blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 30
Plötusnúðurinn Róbert Aron Magnússon I heimsókn á Islandi Róbert Aron sótti ísland heim i vikunni ásamt fjölskyldu sinni. Hér sést hann ásamt syni sinum, Oliver Einari Nordquist. Lærir í stórborginni London Þeir sem stundað hafa skemmtistaði hér á Klakanum kannast flestir við Róbert Ar- on Magnússon, eða Robba „chronic” eins og hann er gjarnan kallaður. Róbert hefur verið iðinn við að þeyta skíf- um hérlendis og var af mörgum talinn einn helsti plötusnúður lands- ins. Hann ákvað þó að venda kvæði sínu í kross og hefja nám í stórborg- inni London þar sem mun útskrifast núna i sumar. Bók: The Rise and Fall of Death Row Records. (sagan um heitasta plötufyrirtæki á 9. áratugnum sem gaf út snoop, tupac og fleiri. Ansi skemmtileg lesning... Kvikmynd:. Scarface. Skil aldrei við mig: Símann. Elska: Fjölskylduna mína. Þoli ekki: Þegar mamma tautar í mér. Matur: Pitsuborgarinn hans pabba og kjötsúpan hennar mömmu. Tónlist: Ég ætla ekki að segja alæta en ég er opinn fyrir öllu og opinn fyrir nýjungum. Annars er hipphopp- og danstónlist efst á lista. Draumaverkefni: Á það ekki eftir að koma í Ijós bara? Ráð og speki: Hlustaðu alltaf á mömmu þína. Hamingjan felst í: Að vera í faðmi fjölskyldunnar. Lærir allar hliðar tónlistarbransans „Ég er að klára mastersnám í svo- kölluðu music business manage- ment. í rauninni veit ég ekki al- veg hvernig á að þýða þetta yfir á íslensku en þetta er allavega tengt viðskiptastjórnun innan tónlistar- geirans, ef svo má að orði komast, og ætti vonandi að geta komið manni í stjórnunarstöðu innan einhvers fyrirtækis á þessu sviði,“ segir Róbert aðspurður um námið í London. „Þetta býður án efa upp á fjöl- mörg tækifæri fyrir mig enda mikil gróska í tónlistarheiminum og öllu sem tengist tónlist, hvort sem um er að ræða auglýsingar, kvikmynd- ir, uppákomur eða annað. Þarna förum við í fjármálahliðina, mark- aðshliðina og viðskiptalegu hliðina tengda tónlistinni. Við fáum marga fyrirlesara frá umboðsmönnum, yf- irmönnum stórra útgáfufyrirtækja og fleiri aðilum sem er óneitanlega mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Maður lærir mjög mikið af þessu og fær innsýn í þennan stóra tónlistar- heim sem hringiðan í London er.“ Ekki á leiðinni heim Róbert hafði starfað sem plötu- snúður hér á landi áður en hann ákvað að leggja land undir fót og freista gæfunnar á erlendri grund. „Ég var búinn að vera að spila í eitthvað um 10-12 ár en langaði allt- af að læra eitthvað sem ég gæti nýtt mér og mér þætti skemmtilegt. Ég ákvæð því að leita aðeins fyrir mér og sló svo til þegar ég komst í tæri við þetta nám. Auðvitað nýttist reynslan mér svo vel þegar ég sótti um í skólanum ásamt meðmælum sem ég hafði fengið. Það var allt skoðað sem maður hafði gert áður en ég fékk inngöngu," segir Róbert sem sér svo sannarlega ekki eftir búferlaflutningum til stórborgar- innar. „Þetta er alveg æðislegt og ég er ekki á leiðinni til íslands aftur í bráð. Við seldum bara íbúðina og sjáum ekkert fyrir okkur að koma heim. 1 London er auðvitað miklu meira að gerast og yfirhöfuð meira líf auk þess sem tækifærin eftir námið verða vafalaust meiri hérna en heima." „Þetta er alveg æöislegt og ég er ekki á leiðinni til íslands aftur í bráð. V\ð seldum bara íbúðina og sjá- um ekkert fyrír okkur að koma heim.