blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 blaðið Betra að hafa allt rétt Eigendur bíla á ann- ari dekkjastærð en skráningarskírteini segir til um eiga á hættu að vera sektaöir. Myndin er úr safni og tengist greinnni ekki beint. BloÖIS/Árni Sæberg Gúmmívinnustofan - SP dekk • Skipholti 35,105 RVK sími 553 1055 • www.gummivinnustofan.is KERRUOXLAR ÍÚRVALI »gur Freelander 2-reynsIuakstur á Islandi: ísland klæðir Land Rover vel til kerru- iMÍÍa FÍALLABÍLAl Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Dagana 7.-25. maí lögðu rúmlega 120 blaðamenn frá öllum heimshornum leið sína til Islands. Tilgangurinn var að taka þátt í reynsluakstri á Land Rover Freelander 2. „Viðtökurnar voru rosalega góðar,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynn- ingarstjóri B&L. Land Rover var með um 15 manna teymi hér sem hafði aðstöðu rétt hjá Keflavíkurflugvelli og tók á móti erlendu blaðamönnunum. Þaðan var keyrt í Ensku húsin, rétt hjá Borgarnesi, upp að Búðum og yfir Búðavaðið en þar er torfær slóði, vatn og sjór. Eftir að hafa gist á Búðum fór hóp- urinn svo að Löngufjöru og þaðan yfir Lyngdalsheiði og í hádegismat í Þrastarlundi. Eftir hann var haldið á ölkelduháls og svokölluð 1000 vatna leið ekin. „Þetta var sambland af þjóðvega- akstri og torfæruakstri. Bíllinn er nýr frá grunni og með fjölstillanlegu aldrifskerfi, en akstursleiðin gekk meðal annars út á að prófa mismun- andi stillingar á því,“ útskýrir Helga Guörún og bætir við að leiðin hafi haft mikil „júhú-áhrif“ á blaðamenn- Á Snæfellsnesi Ekki amalegt að reynstukeyra öflugan fjór- hjóladrifsbíl í þessu umhverfi. ts '& ina. „Menn voru að þrusa út í ár og skemmtu sér konunglega á torfæru- slóðunum, en það er rétt að taka fram að við keyrðum auðvitað bara þar sem má keyra.“ Eins og fyrr segir komu blaðamenn- irnir víða að og með (slendingunum í hóp voru blaðamenn frá Suður-Afr- íku, Tékklandi, Hollandi, Danmörku og Rússlandi. Þetta er i annað sinn sem Land Rover heldur slíkan viðburð hór á landi en í október 2005 var Disco- very 3-kynning haldin á (slandi sem heppnaðist mjög vel og í kjölfarið var ákveðið að halda kynninguna í ár hér líka. „Samhliða vextinum í fjórhjóladrifs- flokknum, þar sem gróskan er lang- mest núna, kæmi mér ekki á óvart að bílaframleiðendur myndu sækja meira í að vera með kynningar hér, sérstaklega á krafmiklum fjórhjóla- drifsbilum eins og Land Rover. (sland klæðir Land Rover nefnilega mjög 've!,- segir Helga Guðrún að lokum. bilar@bladid.net Endurfæddur Ka Á næstunni fær Brimborg aftur til sölu hinn smáa en knáa Ford Ka. Útlit bílsins mun ekki breytast mikið frá fyrri útgáfum en öryggis- búnaðurinn hefur verið aukinn verulega. Stórafmæli bjöllunnar Nú eru sjötíu ár liðin frá stofnun fyrirtækisins sem sá um framleiðslu VW-bjöll- unnar í Þýskalandi, þremur árum eftir að Adolf Hitler bað Ferdinand Porshce að hanna bíl fyrir þýsku þjóðina. Þegar síðasta bjallan með gamla laginu var smíðuð í Mexíkó árið 2003 höfðu um 22 milljónir bíla selst frá upphafi. rri dekkjastærð en þeir eru skráðir fyrir: Oruggastir Hvað eiga Subaru Forester og Chevrolet Corvette sameiginlegt? Báðir bílarnir eru á lista Forbes yfir öruggustu bíla, árgerð 2007, í heimi. Listinn var búinn til eftir samsafni upplýsinga en með fyrirvara um að ónógar upplýsingar séu til eða vanti alveg um suma þeirra bila sem standa kaupendum til boða. Á listanum eru einnig eftirtaldir bílar: Ac- ura RDX og RL, Audi A4 og A6, BMW Z4, Ford Freestyle, Honda Civic, Jaguar XJ, Lexus SC, Loncoln Town Car, Mazda MX- 5, Merzedes Bens SL-Class, Mercury Grand Marquis, Porsche 911 og Boxster, Saab 9-3 og 9-5, Volkswagen Passat og Volvo XC90. Motopark fær lán Stjórn Byggðastofnunnar ákvað á fundi þann 27. apríl síðastliðinn að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga lceland Motopark-svæðisins í Reykjanesbæ. í fréttatilkynningu frá lceland Motopark kemurfram að um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins, samtals um 7 hektarar. _ __ • I fyrsta áfanga er meðal annars go-kartbraut og þjónustubygging • Gert er ráð fyrir að lceland Motopark skapi allt að 300 ný störf þegar upp- byggingu veröur lokið Ólöglegt, en hefur ekki áhrif á tryggingar Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net Þegar sól hækkar á lofti fara margir jeppaeigendur í skúrinn til að setja „litlu“ dekkin undir torfærutröllin. Hinsvegar er ákvæði í reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem kveður á um að hámarksfrávik frá skráðri dekkjastærð sé io%. Að skipta 44 tommu dekkjum út fyrir 38 tommu sumardekk, breyting upp á tæp 