blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 9
blaðið FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 9 Að lokinni guðsþjónustu Forseti Islarrds, Ól- afur Ragnar Grímsson, og biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, ganga að Alþingishúsinu ásamt ráðherrum og þingmönnum. Stefnuræða forsætisráðherra: Einkarekið heilbrigðiskerfi Helstu tíðindin í stefnuræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær voru þau að hann boðaði aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Við þurfum einnig að skapa svigrúm til fjöl- breytilegri rekstrarforma í heil- brigðisþjónustu, meðal annars með útboðum og þjónustusamn- ingum, en jafnframt tryggja að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag.“ I ræðu sinni sagði ráðherrann að hin nýja ríkisstjórn byggist á samstarfi tveggja stærstu stjórn- málaflokka landsins. „Þessir flokkar hafa einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfl- uga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins." Þá sagði hann einnig að ríkisstjórnin hefði sett sér metnaðarfull markmið í jafn- réttismálum og boðaði að gerð yrði áætlun um að minnka óút- skýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Forsætisráðherra lauk ræðu sinn á eft- irfarandi hátt: „Ég horfi björtum augum til þess kjörtímabils sem nú er að hefjast og tel það fela í sér mikil tækifæri til þess að gera gott samfélag enn betra.“ Permasteel-gasgrilt Primus-feröagasgrill Ferðavörur Primusar Vandaðir gönguskór . Aukahlutir fyrir 44U ferðatæki Utivistarfatnaður m.a. frá Devold 25% afmælisafsláttur af: • útivistarfatnaði • skóm • ferðavörum • stangveiðivörum og fatnaði • gasvörum • gasgrillum • aukahlutum fyrirferðatæki Fiskislóð 1 • Síini 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Ellingsen - fullt hús œvintýra

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.