“ Hættur að þeyta skífum Róbert hefur sagt skilið við skíf- urnar og segist vilja vera hinum megin við borðið. Hann hefur sett sig í stellingar umboðsmanns auk þess sem hann kemur að hinum ýmsu tónlistartengdu viðburðum á Islandi. „Mér var farið að finnast frekar hvimleitt að spila allar helgar og vera kannski að koma heim klukkan sjö eða átta á morgnana. Þetta var orð- ið frekar þreytandi og ég vildi snúa þessu aðeins við,“ segir Róbert, sem kveðst vinna mikið fyrir íslensku hljómsveitina Steed Lord með þeim Svölu, Einari, Ella og Edda. „Ég er umboðsmaður Steed Lord og hef haft mikið að gera í tengslum við það. Þau hafa meðal annars verið að spila í Austurríki, New York, Mi- ami, Svíþjóð og eru núna í London um helgina. Það er alveg brjálað að gera og maður nýtir auðvitað námið á þessum vettvangi. Svo hef ég verið að vinna með Ölgerðinni á íslandi við partihald og fíeira slíkt með því að fá erlenda plötusnúða til landsins og aðra listamenn auk þess að hafa verið eitthvað í tónleikahald- inu líka.“ Hægt að læra allt erlendis Aðspurður segist Róbert vera farinn að huga að starfi eftir nám- ið. Hann mun leggja lokahönd á ritgerðina í sumar og reyna svo fyrir sér í tónlistarbransanum. „Ég er alveg farinn að skoða í kring- um mig. Það verður örugglega eitt- hvað skemmtilegt sem bíður mín. Annars hvet ég fólk til að prófa að læra á erlendri grund. Ef það er eitthvað sérstakt svið sem þú hefur áhuga á, en getur ekki lært heima, er alveg pottþétt að þú get- ur fundið slíkt nám úti. Það er ein- hvern veginn allt til. Auðvitað er stofnkostnaðurinn mikill en von- andi fær maður það borgað marg- falt til baka þegar á líður,“ segir Róbert að lokum. halldora@bladid.net 5 SPURNINGAR: ROBERTO BABD015 ÁRA Hvað heltlr höfuðborg Líbanons? Veit ekki Hvaða flokkar mynduðu nýja ríkisstjórn á dögunum? Veit það ekki alveg Hvað heitir núverandi forsætisráðherra? Ingibjörg Að hvaða löndum á Portúgal landamæri? Veit það Hvað hét trommuleikari Bítlanna? Veit það ekki SINDRIMÁR JÓNSSON15 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Libanons? Kasakstan Hvaða flokkar mynduðu nýja ríkisstjórn á dögunum? Veit það ekki Hvað heitir núverandi forsætisráðherra? Man það ekki Að hvaða löndum á Portúgal landamæri? Ekki hugmynd Hvað hét trommuleikari Bítlanna? Robert Starr GUNNAR SMÁRIJÓNSSON15 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Llbanons? Ekki viss Hvaða flokkar mynduðu nýja ríkisstjórn á dögunum? Sjálfstæðisflokkur og Samfylking Hvað heitir núverandi forsætisráðherra? Ekki viss Að hvaða löndum á Portúgal landamæri? Spáni og ftalu Hvað hét trommuleikari Bítlanna? Man það ekki AUÐUR ÝR GÍSLADÓTTIR16 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Líbanons? Veit það ekki Hvaða flokkar mynduðu nýja rikisstjórn á dögunum? Veit það ekki Hvað heitir núverandi forsætisráðherra? Man það ekki Að hvaða löndum á Portúgal landamæri? Veit það ekki Hvað hét trommuleikari Bitlanna? Veit það ekki ueis oöufy 'S lueds 't? apjBBH 'HtiúO'E 6u!>||í)iues 60 jm(>|0|)S!Qæis)|e[s '2 )nj|eg' 1 'JfiAS ELSAINGÓLFSDÓTTIR 25 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Libanons? Veit það ekki Hvaða flokkar mynduðu nýja rikisstjórn á dögunum? Samfylking og Sjálfstæðisflokkur Hvað heitir núverandi forsætisráðherra? Geir H. Haarde Að hvaða löndum á Portúgal landamæri? Spáni Hvað hét trommuleikari Bitlanna? Man það ekki

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.