14%, er því hreinlega ólöglegt. Slíkt er þó mjög algengt, sem og að jeppar séu að staðaldri keyrðir á ann- arri dekkjastærð en kveðið er á um í skráningarskírteini. „Það hefur alla tíð verið þannig, og verður áfram, að ef dekkjastærð er breytt 10% eða meira frá skráðri stærð þá þarf bíll að fara í sérskoð- un,“ segir Jón Hjalti Ásmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Frumherja. „Síðan gilda þessar almennu reglur sem kveðið er á um í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, að sé bíl breytt frá því sem er í skráningarskír- teini, hvort sem það er í dekkjastærð Sumardekk ÖRYGGIBÍLSINS BYGGIST Á GÓÐUM HJÓLBÖRÐUM • Polar rafgeymaþjónusta • Rafgeymar fyrir fellihýsi og mótorhjól • Frí ísetning og mæling eða einhverju öðru, þá á að færa bíl- inn til breytingaskoðunar og fá það staðfest og samþykkt. Ef bíll er öðruvísi en segir í skrán- ingarskírteini, eða í ósamræmi við reglulgerð um gerð og búnað eða umferðarlög, eiga menn það alltaf á hættu að tryggingafélög eigi endur- kröfurétt á viðkomandi." Samkvæmt Jóni Hjalta þýðir þetta að sé bíllinn skráður fyrir 44 tommu dekk, má fara upp eða niður um 4,4 tommur. Dekkin mættu því minnst vera 39,6 tommur og mest 48,4. 10% reglan líka fyrir breytta bíla „Menn hafa ekki túlkað ákvæði reglugerðarinnar þannig að 10% regl- an gildi ekki um bíla sem þegar hefur verið breytt. Þetta er auðvitað alltaf spurning um túlkun, en síðan þessi útgáfa reglugerðarinnar tók fyrst gildi, 1993, hafa þessi ákvæði staðið svona og hafa alla tíð verið túlkuð þannig að ef breyting er meiri en 10% þarf að breytingaskoða og ef menn breyta svo aftur um meira en 10% þarf að skoða aftur,“ segir Jón Hjalti en bætir við að hann þekki ekki ein- stök dæmi þess að bíleigendum sé neitað um bætur frá tryggingafélög- um vegna frávika í dekkjastærð. „Ég veit hins vegar að lögreglan hef- ur gert athugasemd við að bílar séu ekki eins og þeir eru skráðir, hvort sem það eru dekk eða annað." Ekki áhrif á bótarétt eitt og sér Hjá tryggingafélögum fást þær uppiýsingar að frávik í dekkjastærð eitt og sér sé ekki nóg til að fyrirgera bótarétti, komi til tjóns. Úr reqlugerð um gerð og búnao ökutækja nr. 822/2004 • 16.00 Almenn ákvæði. (4) Ökutæki má ekki hafa hjól sem hafa slæm áhrif á aksturseiginleika þess. 16.01 Hjólbarðar. (3) Stærð og útfærsla hjólbarða skal vera til samræmis við stærð og gerð felgu. • 16.10 Bifreið. (5) Við skipti á hjólbörðum undir bifreið sem ekki er breytt bifreið má mesta frávik á stærð ummáls þeirra vera + 10% miðað við stærstu hjólbaröa sem ætlaðir eru fyrir viðkomandi bifreiðargerð skv. upplýsing- um framleiðanda. 16.203 Breytt bifreið. (1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjól- hafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr. (2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans. „Við teljum að það muni ekki valda því að viðkomandi missi bótarétt þegar óhapp verður þó að dekkin séu eitthvað stærri eða minni en þau eiga að vera samkvæmt skráningarstofu,“ segir Pétur Már Jónsson, forstöðu- maður tjónaþjónustu VÍS. „Það þarf að vera eitthvert stórkost- legt gáleysi í málinu til að það valdi því. Hins vegar viljum við benda á að eigendur svona bíla eiga náttúr- lega að sjá til þess að þeir séu löglega útbúnir. En við sjáum ekki í fljótu bragði að það eitt og sér geti valdið því að um bótamissi verði að ræða, komi til tjóns.“ Hjá Tryggingamiðstöðinni feng- ust áþekk svör, en Hjálmar Sigur- þórsson, framkvæmdastjóri tjóna- sviðs, segir jeppaeigendur geta skipt yfir á sumardekkin áhyggjulaust. „Þetta er flóknara mál en svo að tryggingarnar séu út úr myndinni bara ef dekkjastærðin er önnur. Hún ein og sér hefur ekki áhrif á það, en ef menn eru í einhverjum æf- ingum sem eru algjörlega út úr öllu korti, og breyta aksturseiginleikum bílsins ógurlega, þá getur þetta far- ið að skipta máli.“ Sektaskylt, en ekki mikið eftirlit Þrátt fyrir að áhyggjur af trygging- unum séu út úr myndinni geta jeppa- eigendur fengið sekt fyrir að vera á rangri dekkjastærð. „í 59. grein umferðarlaga er tekið fram að sé einhverju ábótavant við gerð og búnað ökutækis geti legið við því 5-10.000 króna sekt. Meðal þess sem nefnt er eru hjólabúnaður og skoðun,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að frávik í dekkjastærð miðað við upplýsingar í skráningar- skírteini sé dæmi um það sem gæti verið sektað fyrir. „En við erum ekki alltaf að mæla þetta. Þetta þarf að vera svolítið gróft, eða þá að skráningarskírteini kveður ekki á um sérskoðun, til að við tök- um eftir þessu.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.