, sem hefur séð um að hanna útlit Harry
Potter-kvikmyndanna, kemur til með að stýra
útiitshönnun skemmtigarðsins. „Meginmarkmið
okkar er að tryggja að þessi reynsla verði sann-
færandi útfærsla á veröld Harry Potters eins og
hún birtist í bókunum og myndunum."
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er
skiljanlega í skýjunum yfir þessu framtaki enda
nefur hún grætt á tá og fingri allt frá því að fyrsta
bókin kom út. „Þær áætlanir sem ég hef séð líta
mjög spennandi út og ég held að aðdáendur bók-
anna og kvikmyndanna verði síður en svo fyrir
vonbrigðum," sagði hin kampakáta Rowling og
hló, alla leið í bankann.
Skjár einn klukkan 21.00
Á síðasta söludegi?
Nú er loksins komið að því að ný sería af
Bachelor líti dagsins Ijós. Þessi þáttaröð er
sú niunda í röðinni og í þetta skipti er pip-
arsveinninn raunverulegur prins frá Ítalíu
að nafni Lorenzo Borghese. Að venju mun
hann verða kynntur fyrir 25 myndarlegum
yngismeyjum sem annað hvort telja sig
vera að nálgast síðasta söludag eða þrá
að baða sig í sviðsljósinu.
Sirkus klukkan 21.10
Næturfarinn
Night Stalker er endurgerð á þáttaröð sem
naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Carl Kol-
chak er virtur rannsóknarblaðamaður. Hann
ræður sig til vínnu á dagblaði í Los Angeles
og fær það verkefni að skrifa um röð undar-
legra morðmála. Þegar Kolchak fer ofan í
saumana á málunum koma í Ijós tengingar
á milli morðanna og það sem meira er, þau
gætu öll tengst morðinu á eiginkonu hans.