blaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 blaöiö Sportvöruqerðin tif., Skipllolt 5. 562 H3II3. Merkið sem þú treystir —Abu Garcia DREIFING/ÞJÓNUSTA:VEIÐITÆKNI S:5771400 FOR LIFE. Arnarvatnsheiði Sériræðinpar í fluguveiði Nælum stangir, splæsum línur og setjum upp, Veiðin er að glæðast í Þverá í Borgarfirði Flyðra veiddist í Straumunum Veiðin er að glæðast í Þverá í Borgarfirði og veiðimenn sem voru að hætta í ánni veiddu yfir 20 laxa og sáu töluvert af laxi neðarlega í ánni. „Það hafa verið að togast upp laxar í Straumunum í Borgarfirði. Sið- ustu veiðimenn hafa veitt ágætlega," sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti. Veiðimenn sem voru að veiða þarna í fyrradag í Straumunum veiddu flyðru, vel væna, en fyrir einhverjum dögum veiddistsama og veiðimenn sem hafa verið þar síð- ustu daga hafa fengið vel í soðið. Fyrsti laxinn er kominn á land úr Andakílsá í Borgarfirði og veiði- menn sáu nokkra laxa í viðbót. Eitthvað hefur togast upp úr Flókadalsá í Borgarfirði. Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismað- ur, var þar fyrir fáum dögum og veiddi að minnsta kosti tvo laxa. Rétt á eftir honum kom síðan Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Við höfum ekki frétt hvað Tveir laxar í Ölfusá Gunnar Sigurgeirsson, ljós- myndari á Selfossi og veiði- niaður, veiddi tvo laxa á gömlu ruslahaugunum á svæði þrjú í Ölfusá. Gunnar tók báða laxa á flugu, bláa Snældu. Margir halda því fram fyrir austan að veiði hefjist ekki á þessu svæði fyrr en með haustinu. Gunnar hefur greinilega afsannað það með þessari góðu veiði. Veiðin hefur verið sæmileg í Ölfusá en er enn róleg í Stóru- Laxá í Hreppum. Á bleikju- slóðum Hópur veiðimanna var við veiðar í Breiðdalsá fyrir fáum dögum og veiddi eitthvað af vænni bleikju. Einn af þeim sem veiddu þar var Eggert Skúlason og undi hann hag sínum vel á bleikjuslóðum í Breiðdalnum. ' V- LÍFSSTÍLLVEIÐI veidi@bladid.net Að venju voru menn hæfilega „væld" en snyrtimennskan er þó í fyrirrúmi hjá þessu veiðifélagi sem kallast „Veiðifélagið udd á heiðar" Veiðifélagið upp á heiðar var í góðu yfirlæti Veiðin dræm á Eftir Gunnar Bender g.bender@bladid.net „Við lögðum í hann á fimmtudags- kvöldið, 28. júní, og að vanda var stefnan sett á Úlfsvatn á Arnarvatns- heiði þar sem áætlað var að draga björg í bú,“ sagði Ólafur Ólafsson veiðimaður en hann var að koma af heiðinni fyrir fáum dögum. „Þegar komið var á staðinn var hita- stig við ffostmark en líkt og nokkur undanfarin ár var gist í nýja skál- anum við Úlfsvatn. Þar vorum við í góðu yfirlæti og frábæru veðri ffam á sunnudag, 1. júlí. Við reyndum drjúgt við lónbúann bæði föstudag og laugardag og svo voru kvöldvökur niðri við vatn fram á nótt þar sem magnaðar veiðsögur fóru að renna viðstöðulítið upp úr görpunum, helst var stoppað við þá iðju til að draga andann og væta kverkarnar." En hvernig var veiðin, Ólafur? „Veiðin var fremur dræm í Úlfs- vatninu í þessari ferð þótt oft hafi hún verið góð þar en á móti kom að fiskurinn var vænn og feitur. Á laugardeginum fengum við okkur góðan göngutúr yfir í Refsveinu og upp í Arnarvatn litla. Bæði við Arn- arvatn litla og í efsta hluta árinnar þar niður af lentum við í góðri veiði bæði á beitu og flugu. Jafn og góður afli, frá 2 upp í 6 pund, aðallega urriði en eitthvað af bleikju. Mest var veitt þar á flugu sem hnýtt var á staðnum eftir æti úr veiddum fiski, lítil kúluhauspúpa, rauðleitt vaf og rautt skott. Svo skæð var flugan að við þurftum nánast að fara á bak við stein til að hnýta hana á og svo var nauðsynlegt að sækja um löndunar- pláss því það voru oft margir fiskar á í einu þegar best lét. Sá sem hnýtti heitir Henrik Þórðarson. Að venju voru menn hæfilega „væld“ en snyrtimennskan er þó í fyrirrúmi hjá þessu veiðifélagi sem kallast „Veiðifélagið upp á heiðar“ og veiðitúrinn endar að venju á að fara í sund í Húsafelli og skola þar af sér ferðarykið.“ Og hverjir eru í þessum frcega félagsskap? „Meðlimir veiðifélagsins eru Berg- þór Bjarnason, Brynjar Sveinbjörns- son, Freyr Franksson, Henrik Öskar Þórðarson, Kristján D. Sigurbergs- son, Ólafur Ólafsson, Sæmundur Gunnarsson, Ásgeir K. Ólafsson og Heiðar Sigurðsson,“ sagði Ólafur að lokum. ■VæffiORTJÐj ted JSmZjvatnasvæoi fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is FlSHER’S Mohon, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar. 10 ára reynsla á íslandi. Hafa reynst frábærlega að sögn kröfuharðra neytanda. Jt Toppgæði og gott verð! JM ■/} f 'f Jj ,f ft

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.