blaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 32
 FOSTUDAGUR 6. JULI 2007 blaöió ORÐLAUSTÓNLIST ordlaus@bladid.net Við Árni vorum á rölti á markaði skammt frá Brighton þegar ég sé lítinn bás með hljóðfærum. í Ijós kom að þar var Brian Ferry með hljóðfærasölu. Toto kemur Nú er farið að styttast í það að hljómsveitin Toto komi til lands- ins. Hún heldur tónleika í Laugar- dalshöllinni á þriðjudagskvöldið, xo. júlí. Tónleikaferð hljómsveit- arinnar er liður í því að kynna nýja plötu bandsins, „Falling In Between“. Toto hefur selt yfir 25 milljónir platna á ferli sínum sem nær yfir 30 ár. Aðeins einir tónleikar verða hjá hljómsveitinni. Madonna með leynigesti? Sögusagnir eru uppi um að Gogol Bordello leiki með Madonnu á Live Earth-tónleikunum á laug- ardag. Bordello átti að leika á hátíð sem nefnist T In The Park en hætti við til að leika með leyni- vini, að sögn talsmanns sveitar- innar. „Gogol Bordello biður skoska að- dáendur sína afsökunar og mun gera allt til að bæta þeim missinn upp,“ er haft eftir talsmanninum á síðunni nme.com. Madonna er sögð mikill aðdáandi Bordello og hún er sá listamaður sem vef- urinn veðjar á að vilji Bordello í lið sitt. Ronnie Wood á tennismóti Og ein stutt að lokum. Ronnie Wood er ekki geymdur í skáp á milli þess sem hann spilar með Rolling Stones. Hann gaf sér tíma til að gefa aðdáendum eig- inhandaráritanir á níunda degi Wimbeldon-tennismótsins. Hljómsveitin Motion Boys hefur vakið athygli undanfarið. Félagarnir stefna að plötuútgáfu í ár og eru í viðræðum við bandarískan útgefanda. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Hin nýstofnaða hljómsveit Motion Boys hefur getið sér gott orð undan- farna mánuði, sérstaklega fyrir slag- arana „Hold Me Closer To Your He- art“ og „Waiting to Happen“. Blaðið ræddi við Birgi ísleif Gunnarsson, söngvara og annan forsprakka sveit- arinnar, um sögu Motion Boys og það sem framundan er. Rafmagnslaust á tónleikunum Motion Boys, sem var upphaflega samstarfsverkefni þeirra Birgis og Árna Rúnars Hlöðverssonar, hitaði nýverið upp fyrir bandarísku sveit- ina The Rapture á Nasa. Strákarnir fengu almennt góða dóma fyrir frammistöðuna, en um aðra tón- leika sveitarinnar var að ræða. Fyrstu tónleikar sveitarinnar, sem haldnir voru í Iðnó, tókust þó ekki eins vel, þótt ekki væri hljómsveit- inni um að kenna. „Við vorum að koma að aðalkaflanum í þriðja lag- inu sem við tókum þegar rafmagn- inu sló út. En sem betur fer stökk Sprengjuhöllin til og hjálpaði okkur að bera flygilinn út á mitt svið. Svo stóðu þeir með hvítvínsglös í hönd og sungu með okkur á meðan ég spilaði lokalag á flygilinn." Smáskífa væntanleg Birgir segir að á döfinni sé að gefa út lagið „Steal Your Love“ á veglegri smáskífu. „Textinn fjallar um mann sem lendir í því að vera yfirgefinn af ástkonu sinni. Hún býr i fínu úthverfi í Kaliforníu með flottum og ríkum kaupsýslumanni. Gaurinn sem lagið fjallar um hefur vonir um að ná henni aftur og er á leiðinni til hennar í þeim til- gangi.“ Birgir segir textann byggja á sönnum atburðum er einn með- limur hljómsveitarinnar, sem hann vill þó ekki nefna á nafn, keyrði nánast þvert yfir Bandaríkin til að ná ástinni sinni aftur. „Auðvitað tókst það ekki. En þetta er mjög hetjuleg saga.“ Birgir segir hljómsveitina eiga nokkuð gott safn af lögum, sem hann vonast til að þeir geti tekið upp i sumar og gefið út á árinu, en hljómsveitin á í viðræðum við bandarískan útgefanda um að gefa tónlistina út vestanhafs. Stíll og hljóðfæri frá Brian Ferry Birgir fer ekki dult með það að vera undir áhrifum frá Brian Ferry, sem meðal annars söng og spilaði á hljómborð með hljóm- MOTION BOYS ► Birgir ísleifur Gunnarsson og Árni Rúnar Gunnarsson eru forsprakkar Motion Boys. Hljómsveitin er í viðræðum við bandarískan útgefanda og stefnir að útgáfu plötu síðar á árinu. sveitinni Roxy Music. Og hann er raunar svo heppinn að hafa hitt átrúnaðargoðið. „Við Árni vorum á rölti á markaði skammt frá Brighton þegar ég sé lítinn bás með hljóðfærum. í ljós kom að þar var Brian Ferry með hljóðfærasölu. Ég þorði auðvitað ekkert að tala við hann af viti, en spurði þó út í einn hljóðgervil. Við ákváðum að kaupa gripinn, enda hafði Ferry notað hann í Roxy Music-laginu „More Than This“.“ HA HA, é)AUnr^< é(b Á ZFTIZ A9 TAKA HANN AUPVZWUeóA M&P NÍTZÓINU, HEHZH.. f OHH, &NN ZINN HAUFVHlNNl eiact HEUPUF HANN VlfZKlUPóA AP þP44/ JAFAN4KA PXU4UA tlól FOP í TfZANPANN? ^ HA HA; ÁTTI ZKKI 4ÉN4 FfZZKAZ ?N AUUAfZ HINAfZ UITUU JAPÖN4KU POUUUfZNAfZ! ^ PJO... MAPUfZ! HVAPA HFU#1* fZUé/L- ZfZ PZTTA. AW&é3&! |j jy' JWst' m 1 _ —- f- r~\ r*W' Ji 1 <*■ \

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.