blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007
1
I
blaóió
Samfylkingin:
Marshall og
Anna aðstoöa
Anna Kristín
Ólafsdóttir hefur
verið ráðin
aðstoðarkona
Þórunnar Svein-
bjarnardóttur
umhverfisráð-
herra.Anna
Kristín var full-
trúi i sendiráði
Bandaríkjanna á
Islandi 1990-96,
sérfræðingur hjá
ríkisendurskoð-
un Wisconsin-þings 2000-2001
og aðstoðarkona borgarstjórans
í Reykjavík 2001-2003. Frá
ársbyrjun 2004 hefúr hún gegnt
starfi í Listaháskóla íslands.
Þá hefur Kristján L. Möller
samgönguráðherra ráðið
Róbert Marshall sem aðstoð-
armann sinn. Róbert er fyrrver-
andi forstöðumaður NFS og
fyrsti varaþingmaður Samíylk-
ingarinnar í Suðurkjördæmi.
Sumarþing sett:
Ágreiningur um kjör í nefndir
■ Stjórnarandstaðan andvíg frestun ■ Ágúst Ólafur sáttur ■ Vildi verða ráðherra
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Stutt sumarþing var sett í gær
og í setningarræðu sinni bauð
forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, einkum velkomna nýju
þingmennina 24 sem sæti tóku á
Alþingi í fyrsta sinn. „Reynslan
kennir okkur þó að árin líða undra-
hratt og hver og einn þarf að nýta
vel umboðið sem þjóðin veitir
alþingismönnum.“
Forsetinn sagði jafnframt að
mikilvægt væri að þingheimur
allur kappkostaði jafnan að ólík
afstaða til deilumála færi ekki svo
úr böndum að þjóðin lamaðist
vegna deilna og næði ekki að nýta
dýrmætan samtakamátt. 1 því sam-
hengi sagði forsetinn eftirfarandi:
„Við höfum á liðnum vetri orðið
vitni að því að ágreiningur sem
klauf þjóðina í áratugi gufaði upp
og í staðinn kom víðtæk samvinna
við að breyta gamalli herstöð í há-
skólabyggð, nýta herskála fyrir
námsmennina, gera vopnabúr að
vísindastöð.“
Ágreiningur reis strax að lok-
inni setningarræðu forsetans. Full-
trúar stjórnarandstöðuflokkanna
voru andvígir því að frestað yrði
kjöri í nefndir sem til stendur að
breyta með sérstökum lögum. Sam-
kvæmt gildandi þingskapalögum
er gert ráð fyrir efnahags- og við-
skiptanefnd, landbúnaðarnefnd og
sjávarútvegsnefnd. Efnahags- og
viðskiptanefnd verður skipt upp
og hinar sameinaðar.
„Þetta var stormur í vatnsglasi
og mjög sérkennilegt," segir Ágúst
Ólafur Agústsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sem mun gegna
formennsku í viðkiptanefnd en
sú skipan hefur vakið talsverða
athygli.
„Þetta er það sem ég vildi.
Þetta er nær mínu áhugasviði og
menntun en undir viðskiptanefnd
heyra bankamálin, samkeppnis-
lögin, fjármálageirinn, kauphöllin
og neytendamálin. Ég vildi ekki
formennsku í fjárlaganefnd. Ég fæ
þær nefndir sem ég vildi og gott
betur.“
Það hefur jafnframt vakið at-
hygli að Ágúst verður ekki for-
maður þingflokks Samfylkingar-
innar. Um þá tilhögun segir hann:
„í lögum flokksins er beinlínis
gert ráð fyrir að varaformaður
flokksins og þingflokksformaður
séu ekki sami einstaklingurinn.
Ég fór meðal annars út af þessu
úr stjórn þingflokksins fyrir
tveimur árum þegar ég var kosinn
varaformaður."
Auðvitað hefég
metnað til að
vera ráðherra
Agúst Ólafur Ág-
ústsson, þingmaöur
Samfylkingarinnar
Ágúst kveðst vissulega hafa
viljað verða ráðherra. „Auðvitað
hef ég metnað til að vera ráðherra
og mér hefði fundist það eðlilegt
en á hinn bóginn var það ef til
vill óraunhæft að fjórir af sex ráð-
herrum kæmu úr Reykjavík og ég
var í fjórða sæti í prófkjörinu þar.
Það má heldur ekki gleyma því að
ég er enn næstyngsti þingmaður-
inn þótt ég sé að hefja mitt annað
kjörtímabil. Ég er einn yngsti vara-
formaður í sögu íslenskra stjórn-
mála. En ég verð tilbúinn þegar
kallið kemur.“
Miklð úrval af
garðhusgognum
/0
Fognum ems ars afmæli nyrra verslana okkar að Fiskisloð og á Akureyri
með pomp og prakt. AUskyns tilboð í tilefni dagsins.
Líttu inn og fagnaðu með okkur - og gerðu kjarakaup í leiðinni.
Opið manud.-föstud. 8-18, laugard. 10-16 ogsunnud. 12-16
Tryggvabraut 1-3, Akureyri • Sími 460 3630
■