blaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 8
8
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 6. JÚLf 2007
blaöiö
(rland
110 börn í
sjávarháska
íio börnum var bjargað úr
sjávarháska eftir að öflug vind-
hviða hvolfdi 91 skútu undan
ströndum Dublin, höfuðborgar
írlands, í gær. Börnin voru öll
yngri en sextán ára og þátttak-
endur í kappsiglingu á vegum
írska siglingasambandsins.
Björgunarmönnum tókst að
bjarga öllum börnunum úr
sjónum, en björgunarbátar,
þyrlur og sjúkrabílar voru
notaðir í björgunaraðgerðinni.
Nokkrir voru fluttir á nálægt
sjúkrahús vegna ofkælingar.
ai
Þjóðarmorðin í Rúanda
20 ár fyrir
fjöldamorð
Belgískur dómstóll hefur
dæmt Bernard Ntuyahaga,
fyrrum liðsmann Rúandahers,
í tuttugu ára fangelsi fyrir
morðið á tíu belgískum frið-
argæsluliðum og óbreyttum
borgurum í Rúanda árið
1994. Morðin á friðargæslulið-
unum urðu þess valdandi að
Sameinuðu þjóðirnar drógu
friðargæslulið sitt til baka frá
Rúanda.
Ntuyahaga var sýknaður af
því að hafa myrt Agathe Uwi-
lingiyimana, fyrrum forsætis-
ráðherra landsins, í apríl 1994.
Talið er að tæplega milljón
manns hafi týnt lífi í þjóðar-
morðunum í Rúanda.
aí
Breskri stúlku rænt
Numin á brott úr bíl á leið í leikskóla í Nígeríu ■ Rán á erlendum starfsmönnum tíð
Eftir Atla Isleifsson
atlii@bladid.net
Margaret Hill, þriggja ára breskri
stúlku, var rænt af byssumönnum í
héraðinu, sem kennt er við óshólma
Níger í suðurhluta Nígeríu í gær-
morgun. Stúlkunni var rænt úr bíl í
umferðarteppu þegar hún var á leið
í leikskóla sinn í hafnarborginni
Port Harcourt árla dags. Mannræn-
ingjarnir höfðu skömmu síðar sam-
band við föður stúlkunnar þar sem
þeir sögðu stúlkuna heila á húfi.
Fjölmörgum erlendum verka-
mönnum hefur verið rænt í hérað-
inu, sem er ríkt af olíu, á síðustu
mánuðum og lifa fjölmargir nú á
því að ræna fólki og krefjast lausn-
argjalds. Að undanförnu hefur það
einnig færst í vöxt að börnum ríkra
Nígeríumanna sé rænt.
MANNRÁN í NÍGERÍU
► Tvö hundruð erlendum
starfsmönnum hefur verið
rænt frá upphafi árs 2006.
► Frelsishreyfing óshólma
Níger bindur enda á mán-
aðarlangt vopnahlé.
► Mannréttindasamtök saka
stjórnmálamenn um aðild
að ránunum.
Þremur börnum rænt
Margaret er þriðja barnið sem
rænt er af óþekktum uppreisnar-
mönnum á síðustu dögum, en
dætrum nigerísks viðskiptamanns
og sveitarstjórnarmanns var rænt í
síðustu viku. Báðum var þó sleppt
heilum á húfi, eftir að foreldrar
stúlknanna höfðu greitt umbeðið
lausnargjald. Á fréttavef Reuters
segir að Margaret eigi breskan föður
og nígeríska móður.
Rúmlega tvö hundruð erlendum
starfsmönnum hefur verið rænt í
héraðinu frá upphafi árs 2006 og eru
fimmtán manns enn í haldi mann-
ræningja sinna. Staðbundin mann-
réttindasamtök halda því fram að
yfirvöld taki ekki harðar á mann-
ránum í héraðinu, þar sem spilltum
stjórnmálamönnum sé mútað af
mannræningjunum sjálfum.
Frelsisbarátta
Fimm starfsmönnum olíufyrir-
tækis var rænt af svæðinu á miðviku-
dag og voru það fyrstu mannránin
frá því að stærsti uppreisnarhóp-
urinn, Frelsishreyfing óshólma
Níger (MEND), batt enda á vopna-
hlé sem hafði staðið yfir í mánuð.
1 yfirlýsingu frá MEND neita þeir
aðild að mannráni miðvikudags-
ins, þar sem tveir Nýsjálendingar,
Ástrali, Venesúelamaður og Líbani
voru numdir á brott. Hreyfingin
batt enda á vopnahléð þar sem þeir
sögðu nýja ríkisstjórn landsins ekki
hafa staðið við að koma á viðræðum
með fulltrúum uppreisnarmann-
anna um framtíð hins róstusama
héraðs. Mannránum og árásum á
byggingar olíufyrirtækjanna yrði
því haldið áfram.
Um níutíu prósent af tekjum Níg-
eríu koma frá óshólmahéraðinu, en
þrátt fyrir það ríkir þar mikil fá-
tækt og hefur stór hluti almennings
hvorki aðgang að rafmagni né vatni.
Uppreisnarhóparnir segjast með
baráttu sinni vilja vekja athygli á
því, auk þess að vinna að sjálfstæði
héraðsins.
Holland
Hitaveita
í Haag
Borgaryfirvöld í Haag í Hol-
landi hafa kynnt nýja áætlun
sína um að nýta jarðvarina til
að hita rúmlega fjögur þúsund
heimili og nokkrar verk-
smiðjur í borginni. Yfirvöld
fundu nýverið tæplega áttatíu
gráða heitt vatn á tveggja
kílómetra dýpi suðvestur
af borginni og er áætlunin
sögð vera þáttur í þeirri við-
leitni að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
Verkefnið mun kosta borgina
andvirði tæplega fjögurra
milljarða króna, en yfirvöld
hafa fullvissað íbúa um að
þeir muni ekki þurfa greiða
meira fyrir hitun en gengur
og gerist annars staðar í Hol-
landi. ai
STUTT
• Lestarslys Einn maður slasað-
ist þegar neðanjarðarlest fór út
af sporinu milli Bethnal Green-
og Mile End-lestarstöðvanna í
Lundúnum í gærmorgun.
• Vatnavextir Lögregla í
Buskerud, norðan við Ósló,
höfuðborg Noregs, hefur beðið
um aðstoð norska varnarmála-
ráðuneytisins eftir gríðarlega
vatnavexti í Numedalsánni.
Mikið hefur rignt undanfarið
og er flæðið í ánni nú um tíu
sinnum meira en vanalega.
• Aurskriður Óttast er að allt
að fjörutíu manns hafi týnt lífi
þegar rúta varð fyrir aurskriðu
í Puebla í Mexíkó í gær. Fimm
hundruð manns unnu að
björgun, en frekari aurskriður
gerðu þeim erfitt fyrir.
• Karókíbar 25 létust og 33
slösuðust í sprengingu á
karókíbar í norðausturhluta
Kína í gær. Flestir hinna látnu
voru unglingar að fagna próf-
lokum. Ekki er vitað um orsök
sprengingarinnar.
• Olíustríð Brendan Nelson,
varnarmálaráðherra Ástralíu,
hefur viðurkennt að ein helsta
ástæða veru ástralsks herliðs (
írak sé sú að tryggja og vernda
olíulindir Iraks. Nelson segir
forgangsatriði að tryggja öryggi
auðlinda landsins og varar við
afleiðingum þess ef herliðið yrði
kallað heim of snemma.